Bergur Ingi kastaði 73,47 metra í Marugame í gær

Bergur Ingi Pétursson sleggjukastari keppti í gær í Marugame í Japan, en íslensku ólympíufararnir hafa dvalið í æfingabúðum þar ásamt þjálfurum sínum frá 5. ágúst sl.
Samkvæmt óstaðfestum fréttum kastaði Bergur Ingi lengst 73,47 metra á mótinu og sigraði, en öll köst hans voru yfir 70 metra, þaraf voru þrjú köst yfir 73 metra. Beðið er eftir staðfestum úrslitum frá mótinu í Marugame í gær.
Aðstæður voru erfiðar til keppni í Marugame, um 40° hiti og mikill raki, kanski ekki ólíkt því sem búast má við að verði á Ólympíuleikvanginum í Peking á föstudaginn. Íslandsmet Bergs Inga er 74,48 metrar.
 
Bergur Ingi hélt í morgun áleiðist til Peking ásamt Eggerti Bogasyni þjálfara sínum, en Bergur Ingi keppir í undankeppni sleggjukastsins á föstudagsmorgun, á fyrsta degi frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikana.
meira...

Meistaramót 11-14 ára á Laugum

Meistaramót Íslands 11-14 ára verður haldið á Laugum í Þingeyjarsýslu 16. og 17. ágúst nk.
 
Frestur til skráninga er til miðnættis þriðjudagsins 12. ágúst nk. á Mótaforriti FRÍ. Eftir þann tíma er hægt að skrá þátttakendur, gegn þreföldu skránaingargjaldi "hallibo@hive.is"
 
Breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi keppni í 60 m og 100 m hlaupum. Keppt verður í A og B úrslitum, þ.e. keppendur með sex bestu tímana eftir undanrásir fara í A úrslit og þeir sem ná 7. til 12. besta árangri þar á eftir, fara í B úrslit.
 
Nánari upplýsingar um MÍ 11-14 ára eru að finna undir mótaskrá hér á síðunni.
meira...

Meistaramót öldunga

MÍ öldunga verður haldið um helgina í Þorlákshöfn. Skv. tímaseðli hefst keppni á laugardag kl. 13 og á sama tíma á sunnudegi. Sleggjukast fer fram á Kastvellinum í Laugardal kl. 10 á sunnudagsmorgni.
 
Skráning fer fram á mótsstað. Þátttökugjöld er kr. 650 pr. grein, en greitt er mest fyrir þátttöku í þremur greinum.
 
Nánari upplýsingar á Mótaforriti FRÍ.
meira...

Góður árangur á EM öldunga í Slóveníu

Hafsteinn Óskarsson náði að tví bæta metið í 45 ára aldursflokki í 1.500 m hlaupi, á nýafstöðnu Evrópumeistaramóti öldunga í Slóveníu. Fyrst hljóp hann á 4:25,99 í undanrásum og síðan í 4:25,45 í mjög taktísku úrslitahlaupi. Aftur bætti hann met í undanúrsltum 800 m hlaupsins 2:05,48 mín., en náði ekki að bæta sig í úrslitahlaupinu.
 
Natalia Jonsson keppti í langstökki í 40 ára flokkum á náði 7 sæti með 4,58 m, sem hún náði í fyrsta stökki. Hún varð reyndar að hætta eftir tvær umferðir vegna meiðsla í hæl. Stefán Hallgrímsson sigraði í fimmtarþraut í 60 ára flokknum og varð 3. í tugþraut í sama aldursflokk. Hann keppir einnig í fleiri greinum, s.s. 300 m grindarhlaupi og stangarstökki.
 
Halldór Matthíasson varð í 3. sæti í fimmtarþraut með 2.958 stig. Hann keppti einnig í tugþraut og lenti þar í 7. sæti 5.302 stig.
 
Úrslit mótsins má sjá á: www.evacs2008.si
meira...

Unglingamót HSK 15 – 22 ára

Unglingamót HSK 15 – 22 ára utanhúss í frjálsíþróttum verður haldið í Þorlákshöfn 12. -13. ágúst og hefst keppni stundvíslega kl. 19:00 báða dagana. Upphitun hefst kl. 18:00 og nafnakall í fyrstu greinar 18:45. Búningsaðstaða er í íþróttahúsinu frá 18.00 – 22.30. Keppt er samkvæmt reglugerð um mótið í flokkum 19 – 22 ára, 17 – 18 ára og 15 – 16 ára. Reglugerð um héraðsmót í frjálsíþróttum er á www.hsk.is
 
meira...

Breytingar á keppnisgreinum og mótaskrá

Ath. Tímasetningu á Coca Cola móti 1. ágúst hefur verið breytt. Ný tímsetning er kl. 18:00.
 
400 m grindarhlaupi hefur verið bætt við keppnisgreinar á innanfélagsmóti Breiðabliks á morgun, 31. júlí.
 
Ný dags. er á 2. hluta Akureyrarmóti UFA. Fyrri dags. var 19. en mótið verður 30. ágúst. Sjá nánari upplýsingar á ufa.is
 
Keppt verður í sleggjukasti kvenna á innanfélagsmóti ÍR 7. ágúst, til viðbótar við aðrar greinar sem áður hafa verið tilkynntar.
meira...

Sigurbjörn með nýtt persónulegt met í 800 m

Hinn sí-ungi Sigurbjörn Árni Arngrímsson úr HSÞ var að bæta sinn persónlulega árangur í 800 m hlaupi í Leverkusen í dag, 30. júlí. Hann kom í mark á tímanum 1:51,53 mín. og varð í 5. sæti í sínum riðli, aðeins 3/100 frá fyrsta sæti, eftir hörkubaráttu. Sigurbjörn er 35 ára á þessu ári.
meira...

Norðurlandsleikar á Sauðárkróki 16. og 17. ágúst nk.

Frjálsíþróttaráð UMSS og Frjálsíþróttadeild Tindastóls bjóða til Norðurlandsleika dagana 16. og 17. ágúst nk.
 
Keppt verður í aldursflokkum 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 ára og 15 ára og eldri.
 
Keppni hefst kl. 14:00 á laugardegi og stendur til kl. 18:30. Á sunnudegi hefst keppni kl. 11:00 og lýkur um kl. 13:30. Keppni fyrir 12 ára og yngri lýkur á laugardegi, nema að þau vilji keppa "upp fyrir sig" á sunnudegi í grindarhlaupi og 200 m hlaupi.
 
Þátttökugjöld eru kr. 2.000 á keppanda 10 ára og yngri, en kr. 3.000 fyrir 11 ára og eldri.
 
Tímaseðil mótsins má sjá á Mótarforriti FRÍ, en margar greinar eru í boði.
 
Rúmlega klukkustundarhlé verður gert á keppni á laugardegi milli kl. 16:15 og 17:30, en keppni 10 ára og yngri verður þá lokið. Þetta hlé geta keppendur og aðrir notfært sér til að skoða Landbúnaðarsýninguna í Reiðhöllinni, eða taka sér hvíld.
 
Allir 10 ára og yngri þátttakendur fá þátttökupening. Verðlaunapeningur er í boði fyrir 1. – 3. sæti fyrir 11 ára og eldri keppendur.
 
Frítt verður í sund fyrir alla þátttakendur á laugardagskvöldinu frá kl. 19:00.
 
Þessa helgi verður Landbúnaðarsýning í Reiðhöllinni Svaðastöðum og eru allir hvattir til að fara þangað og skoða. Aðgangur alla helgina er kr. 1.000 fyrir 12 ára og eldri.
 
Góð tjaldstæði eru á Sauðárkróki og því tilvalið að tjalda með alla fjölskylduna. Einnig verður hægt að fá svefnpokapláss í skólum. Svefnpokaplássið kostar kr. 1.000 nóttin.
 
Skráningarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 14. ágúst nk.
 
Svo óheppilega vildi til á þingi FRÍ í vor, að Meistaramót Íslands 11-14 ára, var fært á þessa helgi, en var áður sett á helgina 31. ágúst til 1. sept. Þar sem ekki var hægt að færa þetta mót, vegna annarra viðburða, var ákveðið að halda þetta mót á áður ákveðnum dögum, en bjóða upp á keppni í öllum aldurshópum. Við hvetjum að sjálfsögðu alla keppendur 11 til 14 ára að fara á MÍ á Laugum. Þeir sem ekki treysta sér á það mót, er velkomið til okkar!
 
Verið velkomin í Skagafjörðinn
 
f.h. mótshaldara,
 
Gunnar Sigurðsson
 
meira...

Innanfélagsmót Breiðabliks 31. júlí

Breiðablik verður með innanfélagsmót fimmtudaginn 31. júlí nk.
 
Keppnisgreinar verða:
 
100 m hlaup karla og kvenna
 
100 m grindarhlaup kvenna
 
400 m hlaup karla og kvenna
 
Langstökk karla
 
Sleggjukast kvenna
 
Mótið hefst kl. 18:00 og verður haldið á Kópavogsvelli
 
Ábyrgðamaður mótsins er Arnþór Sigurðsson.
meira...

82. Meistaramót Íslands – úrslit seinni keppnisdags

82. Meistaramóti Íslands lauk á Laugardalsvelli nú síðdegis í dag.
Ágætur árangur náðist í mögrum greinum í dag, enda veður gott, um 18° hiti og vindur ekki eins mikill og í gær, þótt hann hafi á köflum verið allmikill og t.d. yfir 4 m/s á móti í 200m hlaupi.
Hlaupagreinar:
meira...
1 251 252 253 254 255 272
X
X