Frjálsíþróttablaðið kom út í dag

1. tbl. af Frjálsíþróttablaðinu á þessu ári kom út í morgun og var því dreift með Morgunblaðinu í dag.
Þetta er fimmta útgáfuár Frjálsíþróttablaðsins, en gefin hafa verið út 1-2 tbl. á ári síðan 2004.
Blaðið er 24 síður og kennir þar ýmissa grasa að þessu sinni m.a. er mikil umfjöllun um ólympíuþátttöku frjálsíþróttafólks fyrr og nú. Ritstjóri blaðsins að þessu sinni er Jónas Egilsson fyrrverandi formaður FRÍ.
 
Svo er bara að tryggja sér eintak af Morgunblaðinu í dag, en Frjálsíþróttablaðinu verður dreift bæði til áskrifenda og í lausasölu. Hjálagt er mynd af forsíðu Frjálsíþróttablaðsins, en hana prýða ólympíuþátttakendur okkar í Peking, þau
Ásdís Hjálmsdóttir, Bergur Ingi Pétursson og Þórey Edda Elísdóttir.
 
Frjálsíþróttasambandið vill koma á framfæri einni leiðréttingu vegna greinar á bls. 6 í blaðinu, þar sem fjallað er um þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikunum frá upphafi. Þar er sagt að Jón Þ. Ólafsson hafi stokkið 2,03 metra í hástökki á leikunum í Mexikó 1968, en rétt er að Jón stökk 2,06 metra.
meira...

Níu valdir til þátttöku á NM unglinga í Bergen

FRÍ hefur valið níu keppendur til að taka þátt í Norðurlandameistaramóti unglinga 19 ára
og yngri, sem fram fer í Bergen um nk. helgi.
 
Neðangreint íþróttafólk hefur verið valið í eftirfarandi keppnisgreinar:
Konur:
* Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni, 100m grindahlaup, 400m hl., langstökk, hástökk og kúluvarp.
* Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR, 100m hl. og 200m hl.
* Íris Anna Skúladóttir Fjölni, 1500m hl. og 2000m hindrunarhl.
* Ragnheiður Anna Þórsdóttir FH, kringlukast.
* Sandra Pétursdóttir ÍR, sleggjukast.
* Valdís Anna Þrastardóttir ÍR, spjótkast.
 
Karlar:
* Bjarki Gíslason UFA, stangarstökk.
* Sveinn Elías Elíasson Fjölni, 100m hl., 200m hl. og 400m hl.
* Örn Davíðsson FH, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
 
Mótið fer fram á laugardag og sunnudag. Fararstjórnar og þjálfarar í ferðinni
þau Fríða Rún Þórðardóttir unglingalandsliðsþjálfari FRÍ og Pétur Guðmundsson.
 
Heimasíða mótsins: www.nordicmatch.no
meira...

Íslensk skrif í alþjóðlegt frjálsíþróttarit

Tvær greinar eftir íslenska höfunda eru í nýjasta hefti New Studies in Athletics (NSA). Í ritinu sem er útgefið af Alþjóða frjálsíþróttasambandinu (IAAF) er fjallað um ýmiss málefni frjálsíþrótta, svo sem þjálfun, tæknimál, fræðslu og nú þróun innan hreyfingarinnar.
 
Birgir Guðjónsson, sem átti sæti í lækna- og lyfjanefndum IAAF þar til á síðasta ári, skrifar grein um baráttuna gegn lyfjanotkun innan hreyfingarinnar. Greinin veitir gott yfirlit um sögu og ástæður baráttunnar gegn lyfjanoktun í íþróttum ásamt núverandi ástandi.
IAAF hefur verið leiðandi innan hinnar alþjóðlegu íþróttahreyfingar gegn ólöglegri lyfjanoktun. Jafnframt eru fleiri lyfjapróf tekin innan frjálsíþrótta en í nokkurri annarri íþróttagrein í heiminum í dag.
 
Jónas Egilsson, sem er fyrrverandi formaður FRÍ, fer yfir fyrir sögu og þróun frjálsíþrótta á Íslandi
ásamt núverandi stöðu íþróttarinnar. Þá er fjallað nokkuð ítarlega um nokkra þætti starfseminnar,
svo sem þjálfun, aðstöðu, fræðslu, árangri á alþjóðlega vísu og hina miklu fjölgun Íslandsmeta svo dæmi séu tekin. Greinin er unnin í samvinnu við Bill Glad sem er einn af ritstjórum blaðsins og starfsmaður Frjálsíþróttasambands Evrópu (EA). Þessi grein er fyrsta úttektin sem til stendur að gerði verði á frjálsíþróttastarfsemi víðar í heiminum.
 
NSA er áhugavert rit fyrir þá sem vilja fylgast með umræðu og þróun innan frjálsíþróttanna, hvort sem er um þjálfun, tæknimál eða annað áhugavert frjálsíþróttaefni. Hægt er að fá nánari upplýsingar á heimasíðu IAAF(http://www.iaaf.org/development/studies/index.html) eða óska eftir áskrift hjá starfsmanni sambandsins (vicky@iaaf.org).
meira...

Bergur Ingi kastaði 73,47 metra í Marugame í gær

Bergur Ingi Pétursson sleggjukastari keppti í gær í Marugame í Japan, en íslensku ólympíufararnir hafa dvalið í æfingabúðum þar ásamt þjálfurum sínum frá 5. ágúst sl.
Samkvæmt óstaðfestum fréttum kastaði Bergur Ingi lengst 73,47 metra á mótinu og sigraði, en öll köst hans voru yfir 70 metra, þaraf voru þrjú köst yfir 73 metra. Beðið er eftir staðfestum úrslitum frá mótinu í Marugame í gær.
Aðstæður voru erfiðar til keppni í Marugame, um 40° hiti og mikill raki, kanski ekki ólíkt því sem búast má við að verði á Ólympíuleikvanginum í Peking á föstudaginn. Íslandsmet Bergs Inga er 74,48 metrar.
 
Bergur Ingi hélt í morgun áleiðist til Peking ásamt Eggerti Bogasyni þjálfara sínum, en Bergur Ingi keppir í undankeppni sleggjukastsins á föstudagsmorgun, á fyrsta degi frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikana.
meira...

Meistaramót 11-14 ára á Laugum

Meistaramót Íslands 11-14 ára verður haldið á Laugum í Þingeyjarsýslu 16. og 17. ágúst nk.
 
Frestur til skráninga er til miðnættis þriðjudagsins 12. ágúst nk. á Mótaforriti FRÍ. Eftir þann tíma er hægt að skrá þátttakendur, gegn þreföldu skránaingargjaldi "hallibo@hive.is"
 
Breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi keppni í 60 m og 100 m hlaupum. Keppt verður í A og B úrslitum, þ.e. keppendur með sex bestu tímana eftir undanrásir fara í A úrslit og þeir sem ná 7. til 12. besta árangri þar á eftir, fara í B úrslit.
 
Nánari upplýsingar um MÍ 11-14 ára eru að finna undir mótaskrá hér á síðunni.
meira...

Meistaramót öldunga

MÍ öldunga verður haldið um helgina í Þorlákshöfn. Skv. tímaseðli hefst keppni á laugardag kl. 13 og á sama tíma á sunnudegi. Sleggjukast fer fram á Kastvellinum í Laugardal kl. 10 á sunnudagsmorgni.
 
Skráning fer fram á mótsstað. Þátttökugjöld er kr. 650 pr. grein, en greitt er mest fyrir þátttöku í þremur greinum.
 
Nánari upplýsingar á Mótaforriti FRÍ.
meira...

Góður árangur á EM öldunga í Slóveníu

Hafsteinn Óskarsson náði að tví bæta metið í 45 ára aldursflokki í 1.500 m hlaupi, á nýafstöðnu Evrópumeistaramóti öldunga í Slóveníu. Fyrst hljóp hann á 4:25,99 í undanrásum og síðan í 4:25,45 í mjög taktísku úrslitahlaupi. Aftur bætti hann met í undanúrsltum 800 m hlaupsins 2:05,48 mín., en náði ekki að bæta sig í úrslitahlaupinu.
 
Natalia Jonsson keppti í langstökki í 40 ára flokkum á náði 7 sæti með 4,58 m, sem hún náði í fyrsta stökki. Hún varð reyndar að hætta eftir tvær umferðir vegna meiðsla í hæl. Stefán Hallgrímsson sigraði í fimmtarþraut í 60 ára flokknum og varð 3. í tugþraut í sama aldursflokk. Hann keppir einnig í fleiri greinum, s.s. 300 m grindarhlaupi og stangarstökki.
 
Halldór Matthíasson varð í 3. sæti í fimmtarþraut með 2.958 stig. Hann keppti einnig í tugþraut og lenti þar í 7. sæti 5.302 stig.
 
Úrslit mótsins má sjá á: www.evacs2008.si
meira...

Unglingamót HSK 15 – 22 ára

Unglingamót HSK 15 – 22 ára utanhúss í frjálsíþróttum verður haldið í Þorlákshöfn 12. -13. ágúst og hefst keppni stundvíslega kl. 19:00 báða dagana. Upphitun hefst kl. 18:00 og nafnakall í fyrstu greinar 18:45. Búningsaðstaða er í íþróttahúsinu frá 18.00 – 22.30. Keppt er samkvæmt reglugerð um mótið í flokkum 19 – 22 ára, 17 – 18 ára og 15 – 16 ára. Reglugerð um héraðsmót í frjálsíþróttum er á www.hsk.is
 
meira...

Breytingar á keppnisgreinum og mótaskrá

Ath. Tímasetningu á Coca Cola móti 1. ágúst hefur verið breytt. Ný tímsetning er kl. 18:00.
 
400 m grindarhlaupi hefur verið bætt við keppnisgreinar á innanfélagsmóti Breiðabliks á morgun, 31. júlí.
 
Ný dags. er á 2. hluta Akureyrarmóti UFA. Fyrri dags. var 19. en mótið verður 30. ágúst. Sjá nánari upplýsingar á ufa.is
 
Keppt verður í sleggjukasti kvenna á innanfélagsmóti ÍR 7. ágúst, til viðbótar við aðrar greinar sem áður hafa verið tilkynntar.
meira...

Sigurbjörn með nýtt persónulegt met í 800 m

Hinn sí-ungi Sigurbjörn Árni Arngrímsson úr HSÞ var að bæta sinn persónlulega árangur í 800 m hlaupi í Leverkusen í dag, 30. júlí. Hann kom í mark á tímanum 1:51,53 mín. og varð í 5. sæti í sínum riðli, aðeins 3/100 frá fyrsta sæti, eftir hörkubaráttu. Sigurbjörn er 35 ára á þessu ári.
meira...
1 250 251 252 253 254 271
X
X