Ásdís keppir í nótt kl. 02:40

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni keppir í undankeppni spjótkastsins kl. 02:40 í nótt að íslenskum tíma.
Ásdís er í síðasti kasthópi, en alls taka 54 konur þátt í spjótkastkeppni Ólympíuleikana og keppa
27 í hvorum kasthópi, en fyrri hópurinn kastar kl. 01:00.
 
Búið er að gefa út að til þess að tryggja sér sæti í úrslitum þurfi að kasta spjótinu 61,50 metra, en ef færri kasta svo langt, þá fara alltaf 12 bestu í úrslit og má búast við að til þess þurfi að kasta a.m.k. 60 metra.
Ásdís er sjöunda í kaströð, en hún á 21. besta árangur af þeim sem keppa í hennar hópi og 15. besta árangur á þessu ári. Í heildina þá er Ásdís með 41. besta árangur af þeim 54 sem keppa og 31. besta árangur á þessu ári.
Aðeins þrjár konur frá Norðurlöndum taka þátt í spjótkastkeppni kvenna, en auk Ásdísar keppa þær Christina Scherwin frá Danmörku og Mikaela Ingberg frá Finnlandi.
 
Ásdís hefur átt í vandamálum vegna meiðsla á olnboga alveg frá því hún setti íslandsmet sitt 59,80 metra í Lapinlathi í Finnlandi 20. júlí sl. og hefur ekki getað beitt sér í æfingum að undanförnu, en vonandi verður það í lagi í nótt.
 
Sjá nánar: www.iaaf.org
meira...

Ásdís úr leik í Peking

„Ég átti að gera betur en þetta en ég hef ekki kastað spjótinu í fjórar vikur vegna meiðsla og það kom greinilega niður á mér í þessari keppni,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir Íslandsmeistari í spjótkasti en hún kastaði aðeins 48,59 metra í undankeppninni á Ólympíuleikunum í Peking
 
Fyrstu tvö köstin hjá Ásdísi voru mun styttri og gerði hún þau ógild viljandi.Hún er því úr leik en Ásdís endaði í 50. sæti af alls 54 keppendum.
 
Barbora Spotakova frá Tékklandi átti lengsta kastið í undankeppninni, 67,69 m. en 60,13 m kast dugði Sinta Ozalina frá Litháen í 12. Sætið sem tryggði henni sæti í úrslitum. Íslandsmet Ásdísar er 59,80 metrar og er hún staðráðinn í því að láta ekki staðar numið þrátt fyrir slakan árangur á ÓL í Peking.
 
„Tæknin er bara ekki lagi núna og ég missti of mikið úr í undirbúningnum þegar ég meiddist fyrir fjórum vikum í Finnlandi. Þrátt fyrir að læknar íslenska hópsins hafi gert allt til þess að hlúa að þessum meiðslum þá var það ekki nóg. Ég mun fara í frekari rannsóknir þegar ég kem heim til Íslands," sagði Ásdís Hjálmsdóttir.
 
Fréttin er af www.mbl.is
meira...

ÍR ingar eru Íslandsmeistarar félagsliða 11-14 ára 2008 5

Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram á Laugum um helgina og lauk um miðjan dag í dag.
Mótið var í umsjón frjálsíþróttaráðs HSÞ og tóks það mjög vel í alla staða í sól og blíðu báða keppnisdaga, en 197 keppendur tóku þátt í mótinu frá 16 félögum og héraðssamböndum.
ÍR sigraði í heildarstigakeppni mótsins og eru Íslandsmeistarar félagsliða 11-14 ára 2008.
ÍR ingar hlutu samtals 554 stig, lið HSK varð í öðru sæti með 419,8 stig og UFA varð í þriðja sæti með 288 stig. ÍR ingar urðu einnig Íslandsmeistarar félagsliða innanhúss á þessu ári.
 
Myndin er af Íslandsmeistaraliði ÍR 11-14 ára 2008 (Ljm: Svandís Sigvaldadóttir).
 
Íslandsmeistarar félagsliða í einstökum aldursflokkum urðu eftirfarandi félög:
11 ára strákar: HSK
11 ára slelpur: UMSE
12 ára strákar: UMSE
12 ára stelpur: Umf.Selfoss
13 ára pilar: Breiðablik
13 ára telpur: ÍR
14 ára piltar: ÍR
14 ára telpur: ÍR
 
Flesta Íslandsmeistaratitla í einstökum aldursflokkum hlutu eftirfarandi:
 
11 ára flokkur:
* Auður Gauksdóttir HSÞ, sigraði í kúluvarpi og hástökki.
* Elvar Baldvinsson HSÞ, sigraði í langstökki og hástökki.
* María Elva Eyjólfsdóttir Fjölni, sigraði í 60m og 800m.
 
12 ára flokkur:
* Gunnar Ingi Harðarson ÍR, sigraði í 60m, 800m og langstökki.
* Thelma Björk Einarsdóttir Umf.Selfossi, sigraði í hástökki, kúluvarpi og spjótkasti.
 
13 ára flokkur:
* Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA, sigraði í 100m, 800m, 80m grind og hástökki.
* Arna Stefanía Guðmundsdóttir ÍR, sigraði í 100m, 800m og 80m grind.
 
14 ára flokkur:
* Andri Már Bragason UFA, sigraði í 100m, 80m grind og langstökki.
* Steinunn Arna Atladóttir FH, sigraði í 100m, 80m grind og langstökki.
 
Heildarúrslit eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni, bæði í einstökum keppnisgreinum og
í stigakeppni félaga; www.mot.fri.is
meira...

Úrslit fyrri dags á NM unglinga í Bergen

Nú er lokið keppni á fyrri degi á Norðurlandameistaramóti unglinga 19 ára og yngri í Bergen.
Átta íslenskir keppendur taka þátt í mótinu í Bergen, en Íris Anna Skúladóttir þurfti að hætta við þátttöku vegna veikinda fyrir tveimur dögum. Engin verðlaun komu í hlut íslensku keppendana í dag, en tvö persónuleg met féllu.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir bætti sinn besta árangur í 400m hlaupi, en hún hljóp á 56,09s og varð í 4.sæti.
Þá bætti Örn Davíðsson sinn besta árangur í kúluvarpi með 6kg kúlu, en hann varpaði kúlunni 16,36m og varð í 6. sæti. Sveinn Elías Elíasson meiddis á tábergi og náði ekki að beita sér í 100m hlaupinu og varð að hætta við að keppa í 400m vegna þessara meiðsla, en hann hafi titil að verja frá sl. ári í 400m hlaupinu.
 
Önnur úrslit hjá íslensku keppendunum í dag:
* Ragheiður Anna Þórsdóttir varð í 5. sæti í kringlukasti með 41,43 metra.
* Valdís Anna Þrastardóttir varð í 5. sæti í spjótkasti með 41,79 metra.
* Helga Margrét Þorsteinsdóttir varð í 6. sæti í langstökki, stökk 5,45 metra (-0,3 m/s)
* Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð í 8. sæti í 100m hl. á 12,73 sek. (-1,2 m/s).
* Sveinn Elías Elíasson varð í 8. sæti í 100m hl. á 11,23 sek. (-1,2 m/s).
 
Sjá nánar: www.nordicmatch.no
meira...

Úrslit seinni dags á NM unglinga í Bergen

Nú er lokið seinni keppnisdegi á Norðurlandameistaramóti unglinga 19 ára og yngri í Bergen.
Engin verðlaun náðust í dag frekar en í gær, en eitt persónulegt met féll í keppninni í dag, Örn Davíðsson bætti sinn besta árangur í kringlukasti með 1,75kg kringlu, kastaði 46,99 metra og varð í 7. sæti.
Þá var Sandra Pétursdóttir aðeins 11 sm frá sínum besta árangri í sleggjukasti, en hún kastaði 49,86 metra og varð sjöunda.
 
Annar árangur íslensku keppendana í dag:
* Helga Margrét Þorsteinsdóttir stökk 1,65m í hástökki og varð í 4-6.sæti. Þá hljóp Helga 100m grind á 15,31s og varð í 7. sæti (-0,9 m/s) og varpaði kúlu 11,90m og varð í 8. sæti í þeirri grein.
* Örn Davíðsson kastaði spjótinu 59,14m og varð í 6. sæti.
* Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir hljóp 200m hl. á 25,48s (-1,4 m/s) og varð í 7. sæti.
* Bjarki Gíslason hljóp 200m hl. í stað Sveins Elíasar sem er meiddur og gat ekki hlaupi. Bjarki hljóp á 23,86s (-1,0 m/s) og varð í 8. sæti.
 
Svo virðist sem Bjarki hafi fellt byrjunarhæð sína í stangarstökki, þó það komi ekki fram í úrslitum mótins, en hann er a.m.k. ekki skráður með neinn árangur í stangarstökki, sem var hans aðalgrein á mótinu.
 
Sjá nánar: www.nordicmatch.no
meira...

Þórey Edda stekkur í Peking í nótt

Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari úr FH keppir í undankeppni stangarstökksins í Peking í nótt.
36 konur eru skráðar til leiks í Peking og verður keppt í tveimur hópum á sama tíma og hefst keppni kl. 02:10 að íslenskum tíma. Þórey Edda stekkur í B-hópi og er 17 í stökkröð, en 18 keppa í hvorum hópi.
 
Búið er að gefa út að til þess að tryggja sér sæti í úrslitum þurfi að stökkva yfir 4,60 metra, en það er sami árangur og Íslands- og Norðurlandamet Þóreyjar frá árinu 2004. Þórey hefur stokkið yfir 4,30 metra best á þessu ári (Bikarkeppni FRÍ 5. júlí sl.), en hún stökk 4,40m best á sl. ári. 14 konur af þeim sem keppa í nótt eiga betri árangur en Þórey og hafa stokkið best 4,63-5,04 metra.
 
Af þessum keppendum eiga 30 keppendur betri árangur en Þórey á þessu ári, þrjár hafa stokkið jafn hátt og tvær eiga lakari skáðan árangur en Þórey. Yelena Isinbaeva keppir í A-hópi, en heimsmet hennar í greininni frá því fyrr í sumar er 5,04 metrar, en reikna má með að hún muni reyna að bæta það enn frekar í úrslitakeppninni, sem fram fer á mánudaginn.
 
Sjá nánar: www.iaaf.org
meira...

Þórey Edda stökk 4,15 metra og varð í 21-22. sæti í Peking

Þórey Edda Elísdóttir FH keppti í undankeppni stangarstökks kvenna á Ólympíuleikunum í nótt.
Þórey fór yfir byrjunarhæð sína 4,15m í fyrstu tilraun, en felldi síðan næstu hæð 4,30m þrisvar sinnum.
Hún varð í 12. sæti af 18 keppendum í B-hópi og í 21-22. sæti af 36 keppendum með þennan árangur.
20 konur komust yfir 4,30 metra í nótt og 12 stukku yfir 4,50 metra sem dugi til að komast í úrslitakeppnina, sem fram fer á mánudaginn. Þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir sem Þórey Edda tekur þátt í, en hún stökk 4,00m á sínum fyrstu leikum í Sydney fyrir átta árum. Fyrir fjórum árum náði Þórey þeim frábæra árangri að verða í 5.sæti, stökk þá 4,55m. Þórey Edda er fyrsta frjálsíþróttakonan sem tekur þátt í þrennum Ólympíuleikum.
 
Sjá nánar: www.iaaf.org
meira...

Bergur Ingi Pétursson keppir í nótt í Peking

Bergur Ingi Pétursson sleggjukastari úr FH keppir í undankeppni sleggjukastsins á Ólympíuleikunum í nótt.
Bergur er í A-hópi, sem hefur keppni kl. 02:40 að íslenskum tíma eða kl. 10:40 í fyrramálið að staðartíma.
Búið er að gefa út að til þess að tryggja sér sæti í úrslitum þurfi að kasta 78,00 metra, ef færri kasta yfir 78 metra þá komast þeir sem eiga 12 lengstu köstin í úrslitakeppnina sem fram fer á sunnudaginn.
 
33 keppendur eru skráðir til leiks í sleggjukastinu, 16 keppa í A-hópi og 17 í B-hópi kl. 04:10 og eiga allir keppendur nema einn betri árangur en Bergur Ingi og 31 hefur kastað lengra á þessu ári. Það er því nokkuð ljóst að möguleikar Bergs á að komast í úrslit eru ekki miklir, en hann sýndi á síðasta móti að hann er í formi og gæti ef allt gengur upp bætt Íslandsmet sitt í greininni, en það er 74,48 metrar frá því í maí sl. Bergur kastaði 73,47 metra sl. sunnudag á móti í Marugame í Japan og átti þá þrjú köst yfir 73 metra.
 
Nánari upplýsingar um keppnina eru að finna á heimasíðu IAAF, en þar eru komnir inn keppendalistar í öllum greinum m.a. spjótkasti og stangarstökki kvenna, en 40 konur eru skráðar í stangarstökkinu á laugardaginn og 56 í spjótkasti kvenna á þriðjudaginn, þar sem þær Þórey Edda og Ásdís Hjálmsdóttir verða á meðal keppenda.
 
Á myndinni hér að ofan er Bergur að óska Þjóðverjanum Markus Esser til hamingu með sigur á móti í Crumbach í Þýskalandi fyrr í sumar, en Markus er eini keppandi Þýskalands í sleggjukastkeppninni á Ólympíuleikunum.
Markus á best 81,10 metra, en hefur kastað lengst 79,97 metra á þessu ári. Hann er í A-hópi eins og Bergur.
 
Sjá nánar: www.iaaf.org
meira...

Bergur Ingi kastaði 71,63 metra í Peking

Bergur Ingi Pétursson FH keppti í nótt í undankeppni sleggjukastsins í Peking í nótt.
Bergur kastaði 69,73m í fyrstu umferð, gerði ógilt í annari umferð og kastaði síðan 71,63m í síðustu umferð.
Hann varð í 13. sæti af 16 keppendum í fyrri kasthópi og í 25. sæti af 33 keppendum í keppninni.
Síðasta sæti inn í úrslit var 75,34 metra, svo Bergur hefði þurft að bæta Íslandsmet sitt um 86 sm til þess að ná því, en Íslandsmet hans er 74,48 metrar frá því fyrr í sumar. Bergur átti næst lakastan árangur af þeim sem kepptu í nótt, svo hann náði að vinna sjö kastara sem áttu betri árangur en hann í keppninni í nótt.
 
Þó svo að Bergur hafi ekki náð að kasta eins langt og hann hefði viljað í nótt, þá er þessi árangur hans á sínu fyrsta stórmóti alveg ásættanlegur og ljóst að með sama áframhaldi verður ekki langt að bíða að hann muni komast í úrslit á stórmótum í framtíðinni, enda er hann aðeins 22 ára og er því rétt að hefja sinn feril sem sleggjukastari.
 
Sjá nánar: www.iaaf.org
meira...

200 keppendur á MÍ 11-14 ára á Laugum um helgina 5

200 keppendur eru skráðir til keppni á Meistaramóti 11-14 ára sem fram fer á Laugum í umsjón HSÞ um helgina.
Forskráningu lauk á miðnætti í nótt og skráðu 16 félög og héraðssambönd keppendur á mótið.
Flestir keppendur koma frá ÍR eða 31, 27 eru frá UMSE, 26 frá HSK og 21 frá heimamönnum í HSÞ.
 
Nú verður í fyrsta sinn keppt í aldursflokki 11 ára stráka og stelpna á mótinu, en samþykkt var á þingi FRÍ í vor að bæta þessum árgangi við. Jöfn og góð skráning er í allar keppnisgreinar mótins og útlit er fyrir skemmtilegt mót á Laugum um helgina í góðu veðri skv. veðurspá fyrir helgina.
 
Nú er verðið að vinna í uppsetningu leikskrár fyrir mótið og ætti hún að vera tilbúin á morgun, fimmtudag og verður þá hægt að skoða hana í mótaforritinu hér á síðunni. Þar er hægt að sjá tímaseðil fyrir keppnina, en mótið hefst kl. 11:00 á laugardagsmorgun og eru áætluð mótslok um kl. 14:30 á sunnudaginn.
 
Nánari upplýsingar um MÍ 11-14 ára eru að finna undir mótaskrá hér á síðunni.
meira...
1 249 250 251 252 253 271
X
X