Þrú met á 3. Jólamóti ÍR

Þrjú aldursflokkamet voru sett á 3. Jólamóti ÍR, sem fram fór fram í sl. viku.
Stefán Árni Hafsteinsson ÍR varð fyrsti Íslendingurinn í flokki 15-16 ára sveina til að stökkva yfir fjóra metra í stangarstökki þegar hann sveif yfir 4.01m og setti glæsilegt sveinamet. Fyrra metið setti hann fyrir nokkrum dögum og stökk þá 3.85m.
 
meira...

London 2012

Stjórn FRÍ hefur að tillögu íþrótta- og afreksnefndar (ÍÞA) samþykkt að ýta úr vör undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í London árið 2012.
 
meira...

Sveinasveit FH bætti metin í 4x200m og 4x400m

Sveinasveit FH bætti þrjú aldursflokkamet á Jólamóti FH í gær. Fyrst hlupu þeir 4×200 m boðhlaup á tímanum 1:36,83 mín og bættu met sem sveit ÍR átti um 11/100 úr sek. Þá hlupu þeir 4×400 m boðhlaup á tímanum 3:40,65 mín og bættu sveinamet sem sveit ÍR átti um tæpar 4 sek. og einnig drengjametið (17-18 ára) sem sveit Breiðabliks átti um tæpar tvær sek.
meira...

Fellur Íslandsmet í Íslandsmetum á árinu?

Nú þegar árið 2007 er að renna sitt skeið stefnir allt í að Íslandsmet í Íslandsmetum gæti fallið á árinu. Friðrik Þór Óskarsson hefur haldið utan um skráningu afreka fyrir frjálsíþróttasambandið undanfarin níu ár án hvíldar og vonandi heldur hann áfram að vinna sitt mikla og mikilvæga starf fyrir sambandið áfram.
meira...

Innanhússmótaskráin á næsta ári

Upplýsingar um dagsetningar helstu innanhússmóta eru komnar inn undir mótaskrá hér á síðunni, en mótaskrá FRÍ fyrir allt árið verður tekin fyrir á fundi stjórnar nk. þriðjudag og í framhaldinu verða öll helstu mót á vegum FRÍ sett á netið.
meira...
1 242 243 244 245
X
X