Ólympíuhópur FRÍ með blogghorn

Ólympíuhópur FRÍ mun næstu mánuðina skiptast á að setja inn bloggfærslur á FRÍ síðuna. Þar munu þau greina frá helstu viðburðum í þeirra lífi og gengi í æfingum og keppni.
meira...

Frjálsíþróttaveisla í Laugardalnum um helgina – um 700 keppendur

Það er mikil frjálsíþróttahelgi framundan og ljóst að nýtt met verður slegið hvað varðar fjölda keppenda á innanhússmóti hingað til á Íslandi, því alls eru um 700 keppendur skráðir til leiks á Stórmót ÍR og Reykjavík International í frjálsum á laugardag og sunnudag. 638 keppendur eru skráðir í Stórmót ÍR í öllum aldursflokkum frá 8 ára og yngri og uppí fullorðinsflokka, en mótið stendur frá kl. 09:00-16:00 á laugardaginn og frá kl. 09:00-13:00 á sunnudaginn í Laugardalshöllinni.
Þá taka 87 keppendur þátt í alþjóðlegu boðsmóti, Reykjavík International á sunnudaginn frá kl. 14:30-16:30 í höllinni, þar sem allt okkar besta frjálsíþróttafólk keppir, ásamt 10 erlendum keppendum.
meira...

Reykjavík International – Stökkgreinar

Hástökk kvenna
Hástökk kvenna hefur verið ein mest spennandi keppnisgrein síðustu ára og verður engin breyting að þessu sinni. Átta gríðarlega jafnir keppendur eru mættir til leiks í grein þar sem allt getur gerst. Hin 15 ára Guðrún María Pétursdóttir, Breiðabliki, telst líklegust til sigurs og er 14 ára gamalt meyjamet Völu Flosadóttir 1.74m jafnvel í hættu.
meira...

Reykjavík International – 200m hlaup Karla og Kvenna

200m hlaup Karla
3 erlendir keppendur eru mættir til leiks til þess að keppa við hraðasta mann Íslands þessa stundina Svein Elías. Hann er í hörku formi þessa dagana og sýndi það fyrir jól þegar hann setti nýtt aldurflokkamet í 60m innanhúss 6.92sek. Það er því allt opið í þessum riðli og verður hörku barátta um öll sætin og má jafnvel búast við nýju Íslandsmeti.
meira...

Sjö sterkir Norðmenn koma á Reykjavík International

Gengið hefur verið frá samningi við Spron um að verða aðalstyrktaraðili Reykjavík International 20. janúar nk. Spron mun m.a. kosta boð erlendra keppanda á mótið og þá ætlar Spron að bjóða allt að 300 áhorfendum frítt á mótið (verður kynnt nánar síðar).
 
meira...

Góð þátttaka í Gamlárshlaupi ÍR

Gamlárshlaup ÍR fór fram í 32. sinn á Gamlársdag og eins og flestir vita var hvorki veðurspáin né veðrið sjálft upp á það besta en úr rættist og alls mættu 403 hlauparar og um 25 starfmenn galvaskir við Ráðhúsið. Veðrið hélst skaplegt fram yfir hlaupið og var almenn ánægja með hlaupið og voru margir sem klæddu sig upp í annað en aðeins hlaupaföt og mátti sjá pils- og jakkafataklædda hlaupara með neonlit hár og dreifandi Machintosh til starfsmanna og áhorfenda. Sigurvegari í karlaflokki var Kári Steinn Karlsson Breiðablik á 32.16 mín, Þorbergur Ingi Jónsson Breiðablik varð í 2. sæti á 34.08 mín og Sigurður Hansen Laugarskokk í 3. sæti á tímanum 37.13 mín.
meira...

Stórmót ÍR og Reykjavík International um aðra helgi

Um aðra helgi hefst innanhússtímabil frjálsíþróttafólks af fullum krafti, en þá fara fram tvö stórmót í Laugardalshöllinni. Stórmót ÍR, sem verið hefur eitt af fjölmennustu mótum ársins undanfarin ár fer fram á laugardegi og fyrri hluta sunnudags og verður keppt í öllum aldursflokkum í fjölmörgum keppnisgreinum á mótinu.
meira...
1 236 237 238 239 240
X
X