MÍ 15-22 ára – ÍR Íslandsmeistarar , Helga Margrét bætti fjögur met

Keppni á Meistaramóti Íslands 15-22 ára lauk í Laugardalshöllinni núna síðdegis.
Lið ÍR sigraði í heildastigakeppni mótsins og eru Íslandsmeistarar félagsliða 15-22 ára innanhúss 2008. ÍR hlaut samtals 330,5 stig, lið Breiðabliks varð í öðru sæti með 196 stig og lið FH varð í þriðja sæti með 168 stig, lið Fjölnis varð í fjórða sæti með 125 stig og lið
HSÞ varð í fimmta sæti með 102 stig.
 
meira...

Björn bætti metið í míluhlaupi í gær

Björn Margeirsson FH bætti í gærkvöldi ársgamalt Íslandsmet Sigurbjörns Árna Arngímssonar í míluhlaupi um 44/100 úr sek. þegar hann hljóp á 4:12,43 mín á Coca Cola móti FH í Laugardalshöll. Björn bætti sinn fyrri árangur um 75/100 úr sek., en hann hljóp á 4:13,28 mín á Reykjavík International þann 20
meira...

Skólaþríþraut FRÍ hefst 15. febrúar

Skólaþríþraut FRÍ verður endurtekin með svipuðu sniði og frá því í fyrra vetur. Öllum börnum í 6. og 7. bekk í grunnskólum landsins er boðið að taka þátt í þríþrautinni. Keppt verður í 400 m. hlaupi, kúluvarpi og hástökki. Sömu greinar og í fyrra en 400 í stað 120 m. Ein breytingin er að nú eru 6. og 7. bekk boðið að taka þátt en í fyrra voru það 5. og 6. bekkur. 40 grunnskólar víðsvegar af landinu tóku þátt í þríþrautinni í fyrra og voru 1200 þátttakendur samtals frá öllum skólunum. Forkeppnin mun standa yfir frá 15. febrúar til 10. maí og að henni lokinni fer fram úrslitamót í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum upp úr miðjum maí.
meira...
1 234 235 236 237 238 239
X
X