Helga Kristín hljóp 800m á 2:15,32 mín í Texas

Meistaramót 12-14 ára fer fram í Laugardalshöllinni um helgina í umsjón frjálsíþróttadeildar ÍR.
Skráningarfrestur fyrir mótið rennur út á miðnætti í kvöld, en skráning stendur yfir í mótaforriti FRÍ
hér á síðunni.
meira...

Sex einstaklingar hafa náð lágmörkum í 2012 Ólympíuhóp FRÍ

Eftir innanhúss keppnistímabilið eða frá síðust áramótum þá hafa sex einstaklingar úr fjórum félögum náð lágmarki inn í Ólympíuhóp 2012. Frá og með síðustu áramótum var tekin viðmiðunartafla í gildi frá 2008 -2012 og verður svokallaður London 2012 hópur myndaður út frá þeirri töflu. Árið er rétt að byrja og má reikna með því að það fjölgi töluvert í 2012 hópnum eftir utanhúss tímabilið í sumar. Margir einstaklingar voru mjög nærri því að komast inn í hópinn og munaði oft örfáum sentimetrum eða sekúndubrotum upp á.
meira...

Bergur Ingi í 9 sæti og nýtt Íslandsmet á kastmóti í Split

Nú er lokið sleggjukastkeppninni á vetrarkastmótinu í Split í Króatíu þar sem Bergur Ingi Pétursson úr FH tók þátt og endaði í 9 sæti af 20 keppendum. Bergur hefur verið í miklum framförum í sleggjunni undan farna mánuði og margbætt Íslandsmetið. Bergur kastaði 73 metra sletta í dag og setti nýtt glæsileg Íslandsmet í sleggjukasti, hann bætti sinn fyrri árangur um 2,48 metra og er nú einungis 1 m. frá Ólympíulágmarkinu fyrir Ólympíulekana í Peking í sumar.
meira...

Niðurstöður fundar um sjónvarpsmál

Lokaður fundur 19 íþróttasambanda um lítið aðgengni að sjónvarpi var haldinn síðastliðinn fimmtudag. Fundurinn var vel sóttur og voru umræður mjög góðar og gagnlegar. Tillaga var lögð fyrir fundinn um að ráðist yrði í að setja á stofn sjónvarpsstöð. Einnig komu fram hugmyndir um að leita samstarfs við starfandi sjónvarpsstöðvar.
meira...
1 231 232 233 234 235 240
X
X