Víðavangshlaup ÍR og Hafnarfjarðar á morgun, sumardaginn fyrsta. 5

Á morgun, sumardaginn fyrsta fara fram tvö hefðbundin víðavangshlaup hér á höfuðborgarsvæðinu.
 
Í Hafnarfirði fer Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fram og hefst það kl. 11:00 á Víðistaðatúni og 93. Víðavangshlaup ÍR fer fram við Ráðhús Reykjavíkur og hefst það kl. 12:00.
 
Nánari upplýsingar um hlaupin eru að finna á heimasíðum viðkomandi frjálsíþróttadeilda; www.frjalsar.is (FH) og www.irfrjalsar.com (ÍR) og á www.hlaup.is.
meira...

Kristín Birna með 5235 stig í sjöþraut

Kristín Birna Ólafsdóttir íslandsmethafi í sjöþraut úr ÍR keppti í sinni fyrstu þraut á þessu ári í gær og fyrradag í Bandaríkjunum. Kristín Birna hlaut samtals 5235 stig, sem er 167 stigum frá íslandsmeti hennar í greininni, sem hún setti árið 2006, en það er 5402 stig.
meira...

Bilun í mótaforriti

Eins og greint var frá hér á FRÍ síðunni þá var hafist handa við að flytja mótakerfi FRÍ til annarra hýsingaraðila. Því miður kom upp bilun í server og er unnið að viðgerðum. Því er ekki hægt að skoða úrslit, skrá ný mót eða úrslit úr skólaþríþraut sem stendur. Hraðað verður viðgerð eins og kostur er og serverinn kominn í fullan gang fyrir vikulok.
meira...

Mótaforrit tekið niður í dag.

Mótaforrit FRÍ verður tekið niður í dag vegna flutninga og má búast við því að ekki verði hægt að fara inn á það fyrr en á morgun. Reikna má með því að flutningurinn geti tekið allt að tvo sólahringa.
 
 
meira...

MÍ 12-14 ára – leiðrétting vegna fréttar í gær

Í frétt hér á síðunni í gær um MÍ 12-14 ára voru nokkar villur, sem hafa verið leiðréttar núna.
M.a. var stigakeppni milli félaga ekki rétt í mótaforritinu þegar fréttin var skrifuð, þar sem stig fyrir boðhlaupin voru ekki komin inn. Rétt er að ÍR sigraði heildarstigakeppnina með 635 stigum, lið Breiðabliks varð í öðru sæti með 168,5 stig og lið HSK varð í þriðja sæti með 154,5 stig. FH varð í fjórða sæti með 151,5 stig, UMSE í fimmta sæti með 105,5 stig og USÚ í sjötta sæti með 105 stig.
meira...

Kári Steinn Karlsson bætti 32 ára Íslandsmet í 10.000 m. hlaupi í nótt.

Kári Steinn Karlsson í Breiðablik sló 32 ára gamalt Íslandsmet Sigfúsar Jónssonar úr ÍR í 10.000 m. hlaupi. Met Sigfúsar var 30:10,0 mín sett 12/5 1976. Kári Steinn hljóp á 29:28,05 mín. Kári Steinn tók þátt í Stanford University Inivitational í Stanford í Kaliforníu USA sem fór fram í nótt að okkar tíma. Kári Steinn bætti sinn besta árangur um 62 sekúndur í þessu hlaupi. Fyrr í vetur hljóp Kári undir meti Jóns Diðrikssonar í 5000 utanhúss á innanhúsmóti en það met fékkst ekki staðfest sem innanhúsmet þar sem hringurinn var meira en 200 m langur.
meira...
1 228 229 230 231 232 238
X
X