Fréttir og úrslit í 1. maí hlaupum gærdagsins 5

1. maí hlaup UFA fór fram í gær í ágætis veðri miðað við það sem verið hefur undanfarna daga.
Þátttakendur voru 370 og hlupu 2, 4 eða 10 km. Góð þátttaka var í skólahlaupinu en 290 krakkar hlupu 2 km -og nokkrir tóku þátt í lengri vegalengdunum. Valsárskóli bar sigur úr bítum í skólakeppninni fimmta árið í röð. Að þessu sinni með þónokkrum yfirburðum, eða 54% þáttöku, Oddeyrarskóli var í öðru sæti með 16% þátttöku og Brekkuskóli í því þriðja með 15% þátttöku.
 
meira...

Þrjú götuhlaup á morgun, 1. maí.

Á morgun, 1. maí fara fram þrjú götuhlaup á vegum aðildarfélaga FRÍ. Á Akureyri fer 1. maí hlaup UFA fram og hefst kl. 13:00 á Glerártorgi. Þetta er árleg hlaup sem UFA hefur staðið fyrir allt frá fyrstu árum félagsins.
Allar upplýsingar um hlaupið er að finna á heimasíðu UFA; www.ufa.is
 
Í Grafarvogi fer 1. maí hlaup Olís og Fjölnis fram í 20 skipti og hefst hlaupið kl. 11:00 við Íþróttamiðstöðina við Dalhús í Grafarvogi.
 
Við Fífuna í Kópavogi fer svo þriðja hlaupið fram, en það er Hérahlaup Breiðabliks, en þetta er annað árið sem Breiðablik stendur fyrir þessu hlaupi, sem eins og nafnið bendir til býður upp á að elta "héra" á fyrirfram ákveðnu tempói.
 
Upplýsingar um tvö síðastnefndu hlaupin eru að finna hér á síðunni undir mótaskrá.
meira...

Sæl …

Silja
 
Jæja verðum við ekki að vera dugleg að blogga hérna… ég nenni ekki að bíða eftir ákveðinni röð svo ég bara skelli hérna inn nokkrum línum…
meira...

Óðinn bloggar

Óðinn
 
Jæja verður maður ekki að kynna sig. Ég heiti Óðinn Björn Þorsteinsson og er 26 ára kúluvarpari og íþróttafræðinemi í HR. Ég hef varpað kúlunni lengst 19.24 metra og gerði það síðasta haust en þarf að varpa kúlunni 19.80 metra til að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikanna.
meira...

Ólympíuárið 2008 hafið!

Silja
Jæja kannski það sé komið að einu bloggi – verður ekki einhver að byrja á þessu bloggi. Hef reynt í smá tíma að blogga en kerfið hefur ekki verið að vinna með mér. Við í Ólympíuhópnum ætlum að skiptast á að skrifa hér, um hvernig okkur gengur að æfa og hvernig undirbúningurinn fyrir Ól gengur. Við stefnum á að skrifa í hverri viku – svo rukkið okkur um það ef það gerist ekki …
meira...

Kári Steinn og Sigrún Fjeldsted með bætingar um helgina

Kári Steinn Karlsson Breiðablik keppti í 1500m hlaupi á Brutus Hamilton Invitational mótinu í Kaliforníu sl. laugardag og hljóp á 3:51,15 mín og varð í 5.sæti af 26 keppendum. Kári Steinn bætti sinn besta árangur um 3,25 sek., en hann átti best 3:54,40 mín fá sl. ári. Þá hljóp Kári Steinn 3000m fyrir hálfum mánuði á 8:18,18 mín, sem er rúmlega 1 sek. frá hans besta tíma í þeirri grein.
 
 
meira...

MÍ 11-14 ára fært til 16.-17. ágúst

Samþykkt var á þingi FRÍ um sl. helgi að breyta dagsetningu á MÍ 11-14 ára, sem fram átti að fara á Laugum 30.-31. ágúst og færa það fram til 16.-17. ágúst. Mótshaldari HSÞ hefur þegar staðfest að þessi breyting geti gengið af þeirra hálfu og fer mótið því fram á Laugum þessa helgi.
 
Eins og fram kom í fyrri frétt frá þinginu var einnig samþykkt að bæta 11 ára aldursflokki inn í mótið, þannig að nú heitir mótið MÍ 11-14 ára og verður keppt í sömu keppnisgreinum í flokki 11 ára stráka og stelpna og í 12 ára flokki stráka og stelpna. Þessi breyting tekur strax gildi, þannig að keppt verður í flokki 11 ára á mótinu í sumar.
meira...

Víðavangshlaup ÍR og Hafnarfjarðar á morgun, sumardaginn fyrsta. 5

Á morgun, sumardaginn fyrsta fara fram tvö hefðbundin víðavangshlaup hér á höfuðborgarsvæðinu.
 
Í Hafnarfirði fer Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fram og hefst það kl. 11:00 á Víðistaðatúni og 93. Víðavangshlaup ÍR fer fram við Ráðhús Reykjavíkur og hefst það kl. 12:00.
 
Nánari upplýsingar um hlaupin eru að finna á heimasíðum viðkomandi frjálsíþróttadeilda; www.frjalsar.is (FH) og www.irfrjalsar.com (ÍR) og á www.hlaup.is.
meira...
1 223 224 225 226 227 234
X
X