Þórey Edda stökk 4,20m í Saulheim – mótinu hætt vegna úrhellis

Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari úr FH stökk yfir byrjunarhæð sína 4,20 metra á sterku stangarstökksmóti í Saulheim í Þýskalandi í gær.
Keppninni var aflýst vegna úrhellis og þrumuveðurs þegar keppendur voru að stökkva á næstu hæð 4,30m.
 
Bergur Ingi Pétursson íslandsmethafi í sleggjukasti keppir á morgun á sterku sleggjukastmóti í Þýskalandi. Bergur Ingi fór fór utan í gær ásamt Eggerti Bogasyni þjálfara sínum og tveimur fyrrverandi íslandsmethöfum í sleggjukasti, þeim Guðmundi Karlssyni og Jóni Auðunni Sigurjónssyni.
Eftir mótið á morgun heldur Bergur Ingi til Kuortane í Finnlandi í æfingabúðir í þrjár vikur á vegum Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins.
meira...

Úrslit í Skólaþríþraut FRÍ og Iceland Express

Lokamótið í Skólaþríþraut FRÍ og Iceland Express fór fram í Laugardalshöllinni í dag.
16 efstu úr forkeppni skólanna var boðið að taka þátt í lokamótinu og mættu 43 krakkar úr 6. og 7. bekk frá öllum landshlutum á lokamótið í dag, en keppt í hástökki, kúluvarpi og 400m hlaupi.
Gefin voru stig fyrir árangur í öllum greinum sem myndaði samanlagðan heildarárangur.
Íþróttafólk úr landsliðshópi FRÍ aðstoði við framkvæmd mótsins, en þau komu saman um helgina til æfinga.
meira...

Aðalheiður María kastaði 48,06 í sleggjukasti

Aðalheiður María Vigfúsdóttir íslandsmethafi í sleggjukasti kastaði 48,06 metra á sínu fyrsta móti í sumar á Vormóti Kville í Gautaborg í gær. Íslandsmet hennar er 49,69 metrar frá sl. ári, svo þessi byrjun lofar góðu fyrir framhaldið í sumar. Aðalheiður keppir á sunnudaginn á Lyngby Games í Danmörku.
 
Þá keppti Sandra Pétursdóttir ÍR einnig á móti í Löten í Noregi og kastaði sleggjunni 45,64 metra og bætti sinni fyrri árangur um rúmlega tvo metra. Sandra er 19 ára á þessu ári og er íslandsmetið í flokki unglinga 19-20 ára 46,10 metrar, svo Sandra var mjög nálægt því að slá það í dag.
meira...

Lokamót Skólaþríþrautar FRÍ og Iceland Express á laugardaginn

Á laugardaginn fer fram lokamótið í Skólaþríþraut FRÍ og Iceland Express í Laugardalshöllinni og hefst mótið kl. 13:00. Alls fengu 64 nemendur í 6. og 7. bekk boð um að keppa á lokamótinu eða 16 efstu í hvorum aldursflokki af báðum kynjum. Samtals 47 skólar skiluðu inn úrslitum úr forkeppni í skólunum í vor og eiga 30 skólar víðsvegar af landinu fulltrúa í lokamótinu á laugardaginn. Smáraskóli í Kópavogi er með flesta keppendur í lokamótinu eða 9, Seljaskóli er með 7 og Hafnarskóli á Höfn er með 5.

meira...

Fjórir valdir til þátttöku á NM í fjölþrautum um aðra helgi

Fjórir keppendur hafa verið valdir til að taka þátt í Norðurlandameistaramóti unglinga í fjölþrautum, en mótið fer fram í Jyväskylä í Finnlandi 7.-8. júní nk.
Eftirfarandi keppendur voru valdir:
* Einar Daði Lárusson ÍR, keppir í tugþraut í flokki 18-19 ára.
* Sveinn Elías Elíasson Fjölni, keppir í tugþraut í flokki 18-19 ára.
* Guðrún María Pétursdóttir Ármanni, keppir í sjöþraut í flokki 17 ára og yngri.
* Helga Margrét Þorsteinsdóttir Breiðabliki, keppir í sjöþraut í flokki 17 ára og yngri.
 
meira...

Bergur Ingi tvíbætti Íslandsmetið og náði Ólympíulágmarki, kastaði 74,48 metra

Bergur Ingi Pétursson Íslandsmethafi í sleggjukasti úr FH tvíbætti Íslandsmet sitt og kastaði yfir Ólympíulágmarkinu á 3. Coca Cola móti FH í Kaplakrika í dag. Bergur bætti metið fyrst í 73,77 metra í fimmtu umferð og síðan 74,48 metra í síðustu umferð. Íslandsmet Bergs Inga var 73,00 metrar, en þeim árangri náði hann 15. mars sl. á Vetrarkastmóti Evrópu í Spilt. B-lágmarkið fyrir Ólympíuleikana í Peking er 74,00 metrar, þannig að Bergur Ingi kastaði 48 sm yfir lágmarkinu í dag. Kastsería Bergs var eftirfarandi: 72,70-72,89-óg-óg-73,77 og 74,48m.
meira...

Halldór Lárusson og Ágústa Tryggvadóttir Íslandsmeistarar í fjölþrautum

Meistaramóti Íslands í fjölþrautum og lengri boðhlaupum lauk á Skallagrímsvelli í Borgarnesi í dag.
Íslandsmeistari í tugþraut karla varð Halldór Lárusson FH með 5608 stig eftir harða keppni við Guðjón Ólafsson Breiðabliki, sem hlaut samtala 5573 stig. Halldór fékk engin stig fyrir fyrstu grein dagsins, 110m grindahlaup, þar sem honum hlekktist á.
Í sjöþraut kvenna varð Ágústa Tryggvadóttir Selfossi Íslandsmeistari með 4454 stig og Helga Þráinsdóttir ÍR varð í öðru sæti með 3006 stig.
meira...

MÍ í fjölþraut og lengri boðhlaupum, fyrri dagur

Fyrri keppnisdagur á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum og lengri boðhlaupum fór fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi í dag.
Ágætis árangur náðist í mörgum greinum í dag, enda veður ágætt og vindur innan löglegra marka í öllum greinum í þrautinni.
Sveit ÍR varð Íslandsmeistari í 3x800m boðhlaupi kvenna á 7:53,98 mín og karlasveit Breiðabliks sigraði í 4x800m boðhlaupi karla á 8:33,52 mín.
Halldór Lárusson FH hefur forystu í tugþraut karla, er kominn með 3281 stig.
Ágústa Tryggvadóttir Umf.Selfoss hefur forystu í sjöþraut kvenna með 2679 stig.
Í tugþraut drenga hefur Einar Daði Lárusson ÍR örugga forystu með 3724 stig.
Jón Kristófer Sturluson Breiðabliki hefur forystu í tugþraut sveina og Guðrún María Pétursdóttir í sjöþraut meyja.
 
Hægt er að sjá úrslit dagsins í mótaforritinu hér á síðunni.
Seinni dagur mótins hefst svo kl. 10:00 í fyrramálið.
 
meira...

Örn Davíðsson bætti drengjametið í spjótkasti, kastaði 62,99 metra

Örn Davíðsson FH setti glæsilegt drengjamet í spjótkasti þegar hann kastaði karlaspjótinu 62,99 m á Vormóti FH í gær. Örn bætti 10 ára gamalt drengjamet Sigurðar Karlssonar UMSS um rúman metra, en það var 61,83 metrar. Þá kastaði hann drengja kringlunni 57,99m á sama móti, sem er aðeins 1,63 metra frá metinu með 1,5kg kringlu.
 
Örn varpaði karlakúlunni 14,86 metra á 2. Vormóti Breiðabliks í vikunni, en metið í drengjaflokknum er 15,34m.
 
meira...

Björgvin Víkingsson bætti Íslandsmetið í Rehlingen, hljóp á 51,17 sek

Björgvin Víkinsson FH gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetið í 400m grindahlaupi á sterku móti í Rehlingen í Þýskalandi í dag. Björgvin hljóp á 51,17 sek. og bætti met Þorvaldar Víðis Þórssonar ÍR um 21/100 úr sek., en það var 51,38 sek., sett í St.Barbara 13.05.1983. Þessi árangur Björgvins kemur skemmtilega á óvart, en besti tími hans hingað til var 52,38 sek. frá árinu 2002. Hann byrjaði keppnistímabilið hinsvegar með hörkutíma í fyrradag, þegar hann hljóp á 52,39 sek. í Heusenstammer og sigraði örugglega. Hann fékk hinsvegar góða keppni í dag á 44. Internationales Leichtathletik Sportfest í Rehlingen, en Björgvin varð í 3. sæti í hlaupinu, Henni Kechi frá Frakklandi sigraði á 50,13 sek og í öðru sæti varð Richard Yates frá Bretlandi á 50,63 sek.
meira...
1 223 224 225 226 227 236
X
X