Unglingametið í 1000m boðhl. féll í Bikarkeppni FRÍ

Nú er komið á daginn að eitt aldursflokkamet fékk í 43. Bikarkeppni FRÍ á dögunum, en það var sveit ÍR sem bætti 55 ára gamalt unglingamet (19-20 ára) í 1000m boðhlaupi. Sveit ÍR skipuðu þrír 18 ára drengir og einn 19 ára, en þetta voru þeir Heimir Þórisson, Brynjar Gunnarsson, Börkur Smári Kristinsson og Einar Daði Lárusson.
Sveitin kom í mark í 3. sæti á 2:00,11 mín og bætti þar með met sveitar Ármanns frá árinu 1953, en þá sveit skipuðu engu minni kappar en Þorvaldur Búason, Hilmar Þorbjörnsson, Þórir Þorsteinsson og Heiðar Jónsson.
 
Elsta met sem ennþá stendur í metaskrá Frjálsíþróttasambandsins er frá árinu 1950 og einnig í 1000m boðhlaupi, en þá hljóp landssveit Íslands á 1:55,0 mín á Bislet leikvanginum í Osló. Þá sveit skipuðu þeir Finnbjörn Þorvaldsson, Haukur Clausen, Ásmundur Bjarnason og Guðmundur Lárusson. Þessir kappar voru þá á heimleið eftir frægðarför á Evrópumeistaramótið í Brussel, sem fram fór skömmu áður. Örn Clausen var ekki í þessari sveit vegna þess að hann hljóp með blandaðri sveit hlauparar frá ýmsum löndum, en sú sveit setti óstaðfest heimsmet í þessu sama hlaupi.
 
Síðustu áratugi hefur aðeins verið keppt í þessari skemmtilegu boðhlaupsgrein í Bikarkeppni FRÍ og á Landsmótum UMFÍ. Í landskeppnum og á stórmótum er alltaf keppt í 4x100m og 4x400m boðhlaupum.
meira...

Óðinn Björn kastaði 59,11m í kringlukasti

Óðinn Björn Þorsteinsson FH bætti sinn besta árangur í kringlukasti á 9. Coca Cola móti FH í Kaplakrika á laugardaginn, þegar hann kastaði 59,11 metra, en hann átti best 57,88 metra frá árinu 2005. Óðinn hefur átt í vandamálum með að varpa kúlu vegna meiðsla í fingri og hefur því verið að kasta kringlu að undanförnu með góðum árangri. Þetta er sjötti besti árangur íslensks kringukastara frá upphafi.
Jón Bjarni Bragason Breiðabliki varð í öðru sæti í keppninni, kastaði 46,82 metra og Örn Davíðsson FH í þriðja sæti með 44,77 metra, sem er hans besti árangur í greininni.
meira...

Metabætingar í stangarstökki á Laugum, Bjarki stökk 4,68m

Góður árangur náðist í stangarstökki á Júlímóti HSÞ á Laugum sl. föstudag og féllu metin í fjórum aldursflokkum unglinga í stangarstökki. Bjarki Gíslason UFA bætti eigin árangur og met í þremur aldursflokkum unglinga þegar hann vippaði sér yfir 4,68 metra, en gamla metið hans var 4,64 metrar, sett í Gautaborg fyrir hálfum mánuði.
Þetta er því nýtt íslandsmet í drengjaflokki 17-18 ára, unglingaflokki 19-20 ára og ungkarlaflokki 21-22 ára, en Bjarki verður 18 ára á þessu ári. Þetta er fimmti besti árangur íslensks stangarstökkvara frá upphafi, en í fjórða sætinu situr þjálfari Bjarka, Gísli Sigurðsson með 4,80 metra og er ekki ólíklegt að það sé næsta markmið Bjarka að stökkva hærra en þjálfarinn gerði á sínum tíma, eða fyrir réttum 23 árum.
 
Þá bætti Gísli Brynjarsson Breiðabliki eigið íslandsmet í flokki sveina 15-16 ára um 2 sm, þegar hann stökk yfir 3,92 metra, en gamla metið setti hann á MÍ í fjölþrautum í maí.
 
Þá stökk Gauti Ásbjörnsson UMSS 4,48 metra, Guðjón Ólafsson Breiðabliki stökk 4,20 metra og Þorsteinn Ingvarsson HSÞ stökk 4,06 metra.
 
Heildarúrslit frá Júlímóti HSÞ eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
 
meira...

Helga Margrét í 12. sæti fyrir síðustu grein

Helga var nokkuð frá sínu besta bæði í langstökki og spjótkasti og átti bara tvö gild köst í spjótkastinu. Spurningin er hvað Helga gerir í 800 m. hlaupinu sem er síðasta greinin. Hún á góða möguleika á því að komast upp um nokkur sæti þar sem hún er góð í þessari grein miðað við keppinautana. Helga þarf að hlaupa mjög gott 800 m. hlaup til þess að eiga möguleika á því að bæta Íslandsmetið sitt í greininni – en ekki er hægt að útiloka það ennþá. Til þess að jafna Íslandsmetið þarf hún að fá 867 stig fyrir 800 m. hlaupið. Hún hljóp á 2:19,08 (836 stig) í Prag – en á betri tíma eða: 2:16,54 frá Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri Hengelo sl. sumar og 2:17,72 frá því á NM í Finnlandi í júní.
 
meira...

Helga Margrét í 7. sæti í sjöþrautinni á HM 19 ára og yngri með 5516 stig

Að verða í 7. sæti sem er alveg frábær árangur þar sem Helga Margrét er tveimur árum yngri en flestir keppinautarnir. Helga getur keppt aftur á þessu móti eftir 2 ár og verður þá 19 ára.
 
Það vekur athygli að Carolin Schäfer sem sigraði keppnina, með PB 5833 stigum – er jafgömul Helgu, en þær eru báðar á 17. ári – og verða ekki 17 ára fyrr en í lok ársins. Sannarlega efnilegar stúlkur þar á ferðinni.
 
 
meira...

Helga Margrét stefnir ennþá á bætingu á Íslandsmetinu í sjöþraut kvenna.

Helga Margrét stökk 5,62 m í langstökkinu áðan, fékk fyrir það 735 stig og varð í 15. sæti. Samanlagt er hún þá í 10. sæti í þrautinni með 4053 stig þegar tvær greinar eru eftir. Hún stökk 5,57 m (720 stig) í þrautinni í Prag um daginn þegar hún bætti Íslandsmetið og er árangur hennar því orðin 25 stigum betri en þá og góð von um að hún bæti metið aftur.
 
meira...

Þriðja Gullmót IAAF í Róm í kvöld – Fimm eftir í baráttu um gullpottinn

Þriðja Gullmót IAAF fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld. Fimm íþróttamenn eiga ennþá möguleika á að fá hlutdeild í milljón dala gullpotinum, sem þeir fá sem vinna sínar greinar á öllum sjö mótum sumarsins.
Þeir sem unnu sigur á fyrstu tveimur Gullmótunum í Osló og Berlín voru:
* Bernshawn Jackson, Bandaríkjunum, 400m grindahlaup.
* Hussein Al-Sabee, Saudi Arabíu, langstökk.
* Blanka Vlasic, Króatíu, hástökk.
* Josephine Onyia, Spáni, 100m grindahl.
* Pamela Jelimo, Keníu, 800m (en hún er aðeins 18 ára).
 
Upptaka frá Gullmótinu í Róm verður sýnd í Ríkissjónvarpinu kl. 13:00 á morgun, laugardag og kemur Sigurbjörn Árni Arngrímsson nú aftur inn sem annar þulur á RUV.
Sjá nánar: www.iaaf.org
 
meira...

Helga Margrét er í 7. sæti eftir fyrri dag, bæting í 200m

Helga Margrét Þorsteinsdóttir er í 7. sæti á HM unglinga í sjöþraut eftir fyrri keppnisdag. Helga hljóp 200m á 24,95 sek.(-0,5m/s) og bætti sinn besta árangur um 12/100 úr sek. Helga varð í 5. sæti í 200m hlaupinu og vann sig upp um fjögur sæti úr því ellefta í sjöunda sæti. Helga fékk 891 stig fyrir 200m hlaupið og er komin með samtals 3318 stig.
Þetta er 10 stigum meira en hún var með eftir fyrri dag, þegar hún setti íslandsmet sitt í sl. mánuði, 5524 stig.
Seinni dagur sjöþrautarkeppninnar í Bydgoszcz hefst síðan eftir hádegi á morgun, en þá verður keppt í langstökki, spjótkasti og að lokum 800m hlaupi. Ef allt gengur upp á morgun á Helga góða möguleika á því að bæta íslandsmet sitt. Í metþrautinn stökk Helga 5,57m í langstökki, kastaði spjótinu 39,62m og hljóp 800m á 2:19,08 mín.
Árangur Helgu í dag:
100m grind: 15,07s (-1,5m/s)
Hástökk: 1,72m (bæting um 1 sm)
Kúluvarp: 12,73m
200m: 24,95s (-0,5m/s, bæting um 12/100 úr sek.).
 
Sjá nánar: www.iaaf.org
meira...

11. Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn – Skráning hafin

Undirbúningi fyrir 11. Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn miðar vel áfram en mótið verður haldið dagana 1.-3. ágúst í sumar. Á mótinu verður keppt í frjálsíþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, knattspyrnu,
körfuknattleik, motocross, skák og sundi. Nánari upplýsingar um einstaka greinar og flokka í keppnsigreinum má sjá á heimasíðu mótsins www.ulm.is
 
Ragnar Sigurðsson, formaður Unglingalandsmótsnefndar, sagði í samtali við HSK fréttir að uppbygging mannvirkja sé að áætlun og verið sé að leggja gerviefni á hlaupabrautir þessa dagana og stefnt er að því að þeim framkvæmdum ljúki um helgina.
,,Það er í mörg horn að líta og fram að þessu hefur allt gengið samkvæmt áætlun.
Ég er með gott starfsfólk í kringum mig sem skiptir miklu máli,"
sagði Ragnar Sigurðsson formaður unglingalandsmótsnefndar í Þorlákshöfn í samtali við blaðið.
 
Fréttin er úr Fréttabréfi HSK
meira...

Helga í 3. sæti í kúluvarpinu, er í 11. sæti eftir þrjár greinar

Helga Margrét varpaði kúlunni 12,83 metra í þriðju keppnisgrein sjöþrautakeppninnar á HM unglinga.
Þetta var þriðja lengsta kastið í keppninni og nálægt hennar besta árangri, en hún á best 13,17 metra frá sl. ári og
12,87m best á þessu ári. Helga fór upp um tvö sæti eftir kúluvarpið og er sem stendur í 11. sæti komin 2427 stig, sem er 11 stigum minna en í metþraut hennar fyrir tæplega einum mánuði. Í metþautinni þá hljóp hún 100m grind á 14,92s, stökk 1,71m í hástökki, varpaði kúlunni 12,87 metra og hljóp 200m á 25,18 sek. Síðasta keppnisgrein dagsins er 200m hlaup, en það er á dagskrá kl. 16:45. Helga hleypur í síðasta riðli á 8. braut. Keppnin er gríðarlega jöfn og spennandi, sem dæmi um það þá mundar aðeins 78 stigum á 4. sæti (2491 stig) og 13. sæti (2413 stig) eftir fyrstu þrjár greinarnar.
Nánar: www.iaaf.org
meira...
1 221 222 223 224 225 239
X
X