66. Vormót ÍR í kvöld kl. 20:00

Í kvöld fer 66. Vormót ÍR fram á Laugardalsvelli og hefst mótið kl. 20:00. 107 keppendur er skráðir í mótið, sem er fyrsta stóra mótið hér heima í sumar. Margt af besta frjálsíþróttafólki mótsins er skráð til leiks í kvöld.
Keppt verður í 12 greinum karla og 10 greinum kvenna og má búast við spennandi keppni í flestum greinum, en þetta er síðasta mótið fyrir val á landsliði Íslands fyrir Evrópubikarkeppni landsliða, sem fram fer í Tallinn 21.-22. júní nk. Fjölmennustu keppnisgreinar mótsins eru 100m hlaup karla (20), 100m kvenna (14), 200m karla (13) og langstökk kvenna (12). Að venju er keppt í Kaldalshlaupinu, 3000m hlaupi karla til minningar um Jón Kaldal stórhlaupara og þar er m.a. Kári Steinn Karlsson, Íslandsmethafi í 5000m og 10.000m hlaupum skáður til leiks.
 
Nánari upplýsingar um 66. Vormót ÍR s.s. tímaseðil og keppendalista eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
 
meira...

Þrjú met bætt í sveina- og drengjaflokkum

Þrjú met, eitt í sveinaflokki og tvö í drengjaflokki voru bætt í mótum í gær og um helgina.
Örn Davíðsson FH bætti eigið drengjamet í spjótkasti á 5. Coca Cola móti FH í Kaplakrika í gærkvöldi þegar hann kastaði 63,18 metra. Gamla metið hans var 62,99 metrar sett í síðasta mánuði.
Þá bætti Bjarki Gíslason UFA drengjamet Sveins Elíasar Elíassonar í stangarstökki á móti á Laugum um helgina, en hann stökk yfir 4,45 metra, met Sveins var 4,40 metrar frá sl. sumri.
Og að lokum bætti Ásgeir Trausti Einarsson USVH sveinametið í spjótkasti á 9. Innanfélagsmóti ÍR á Laugardalsvelli í gær, samkvæmt óstaðfestum fréttum kastaði Ásgeir Trausti 66,23 metra, en gamla metið átti Bogi Eggertsson FH, sem var 64,40 metrar frá sl. ári (úrslit frá mótinu eru ekki komin inn í mótaforritið ennþá).
 

meira...

Bætingar í Regensburg í gær

Fimm íslenskir frjálsíþróttamenn kepptu á Sparkassen Gala í Regensburg í Þýskalandi í gær.
Mótið var sterkt, en flest besta frjálsíþróttafólk Þýskalands tók þátt í mótinu, auk íþróttamanna frá öðrum löndum.

meira...

Helga Margrét og Sveinn Elías Norðurlandameistarar 5

Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni og Sveinn Elías Elíasson Fjölni urðu í dag Norðurlandameistarar í fjölþrautum í Jyväskylä í Finnlandi.
Margrét sigraði í sjöþraut 17 ára og yngri með nokkrum yfirburðum, en hún hlaut samtals 5520 stig, í öðru sæti varð Josephine Rohr frá Svíþjóð með 5267 stig og Lisa Minell frá Svíþjóð varð í þriðja sæti með 4997 stig. Helga stökk 5,48m í langstökki, kastaði spjóti 41,87m og hljóp að lokum 800m á 2:17,87 mín. Þetta er besti árangur sem Helga Margrét hefur náð í sjöþraut og stúlknamet, en gamla metið var 5428 stig sem Helga Margrét átti sjálf frá sama móti á sl. ári. Guðrún María Pétursdóttir varð í 10. sæti með 4035 stig.
meira...

NM í fjölþrautum unglinga – Helga og Sveinn með forystu eftir fyrri dag

Nú er lokið keppni á fyrri degi á Norðurlandameistaramóti unglinga í fjölþrautum í Jyväskylä í Finnlandi.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur forystu í sjöþraut í flokki 17 ára og yngri, hefur hlotið 3270 stig.
Í öðru sæti er Josephine Rohr frá Svíþjóð með 3228 stig og Lisa Linell frá Svíþjóð er í þriðja sæti með 3008 stig. Guðrún María Pétursdóttir er í 10. sæti eftir fyrri dag með 2576 stig.
Árangur Helgu og Guðrúnar í einstökum greinum í dag (árangur Helgu á undan).
100m grind: 14,59s / 15,86s (-0,1m/s)
Hástökk: 1,64m / 1,64m
Kúluvarp: 13,03m / 8,41m (3.0kg)
200m: 25,28 sek. / 27,95 sek.
meira...

Þórey Edda keppir líka í Regensburg á sunnudaginn 5

órey Edda Elísdóttir FH keppir í stangarstökkinu á hinu sterka frjálsíþróttamóti í Regensburg á sunnudaginn. Þetta er þriðja mót Þóreyjar á þessu ári, en hún er búin að stökk 4,20 metra í ár. Stangarstökkskeppin í Regensburg er sterk eins og aðrar greinar, en allar ellefu sem skráðar eru til leiks eiga frá 4,31m til 4,60 metra best. Þess má einnig geta að breska landsliðskonan Emma Ania, sem á íslenskan kærasta og bjó um tíma á Íslandi og keppti þá fyrir FH er einnig skráð í mótið, en hún á best 11,31 sek. í 100m hlaupi.
meira...

Íris Anna Skúladóttir setti Íslandsmet í 3000m hindrunarhlaupi á Vormóti Fjölnis, 11:14,73 mín

Íris Anna Skúladóttir Fjölni bætti í kvöld Íslandsmet Guðrúnar Báru Skúladóttur HSK í 3000m hindrunarhlaupi á Vormóti Fjölnis, sem fram fór á Laugardalsvelli í kvöld. Íris Anna hljóp á 11:14,73 mín en met Guðrúnar Báru var 11:23,14 mín sett í Tallinn árið 2002. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Íris Anna keppir í þessari grein, en hún hljóp vegalengdina í fyrsta skipti á Vormóti Breiðabliks fyrir skömmu og var þá aðeins örfá sekúndubrot frá metinu.
Búast má við að Íris eigi eftir að bæta metið enn frekar á næstu vikum, en þetta er keppnisgrein í Evrópubikarkeppni landsliða í Tallinn seinna í þessum mánuði.
Glæsilegur árangur hjá Írisi sem verður 19 ára á þessu ári – til hamingu!
meira...

NM unglinga í fjölþrautum um helgina og sex keppa í Regensburg

Um helgina fer fram Norðurlandameistaramót unglinga í fjölþrautum í Jyväskylä í Finnlandi.
Fjórir íslenskir unglingar taka þátt í mótinu, þeir Einar Daði Lárusson ÍR og Sveinn Elías Elíasson Fjölni keppa í tugþraut í flokki 18-19 ára og Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni og Guðrúna María Pétursdóttir Breiðabliki keppa í sjöþraut í flokki 17 ára og yngri.
meira...

Óðinn Björn með 19,14 metra í kúluvarpi í kvöld

Óðinn Björn Þorsteinsson FH varpaði kúlunni 19,14 metra á 4. Coca Cola móti FH í Kaplakrika í kvöld.
Þetta er besti árangur Óðins á þessu ári, en hann á best 19,24 metra frá sl. ári, en hann var búinn að kasta engst 18,67 metra í vor. B-lágmarkið fyrir Ólympíuleikana er 19,80 metrar.
 
Þá kastaði Örn Davíðsson FH spjótinu 62,96 metra á kvöld, sem er aðeins 3 sm frá drengjametinu, sem hann setti fyrir tveimur vikum. Annar í spjótkastinu varð Guðjón Ólafsson Breiðabliki með 59,15 metra sem er persónulegt met hjá honum.
 
meira...

Bergur Ingi í 3.sæti í Fränkisch Crumbach með 73,59 metra

Bergur Ingi Pétursson Íslandsmethafi í sleggjukasti úr FH varð í 3. sæti á sterku sleggjukastmóti í Fränkisch Crumbach í Þýskalandi í dag.
Bergur kastaði lengst 73,59 metra sem er aðeins 89 sm frá Íslandsmetinu sem hann setti fyrir viku síðan í Kaplakrika.
Kastsería Bergs var mjög góð í dag: 70,62-óg-73,59-73,32-71,20-óg.
Markus Esser Þýskalandi sigraði á mótinu í dag með 77,22 metra og Jens Rautenkranz Þýslalandi varð í öðru sæti með 76,19 metra.
Í fjórða sæti varð Markus Kalmaier Þýskalandi með 72,83m og Benjamin Boruschewski Þýskalandi var fimmti með 72,50m.
Bergur Ingi er sem stendur í 35. sæti heimslistans í sleggjukasti með Íslandsmet sitt 74,48 metra, Markus Esser er í 14. sæti listans og Jens Rautenkranz er í 19. sæti.
Á myndinni takast þeir Bergur Ingi og Markus Esser hraustlega í hendur á verðlaunapallinum.
meira...
1 221 222 223 224 225 236
X
X