Íris Anna Skúladóttir rétt við Íslandsmetið í 3000m hindrunarhlaupi

Íris Anna Skúladóttir Fjölni var nálægt því að bæta Íslandsmet kvenna í 3000m hindrunarhlaupi á 1. Vormóti Breiðabliks, sem fram fór á Kópavogsvelli í kvöld. Íris Anna hljóp á 11:23,87 mín, en Íslandsmet Guðrúnar Báru Skúladóttur HSK er 11:23,14 mín frá árinu 2002. Þessi árangur Írisar er nýtt unglinga (19-20 ára) og ungkvennamet (21-22 ára), en Íris er 19 ára á þessu ári. Þetta var fyrsta keppni Írisar Önnu í þessari grein og lofar árangurinn góðu fyrir framhaldið í sumar.
 
Þá hljóp Sveinn Elías Elíasson Fjölni vel í sínu fyrsta 100m hlaupi í vor, en hann kom í mark á 10,87 sek, en meðvindur var örlítið yfir leyfilegum mörkum, eða 2,1 m/s. Besti árangur Sveins er 10,66 sek. frá sl. ári, svo þessi byrjun er mjög góð hjá honum.
 
Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki sigraði í 100m hlaupi kvenna á 12,75 sek. og í 100m grindahlaupi á 15,50 sek. Björgvin Víkingsson FH sigraði í 110m grindahlaupi karla á 15,45 sek. Stefán Guðmundsson Breiðabliki sigraði í 3000m hindrunarhlaupi á 9:32,47 mín og Sigurbjörn Árni Arngrímsson HSÞ í 800m hlaupi á 1:58,81 mín. Í þrístökk stökk Andri Snær Ólafsson Breiðabliki 12,97 metra.
 
Heildarúrslit eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
 
meira...

13 ára stúlka fékk sleggju í höfuðið í Bålsta

Það óhapp átti sér stað á vorkastmótinu í Bålsta í Svíþjóð á laugardaginn að 13 ára telpa fékk 2 kg sleggju í höfuðið í upphitun fyrir keppni, en eins og fram kom í síðustu frétt hér á síðunni þá voru þeir Bergur Ingi Pétursson, Óðinn Björn Þorsteinsson og Eggert Bogason þjálfari þeirra á mótinu.
meira...

Bergur Ingi kastaði 70,83m og Óðinn Björn 18,67m í Bålsta

Á vorkastmóti í Bålsta í Svíþjóð kepptu Óðinn Björn Þorsteinsson í kúluvarpi og Bergur Ingi Pétursson í sleggjukasti. Þeir sigruðu báðir í sínum greinum Óðinn Björn byrjaði keppnistímabilið með 18,67 m í kúluvarpi sem góður árangur hjá honum og gefur fyrirheit um enn betri árangur á næstu vikum. Bergur Ingi sigraði í sleggjukastinu og kastaði hann sleggjunni 70,83. Þjálfari þeirra Eggert Bogason var með þeim á mótinu.
Þess má geta að mótinu var frestað í 2 klukkutíma vegna óhapps og þurftu keppendur að undirbúa sig tvisvar fyrir kastgreinarnar sem er ekki heppilegt ef menn vilja bæta sig.
 
Fréttin er af www.frjalsar.is
meira...

Þórey Edda stökk 4,20 metra í Doha og varð í 4.sæti

Þórey Edda Elísdóttir varð í 4. sæti á Super Grand Prix móti IAAF í Katar í kvöld, stökk 4,20 metra.
Silke Spiegelburg sigraði, stökk 4,50 metra, Yuliya Golubahikova varð í öðru sæti stökk 4,40 metra og Carolin Hingst varð í þriðja sæti, stökk 4,20 metra eins og Þórey Edda. Martina Strutz varð í fimmta sæti með 4,20 metra og Cathrine Larsåsen rak lestina með 4,00 metra. Þetta var fyrsta mót Þóreyjar á þessu ári.
 
Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum á mótinu m.a. kastaði Andreas Thorkildsen 87,59 metra í spjótkasti, David Oliver hljóp 110m grind á 12,95 sek., Allyson Felix hljóp 100m á 10,93 sek. og 400m á 49,83 sek og Blanka Vlasic stökk 2,03 metra í hástökki svo eitthvað sé nefnt.
 
meira...

Þórey Edda keppir á Grand Prix móti í Doha í kvöld 5

Þórey Edda Elísdóttir Íslands- og Norðurlandamethafi í stangarstökki úr FH keppir í kvöld á Super Grand Prix móti IAAF í Doha í Katar. Þórey Edda hefur ekki keppti síðan á HM í Oska í ágúst á sl. ári, en hún hefur átt í erfiðleikum í vetur vegna hásinameiðsla, en hún er nú betri af þeim. Þórey keppti á þremur mótum á sl. ári og stökk þá hæst 4,40 metra, en Íslands- og Norðulandamet hennar er 4,60 metra frá árinu 2004.
 
meira...

Fréttir og úrslit í 1. maí hlaupum gærdagsins 5

1. maí hlaup UFA fór fram í gær í ágætis veðri miðað við það sem verið hefur undanfarna daga.
Þátttakendur voru 370 og hlupu 2, 4 eða 10 km. Góð þátttaka var í skólahlaupinu en 290 krakkar hlupu 2 km -og nokkrir tóku þátt í lengri vegalengdunum. Valsárskóli bar sigur úr bítum í skólakeppninni fimmta árið í röð. Að þessu sinni með þónokkrum yfirburðum, eða 54% þáttöku, Oddeyrarskóli var í öðru sæti með 16% þátttöku og Brekkuskóli í því þriðja með 15% þátttöku.
 
meira...

Þrjú götuhlaup á morgun, 1. maí.

Á morgun, 1. maí fara fram þrjú götuhlaup á vegum aðildarfélaga FRÍ. Á Akureyri fer 1. maí hlaup UFA fram og hefst kl. 13:00 á Glerártorgi. Þetta er árleg hlaup sem UFA hefur staðið fyrir allt frá fyrstu árum félagsins.
Allar upplýsingar um hlaupið er að finna á heimasíðu UFA; www.ufa.is
 
Í Grafarvogi fer 1. maí hlaup Olís og Fjölnis fram í 20 skipti og hefst hlaupið kl. 11:00 við Íþróttamiðstöðina við Dalhús í Grafarvogi.
 
Við Fífuna í Kópavogi fer svo þriðja hlaupið fram, en það er Hérahlaup Breiðabliks, en þetta er annað árið sem Breiðablik stendur fyrir þessu hlaupi, sem eins og nafnið bendir til býður upp á að elta "héra" á fyrirfram ákveðnu tempói.
 
Upplýsingar um tvö síðastnefndu hlaupin eru að finna hér á síðunni undir mótaskrá.
meira...
1 221 222 223 224 225 233
X
X