Norðurlandameistaramót öldunga í Laugardalshöll um helgina

Um helgina fer fram Norðurlandameistaramót öldunga í Laugardalshöllinni. 264 keppendur hafa skráð sig til þátttöku, en keppt er í öllum hefðbundnum innanhússgreinum, auk lóðkasts og 3000m göngu. Allar keppnisgreinar fara fram í Laugardalshöllinni fyrir utan lóðkastið sem fer fram í reiðhöll Gusts í Kópavogi kl. 12:00 á sunnudaginn.
meira...

Kári Steinn hljóp 5000m á 14:08,58 mín í Seattle

Kári Steinn Karlsson Breiðabliki keppti í 5000m hlaupi innanhúss í Seattle í Washington á föstudaginn og hljóp á 14:08,58 mín og varð í þriðja sæti í hlaupinu og setti nýtt skólamet í Berkeley háskólanum, þar sem hann stundar nám og keppir fyrir skólann.
meira...

Bergur Ingi bætti Íslandsmetið í sleggjukasti í 70,52 metra

Bergur Ingi Pétursson Íslandsmethafi í sleggjukasti úr FH, bætti Íslandsmet sitt um 22 sm á Vetrarkastmót í Kaustisen í Finnlandi í dag þegar hann kastaði sleggjunni 70,52 metra. Gamla metið var 70,30 metrar frá sl. ári, en Bergur Ingi bætti Íslandsmetið alls fimm sinnum á árinu 2007, úr 66,28 metrum í 70,30 metra.
meira...

Helga Margrét bætti Íslandsmetið í fimmtarþraut um 175 stig

Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni bætti Íslandsmet Kristínar Birnu Ólafsdóttur ÍR í fimmtarþraut kvenna í dag um 175 stig á Meistaramóti Íslands í Laugardalshöll. Árangur Helgu var jafn og góður í þrautinni og bætti hún m.a sinn besta árangur í hástökki, stökk 1,67 metra.
meira...
1 216 217 218 219 220 223
X
X