Skólaþríþraut FRÍ hefst 15. febrúar

Skólaþríþraut FRÍ verður endurtekin með svipuðu sniði og frá því í fyrra vetur. Öllum börnum í 6. og 7. bekk í grunnskólum landsins er boðið að taka þátt í þríþrautinni. Keppt verður í 400 m. hlaupi, kúluvarpi og hástökki. Sömu greinar og í fyrra en 400 í stað 120 m. Ein breytingin er að nú eru 6. og 7. bekk boðið að taka þátt en í fyrra voru það 5. og 6. bekkur. 40 grunnskólar víðsvegar af landinu tóku þátt í þríþrautinni í fyrra og voru 1200 þátttakendur samtals frá öllum skólunum. Forkeppnin mun standa yfir frá 15. febrúar til 10. maí og að henni lokinni fer fram úrslitamót í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum upp úr miðjum maí.
meira...

Reykjavík International – 400m hlaup karla og kvenna

400m hlaup Karla   Nafn Félag Tími Ragnar Frosti Frostason “82 UMSS 49.04 Tormod Hjortnæs Larsen “86 NOR 48.24 Birgir Örn Strange “88 Bblik 49.76 Trausti Stefánsson “85 FH 50.13 Þorkell Einarsson “91 FH 51.95 Brynjar Gunnarsson “89 ÍR 51.60 Guðmundur H. Guðmundsson “91 FH 53.69   Íslandsmet karla – 48,73 -Bjarni Stefánsson Ársbesta 2007 […]

meira...

Ólympíuhópur FRÍ með blogghorn

Ólympíuhópur FRÍ mun næstu mánuðina skiptast á að setja inn bloggfærslur á FRÍ síðuna. Þar munu þau greina frá helstu viðburðum í þeirra lífi og gengi í æfingum og keppni.
meira...

Frjálsíþróttaveisla í Laugardalnum um helgina – um 700 keppendur

Það er mikil frjálsíþróttahelgi framundan og ljóst að nýtt met verður slegið hvað varðar fjölda keppenda á innanhússmóti hingað til á Íslandi, því alls eru um 700 keppendur skráðir til leiks á Stórmót ÍR og Reykjavík International í frjálsum á laugardag og sunnudag. 638 keppendur eru skráðir í Stórmót ÍR í öllum aldursflokkum frá 8 ára og yngri og uppí fullorðinsflokka, en mótið stendur frá kl. 09:00-16:00 á laugardaginn og frá kl. 09:00-13:00 á sunnudaginn í Laugardalshöllinni.
Þá taka 87 keppendur þátt í alþjóðlegu boðsmóti, Reykjavík International á sunnudaginn frá kl. 14:30-16:30 í höllinni, þar sem allt okkar besta frjálsíþróttafólk keppir, ásamt 10 erlendum keppendum.
meira...

Reykjavík International – Stökkgreinar

Hástökk kvenna
Hástökk kvenna hefur verið ein mest spennandi keppnisgrein síðustu ára og verður engin breyting að þessu sinni. Átta gríðarlega jafnir keppendur eru mættir til leiks í grein þar sem allt getur gerst. Hin 15 ára Guðrún María Pétursdóttir, Breiðabliki, telst líklegust til sigurs og er 14 ára gamalt meyjamet Völu Flosadóttir 1.74m jafnvel í hættu.
meira...

Reykjavík International – 200m hlaup Karla og Kvenna

200m hlaup Karla
3 erlendir keppendur eru mættir til leiks til þess að keppa við hraðasta mann Íslands þessa stundina Svein Elías. Hann er í hörku formi þessa dagana og sýndi það fyrir jól þegar hann setti nýtt aldurflokkamet í 60m innanhúss 6.92sek. Það er því allt opið í þessum riðli og verður hörku barátta um öll sætin og má jafnvel búast við nýju Íslandsmeti.
meira...

Sjö sterkir Norðmenn koma á Reykjavík International

Gengið hefur verið frá samningi við Spron um að verða aðalstyrktaraðili Reykjavík International 20. janúar nk. Spron mun m.a. kosta boð erlendra keppanda á mótið og þá ætlar Spron að bjóða allt að 300 áhorfendum frítt á mótið (verður kynnt nánar síðar).
 
meira...
1 208 209 210 211 212 213
X