Bergur Ingi í 9 sæti og nýtt Íslandsmet á kastmóti í Split

Nú er lokið sleggjukastkeppninni á vetrarkastmótinu í Split í Króatíu þar sem Bergur Ingi Pétursson úr FH tók þátt og endaði í 9 sæti af 20 keppendum. Bergur hefur verið í miklum framförum í sleggjunni undan farna mánuði og margbætt Íslandsmetið. Bergur kastaði 73 metra sletta í dag og setti nýtt glæsileg Íslandsmet í sleggjukasti, hann bætti sinn fyrri árangur um 2,48 metra og er nú einungis 1 m. frá Ólympíulágmarkinu fyrir Ólympíulekana í Peking í sumar.
meira...

Niðurstöður fundar um sjónvarpsmál

Lokaður fundur 19 íþróttasambanda um lítið aðgengni að sjónvarpi var haldinn síðastliðinn fimmtudag. Fundurinn var vel sóttur og voru umræður mjög góðar og gagnlegar. Tillaga var lögð fyrir fundinn um að ráðist yrði í að setja á stofn sjónvarpsstöð. Einnig komu fram hugmyndir um að leita samstarfs við starfandi sjónvarpsstöðvar.
meira...

Bandaríkjamenn með flest verðlaun á HM – heimsmet í 1500m kvenna

11. Heimsmeistaramótinu innanhúss lauk í Valensíu á Spáni í gær. Bandaríkjamenn hlutu flest verðlauna á mótinu eða samtals 13 verðlauna (5 gull, 5 silfur og 3 brons), Rússar komu næstir með 12 verðlauna (5 gull, 4 silfur og 3 brons) og Eþíópíumenn fengu sex verðlaun (3 gull, 1 silfur og 2 brons). Alls fengu 15 þjóðir verðlaun á mótinu.
meira...
1 205 206 207 208 209 214
X