Valfrestur lengdur á Smáþjóðameistaramótið í Liechtenstein

Afreksstjóri FRÍ hefur ásamt Íþrótta- og afreksnefnd ákveðið að lengja frest til að ná lágmörkum á Smáþjóðameistaramótið þar til að loknu JJ móti Ármanns sem fram fer 23 maí. Áður auglýstur frestur sem var 10 maí fellur því hér með úr gildi. Hér er heimasíða mótsins; https://www.csse2018.li/ Lágmörkin má finna á heimasíðu FRÍ undir „Afreksmál-Fullorðnir-Erlend mótaþátttaka […]

meira...

Arnar Pétursson með bætingu í Hamborg

Arnar Pétursson hljóp frábært maraþon í Hamborg í Þýskalandi á sunnudaginn 29 apríl. Tími Arnars var 2:24,13 klst. sem er þriðji bestu tími Íslendings í maraþonhlaupi frá upphafi. Fyrir átti hann best 2:28,17 klst. þannig að rúm 4 mínútna bæting var staðreynd. Arnar hljóp mjög stöðugt hlaup og var einungis 1 sekúndu munur á fyrri […]

meira...

Úrvalshópur FRÍ 15-19 ára – æfingabúðir og árangursviðmið

Um helgina fóru fram æfingabúðir Úrvalshóps FRÍ 15-19 ára í Kaplakrika í Hafnarfirði. Frábær þátttaka var í æfingabúðunum en 65 af 88 krökkum mættu og hvorki meira né minna en 12 þjálfarar gáfu af sínum dýrmæta tíma til að skapa skemmtilega helgi fyrir þessa ungu og efnilegu krakka. Unglinganefnd og FRÍ þakkar þjálfurunum vel fyrir en þeir voru Teodór […]

meira...

Fjölnishlaupið og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi

Annað Powerade sumarhlaupið 2018 er Fjölnishlaup Gaman ferða sem ræst verður í 30. sinn fimmtudaginn 10. maí kl. 11:00 frá Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. 10 km hlaupið er jafnframt Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi. Vegalengdir: 10 km 5 km 1,4 km Íslandsmeistaramótið í 10 km götuhlaupi verður ræst kl 11:00 frá göngustíg við Gagnveg sem […]

meira...

Víðavangshlaup ÍR og MÍ í 5km götuhlaupi

Víðavangshlaup ÍR verður haldið í 103. sinn á sumardaginn fyrsta, 19. apríl. Hlaupið er 5 km götuhlaup en einnig er hægt að taka þátt í 2,7 km skemmtiskokki. Víðavangshlaup ÍR var fyrst haldið á sumardaginn fyrsta árið 1916 og hefur síðan þá verið órjúfanlegur þáttur í hátíðahöldum dagsins í Reykjavík, en enginn íþróttaviðburður hér á […]

meira...

Sindri Hrafn sigraði í Texas

Sindri Hrafn Guðmundsson sem keppir fyrir Utah State háskólann sigraði í gær í spjótkasti á Texas Relays í Austin með kasti uppá 78,04 metra. Kastið kom í 2.umferð og er næstlengsta kast Sindra frá upphafi en stutt er síðan kappinn náði lágmarki fyrir EM í Berlín með kasti uppá 80,49 metra. Til gamans má geta […]

meira...

Hlynur Andrésson setur nýtt Íslandsmet í 10km hlaupi!

Hlynur Andrésson keppti í 10km hlaupi á Raleigh Relays i Raleigh, North Carolina, en hann keppir fyrir Eastern Michigan University. Kappinn gerði sér lítið fyrir og kom í mark á glæsilegu Íslandsmeti á tímanum 29:20,92 mín og varð í 7. sæti af 62 keppendum. Magnað hlaup hjá kappanum. Fyrra metið átti Kári Steinn Karlsson – […]

meira...

Opið fyrir skráningu í æfingabúðir Úrvalshóp FRÍ 15-19 ára

Þeir sem eru í Úrvalshóp FRÍ 15-19 ára geta núna skráð sig í æfingabúðirnar sem verða haldnar laugardaginn 14.apríl í Kaplakrika og Setbergsskóla í Hafnarfirði. Dagskrá æfingabúðanna:   Mæting í Kaplakrika kl 9:30 Æfing 1 í Kaplakrika kl 10-12 Hádegismatur í Setbergsskóla kl 12-13 Fyrirlestur um íþróttasálfræði og stórmót sumarsins í Setbergsskóla kl 13-15 Æfing 2 í […]

meira...

Glæsilegur árangur á HM í 1/2 maraþoni

Íslensku keppendurnir þrír bættu sig öll á Heimsmeistaramótinu í 1/2 maraþoni sem lauk rétt í þessu í Valencia á Spáni. Elín Edda Sigurðardóttir bætti sinn besta tíma um 5 sekúndur þegar hún kom í mark á tímanum 1;21:20 klst. Með þessu árangri náði hún 104 sæti. Andrea Kolbeinsdóttir bætti sinn fyrri árangur verulega og hljóp […]

meira...
1 2 3 4 223
X
X