Aníta Hinriksdóttir með glæsilegt Íslandsmet í 800m

Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir er í miklu stuði þessa dagana. Í gær sló hún 10 mánaða gamalt Íslandsmet sitt í 800m hlaupi kvenna þegar hún hljóp vegalengdina á 2:00,05 sekúndum á Bislett leikunum í Osló, Noregi. Fyrra metið var 2:00,14 mín og var það sett á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst í fyrra. Var þetta því […]

meira...

Hörð barátta á 75. Vormóti ÍR

75. Vormóti ÍR fór fram í gærkvöldi í blíðskaparveðri. Mótið er það síðasta sem tekið er til­lit til við val á landsliði Íslands sem tek­ur þátt í Evr­ópu­keppni landsliða sem fer fram í lok næstu viku. Því var mikið í húfi fyrir marga keppendur og hart barist. Ólymp­íufar­inn og gull­verðlauna­hafi frá Smáþjóðal­eik­un­um, Guðni Val­ur Guðna­son ÍR, […]

meira...

Skráningarfrestur vegna EM öldunga rennur út á sunnudaginn

Skráningarfrestur vegna Evrópumeistaramóts öldunga í frjálsum íþróttum utanhúss rennur út sunnudaginn 18. júní. Mótið fer fram í Árósum dagana 27. júlí til 6. ágúst næstkomandi og nokkrir Íslendingar eru skráðir til leiks. Skráning fer fram í gegnum þessa vefslóð hér: http://www.emacs2017.com/en-GB/Practical-Information/Registration Þeir sem óska eftir aðstoð vegna skráningarinnar er bent á að hafa samband við […]

meira...

Dómaranámskeið í Kópavogi

Dagana 3. og 8. júní sl. var haldið í Smáranum í Kópavogi námskeið í dómgæslu í frjáls­íþróttum. Kennari var Þorsteinn Þorsteinsson, formaður dómaranefdar FRÍ. Samkvæmt venju var farið yfir almenn atriði og hlaup fyrri daginn en stökk og köst seinni daginn. Í lokin var skriflegt próf þar sem kostur var á að taka greinastjórapróf eða […]

meira...

Aníta keppir á Demantamótinu í Osló annað kvöld

Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir ÍR keppir í 800 m hlaupi á Demantamótinu í Osló, Noregi annað kvöld (Bislett leikarnir). Aníta, sem setti Íslandsmet í 1500 m hlaupi á sunnudaginn, er í feiknar góðu formi og verður mjög spennandi að fylgjast með henni á mótinu. Tólf keppendur eru skráðir til leiks og er ljóst að um gríðarlega […]

meira...

Ásdís hafnaði í fjórða sæti

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir var rétt í þessu að ljúka keppni á sterku móti í Turku, Finnlandi. Ásdís kastaði lengst 61,02 m og hafnaði í fjórða sæti. Þetta kast Ásdísar er fimmta lengsta kast hennar frá upphafi og lengsta kast hennar á árinu. Tatsiana Khaladovich frá Búlgaríu bar sigur úr býtum á mótinu með 65,03 m […]

meira...

Höldur-Bílaleiga Akureyrar styður Frjálsíþróttasamband Íslands

Frjálsíþróttasamband Íslands undirritaði á dögunum samstarfssamning við Höldur-Bílaleigu Akureyrar til þriggja ára. Mun samningurinn nýtast Frjálsíþróttasambandinu vel til ýmissa ferðalaga innan frjálsíþróttahreyfingarinnar. Frjálsíþróttasamband Íslands þakkar stuðninginn og fagnar samstarfinu. „Okkur er mikil ánægja að vinna með Frjálsíþróttasambandi Íslands. Mikill metnaður er þar í starfinu og efnilegt íþróttafólk sem við erum stolt að styðja við bakið á“, […]

meira...

Flottur árangur íslensku keppendanna á NM í fjölþrautum

Fimm Íslend­ing­ar tóku þátt í Norður­landa­móti ung­linga í fjölþraut­um sem fór fram í Ku­orta­ne í Finn­landi um helg­ina. Íslensku keppendurnir stóðu sig allir gríðarlega vel og voru flestir að bæta sinn persónulega árangur. Ísak Óli Traustason UMSS náði 2. sæti í tugþraut 20-22 ára ungkarla með 6.397 stig sem er stórbæting hjá honum en hann […]

meira...

Aníta með Íslandsmet í 1500m

Aníta Hinriksdóttir setti í gær glæsilegt Íslandsmet í Hengelo, Holleandi þegar hún hljóp 1500m á 4:06,43 mín. Gamla metið var frá 1987 í eigu Ragnheiðar Ólafsdóttur 4:14,94 mín. Aníta átti best 4:15,14 frá árinu 2014. Hlaupið var mjög sterkt og náði Sifan Hassan besta tíma ársins í greininni með því að hlaupa á tímanum 3:56,14 mín. Á […]

meira...

Ísland með átta keppendur á HM í utanvegahlaupum

Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum verður ræst klukkan 06:00 að íslenskum tíma næsta laugardaginn 10.júní. Mótið fer fram í Toskana á Ítalíu. Landlið Íslands í ár er það fjölmennasta frá upphafi og það skipa Elísabet Margeirsdóttir, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, Bryndís María Davíðsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Kári Steinn Karlsson, Guðni Páll Pálsson, Daníel Reynisson og Birgir Sævarsson. Hér má sjá trailer hlaupsins: https://www.youtube.com/watch?v=S7nho2ZPpNg […]

meira...
1 2 3 4 203
X