Flottur árangur á NM í víðavangshlaupum

Fjórir Íslendingar tóku þátt í Norðurlandamótinu í víðavangshlaupum sem fram fór í Middelfart í Danmörku, laugardaginn 11. nóvember sl. Keppt var í fjórum flokkum á mótinu: U20 ára flokki stúlkna og pilta sem og í flokki fullorðinna í karla-og kvennaflokki. Baldvin Þór Magnússon varð í 5. sæti í ungkarlaflokki (U20) af 64 keppendum er hann hljóp […]

meira...

NM í Víðavangshlaupum er á morgun

Á morgun keppa íslensku keppendurnir fjórir á NM í víðavangshlaupum í Middelfart í Danmörku. Keppt er í fjórum flokkum á mótinu og keppir Baldvin Þór Magnússon í flokki U20 pilta, Andrea Kolbeinsdóttir ÍR í flokki U20 stúlkna, Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni í kvennaflokki og Arnar Pétursson ÍR í karlaflokki. Brautin er áhugverð en megnið af […]

meira...

Metþátttaka á Gaflaranum

Hið árlega barna-og unglingamót FH, Gaflarinn, fór fram laugardaginn 4. nóvember sl. í Kaplakrika í Hafnarfirði. Metþátttaka var á mótinu í ár, en alls 466 keppendur tóku þátt á mótinu. Umf. Selfoss hlaut flest verðlaun á mótinu, eða alls 31 verðlaunapeninga, FH var í öðru sæti með 25 verðlaun og Breiðablik í þriðja með 18 […]

meira...

Hlynur sigraði Mið-Ameríku svæðismótið í víðavangshlaupum

Hlynur Andrésson ÍR, sem keppir undir merkjum Eastern Michigan háskólans í Bandaríkjunum, sigraði um helgina í úrslitahlaupi Mið-Ameríku svæðismótsins sem haldið var í Miami í Ohio-fylki. Tími Hlyns í þessu 8 km víðavangshlaupi var 24:30 mín. Þetta er glæsilegur árangur hjá Hlyni sem er á sínu síðasta ári hjá Eastern Michigan og er á fljúgandi ferð ásamt liði sínu. […]

meira...

Valið á Norðurlandamótið í víðavangshlaupum

Valið hefur verið hvaða fjórir íslenskir keppendur munu keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu í víðavangshlaupum sem fer fram í Middelfart í Danmörku þann 11. nóvember nk. Keppt er í fjórum flokkum á mótinu: Í flokki U20 pilta, flokki U20 stúlkna og í karla-og kvennaflokki. Baldvin Þór Magnússon hefur verið að hlaupa gríðarlega vel að undanförnu. […]

meira...

Víðavangshlaup Íslands fór fram í blíðaskapaveðri

Víðavangshlaup Íslands, sem jafnframt er Meistaramót Íslands í víðavangshlaupum, fór fram í blíðskapaveðri í Laugardalnum í dag. Keppt var í 5 flokkum: 12 ára og yngri, 13-14 ára, 15-17 ára, 18-19 ára og fullorðinna. Í karlaflokki (7,8 km) bar Arnar Pétursson ÍR sigur úr býtum á tímanum 26:59 mín, í öðru sæti var Guðni Páll […]

meira...

Nýjar leiðbeiningar og viðmið varðandi val á landsliði Íslands í víðavangshlaupum

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt á heimasíðu sinni nýjar leiðbeiningar og viðmið varðandi val á Landsliði Íslands í víðavangshlaupum. Þær má sjá hér. Víðavangshlaup Íslands, sem jafnframt er Meistaramót Íslands í víðavangshlaupum, fer fram nú um helgina og mun það hlaup vega þungt við val á Landsliði Íslands í víðavangshlaupum sem mun keppa fyrir Íslands hönd […]

meira...

Gaflarinn 2017

Hið árlega barna-og unglingamót FH, Gaflarinn, fer fram laugardaginn 4. nóvember nk. í Kaplakrika í Hafnarfirði. Athugið að skráningarfrestur er til miðnættis, miðvikudaginn 1. nóvember og fer skráning fram á Mótaforritinu Þór. Hér má sjá boðsbréf mótsins. Hér má sjá tímaseðil mótsins.

meira...

Víðavangshlaup Íslands fer fram laugardaginn 28. október

Víðavangshlaup Íslands, sem jafnframt er Meistaramót Íslands í víðvangshlaupum, fer fram laugardaginn 28. október nk. kl. 10:30 á grassvæðinu fyrir ofan og í kringum Laugardalshöllina og á Þróttaravellinum, neðan Suðurlandsbrautar. Hér má sjá kort af brautinni. Hlaupið er öllum opið og eru hlauparar á öllum aldri og af öllum getustigum hvattir til að vera með. Yngsti aldursflokkurinn sem […]

meira...
1 2 3 4 215
X