Íslandsmet á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram í Laugardalshöll um helgina. ÍR varð Íslandsmeistari í samanlagðri stigakeppni allra flokka með 367,5 stig. Alls hlutu ÍR-ingar 30 gull, 20 silfur og 15 brons. FH varð í öðru sæti með 252,5 stig og HSK/Selfoss í þriðja sæti með 240,0 stig. Eitt Íslandsmet, tvö aldursflokkamet og þrettán mótsmet voru […]

meira...

MÍ 15-22 ára um helgina

Um helgina fer fram Meistaramót Íslands 15-22 ára, 26.-28. febrúar í Laugardalshöll. Það eru tæpir 200 keppendur frá fjórtan félögum víðs vegar af landinu skráðir til leiks. Það voru ÍR-ingar sem unnu heildarstigakeppnina fyrir ári síðan og stefnir í jafna og spennandi stigakeppni. Það eru 16 keppendur úr landsliðinu skráðir til leiks og búast má […]

meira...

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi 24.febrúar og fela þær í sér einhverjar tilslakanir þá aðalega þegar kemur að áhorfendum á íþróttaviðburðum. Reglur varðandi keppni og æfingar er að finna hér. Heimilt er að hafa að hámarki 200 áhorfendur á íþróttaviðburðum að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: Allir gestir eru sitjandi og ekki andspænis hver öðrum Allir gestir […]

meira...

Afreksstefna FRÍ uppfærð

Afreksstefna FRÍ er grunnur að afreksstarfi sambandsins og hefur nú verið uppfærð til 2028. Einnig hefur aðgerðaráætlun og reglugerð um Afrekssjóð FRÍ verið yfirfarin og aðlöguð. Fyrir áhugasama er hægt að finna skjölin undir flipanum Afreksstefna FRÍ

meira...

Erna bætti Íslandsmetið um tæpan meter

Erna Sóley Gunnarsdóttir bætti eigið Íslandsmet í gær um 76 sentímetra með kast upp á 16,95 metra. Hún átti tvö köst yfir gamla metinu en öll hin voru ógild. Metið var slegið á Conference USA Indoor Track & Field Championships í Birmingham, Alabama. Erna keppir fyrir Rice Owls, Rice University í Texas fylki og lenti hennar lið í […]

meira...

Ísak Óli Íslandsmeistari í sjöþraut

Í dag lauk keppni á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum og var það Skagfirðingurinn Ísak Óli Traustason sem sigraði sjöþrautina. Í öðru sæti var Benjamín Jóhann Johnsen, ÍR. Ísak átti frábæra þraut og hlaut 5355 stig sem er persónuleg bæting. Hann sigraði sex af sjö greinum og var með stórkostlega bætingu í kúluvarpi. Hann var við […]

meira...

María ver titilinn sinn

Um helgina fer fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum í Laugardalshöll og lauk fimmtarþraut kvenna í dag. Það voru tvær konur skráðar til leiks en það voru FH-ingarnir María Rún Gunnlaugsdóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir og var það María sem bar sigur úr býtum. María hlaut 4169 stig fyrir sína þraut sem er persónuleg bæting hjá […]

meira...

MÍ í fjölþrautum um helgina

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fer fram í Laugardalshöll um helgina, 20.-21. febrúar. Það eru 43 keppendur skráðir á mótið frá ellefu félögum. Keppni hefst klukkan ellefu báða dagana og eru áhorfendur bannaðir á keppnina.  Ríkjandi Íslandsmeistarar meðal keppenda Meðal keppenda í sjöþraut karla er Ísak Óli Traustason úr UMSS en hann er ríkjandi Íslandsmeistari í […]

meira...

20 ár frá Íslandsmeti Einars Karls

Í dag eru liðin 20 ár frá Íslandsmeti Einars Karls Hjartarsonar í hástökki innanhúss sem stendur enn. Metið setti hann í Laugardalshöll 18. febrúar árið 2001 og er það einnig aldursflokkamet í 20-22 ára flokki. Einar fór 2,28 metra í annari tilraun og bætti eigið met um fjóra sentímetra. Einar átti góðar tilraunir við 2,30 […]

meira...

Landsliðsval á HM í utanvegahlaupum

Frjálsíþróttasamband Íslands mun senda landslið, karla og kvenna, til keppni á Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem fram fer 11-13. nóvember 2021 í Chiang Mai (Tælandi ).   Mótið í ár er fyrsta mótið í utanvegahlaupum sem haldið er í samstarfi World Athletics, ITRA, WMRA og IAU.  Langhlaupanefnd FRÍ leggur til að eftirfarandi hlauparar skipi landslið Íslands í utanvegahlaupum […]

meira...
1 2 3 4 272
X
X