Víðavangshlaup Íslands

Framkvæmd hlaupsins er á ábyrgð frjálsíþróttadeildar Ármanns en unnið í samstarfi við Framfarir. Hlaupið er hluti af Víðavangshlauparöð Framfara 2018. Keppnisstaður og tími: Hlaupið fer fram í Laugardal í Reykjavík laugardaginn 20. október 2018, kl. 10:00-12:00. Ræst er á tjaldstæðinu og hlaupið verður eftir göngustígum og grasi um tjaldstæðið og þvottalaugarnar. Boðið er uppá búningsaðstöðu í Frjálsíþróttahöllinni. […]

meira...

Uppskeruhátíð FRÍ

Uppskeruhátíð FRÍ verður haldin á laugardaginn 20.október í Bíó Paradís. Hátíðin hefst klukkan 16:30 og byrjum við á því að horfa á heimildarmyndina Stökktu um langstökkvaran og afrekskonuna Hafdísi Sigurðardóttur, en myndin er eftir Önnu Sæunni. Einnig verður skemmtiatriði, boðið upp á léttar veitingar og veittar verða viðurkenningar fyrir afrek á árinu. Hlökkum til að […]

meira...

Valdimar með bætingu í Argentínu

Valdimar Hjalti Erlendsson lauk keppni í kringlukasti á Ólympíuleikum ungmenna í gærkvöldi. Hans kastaði lengst 57,46 metra sem er persónuleg bæting hjá honum. Valdimar hafði áður kastað lengt 56,88 metra. Þetta kast var einnig annar besti árangur í flokki 16-17 ára pilta með 1,5 kg kringlu frá upphafi. Valdimar Hjalti varð í sjötta sæti í […]

meira...

Guðbjörg Jóna á nýju Íslandsmeti

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir setti fyrr í kvöld nýtt Íslandsmet í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna sem fer fram Argentínu. Guðbjörg hljóp á tímanum 23,55 sekúndum (1,1 m/s í meðvind) og skilaði það henni einnig fyrsta sætinu í fyrri umferð. Fyrra Íslandsmetið átti Guðbjörg sjálf þegar hún bætti 21 árs gamalt Íslandsmet Guðrúnar Arnadóttur í […]

meira...

Valdimar Hjalti sjötti eftir fyrri umferð

Í gær hófst keppni í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikum ungmenna í Argentínu. Fyrstur íslensku keppendanna var Valdimar Hjalti Erlendsson sem keppti í kringlukasti.  Hitastig á meðan keppni stóð var 12°C og það var úrhellisrigning. Valdimar Hjalti átti tvö löng köst í fyrstu tveimur umferðunum sem voru yfir persónulega meti sem er 56,88 metrar en voru því […]

meira...

Glódís Edda og Sindri Freyr í úrslitum á Ítalíu

Um helgina fór fram European Festival of Sprint Under 16 í Rieti á Ítalíu. Ítalska frjálsíþróttasambandið bauð stúlku og dreng frá hverju Evrópulandi á mótið til að taka þátt í sprettviðburði U16 til þess að vekja athygli á því að EM U18 mun fara fram í Rieti árið 2020. Sindri Freyr Seim Sigurðsson og Glódís […]

meira...

Ólympíuleikar ungmenna í Argentínu

Ólympíuleikar ungmenna fara fram í Buenos Aires í Argentínu 6. til 18. október. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt íþróttafólk á aldrinum 15 til 18 ára. Á leikunum er keppt í 32 íþróttagreinum. Íslenski hópurinn lagði af stað til Argentínu á mánudaginn. ÍSÍ sendir 9 keppendur í eftirfarandi keppnisgreinum: frjálsíþróttum, sundi, golfi og fimleikum. Frjálsíþróttasamband […]

meira...

European Festival of Sprint Under 16

Um helgina fer fram European Festival of Sprint Under 16 í Rieti á Ítalíu. Alls taka 25 þjóðir þátt en Ísland teflir fram tveimur ungum spretthlaupurum, þeim Sindra Frey Seim Sigurðssyni og Glódísi Eddu Þuríðardóttur. Keppt verður í 80 metra spretthlaupi og hefst keppi á laugardeginum 6.október á Raoul Guidobaldi stadium, keppt verður síðan til úrslita […]

meira...

Aldursflokkamet hjá Elísabetu Rut í sleggjukasti

Kastmót ÍR fór fram í Laugardalnum í kvöld þar sem keppt var í sleggjukasti og kringlukasti. Á meðal keppenda var Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR, sem stendur í ströngu við undirbúning fyrir Ólympíuleika Ungmenna. Sá undirbúningur gengur vel því Elísabet bætti sinn persónulega árangur og um leið aldursflokkamet stúlkna 16-17 ára í sleggjukasti þegar hún kastaði […]

meira...

Patrekur leitar að aðstoðarhlaupara

Patrekur Andrés Axelsson, blindur spretthlaupari úr Ármanni, óskar eftir að fá með sér 1-3 spretthlaupara til æfinga næsta vetur og sumar 2019. Patrekur hefur æft markvisst síðustu 3 ár með Ármanni en það eru 4 ár síðan hann missti sjónina að mestu leyti. Hann þarf aðstoðarmann til að æfa með sér spretthlaupin en er mikið […]

meira...
1 2 3 4 235
X
X