Flottur árangur hjá Kolbeini Heði um helgina

Kolbeinn Höður Gunnarsson FH keppti á Joe Walker Invitational í Mississippi um helgina.  Á föstudeginum hljóp hann 200 m og var nálægt því að bæta Íslandsmetið, varð í 3. sæti á tímanum 20,99 sek. Kolbeinn var aðeins 2/100 frá Íslandsmetinu, sem hann setti um síðustu helgi. Á laugardaginn keppti hann í 100 m hlaupi og […]

meira...

Æfingabúðir Úrvalshóps – Skráningu lýkur 28.mars 2017

Laugardaginn 1.apríl verða haldnar æfingabúðir hjá Úrvalshópnum í Kaplakrika Hafnarfirði.  Síðasti dagur til að skrá sig er þriðjudagurinn 28.mars. Sráning fer fram hér https://docs.google.com/spreadsheets/d/10Do5HgkgBUtdmdM87WjxZ-cuu68ingzA2lFvJHPR1_U/edit#gid=1495497512 Dagskrá laugardagsins verður eftirfarandi í grófum dráttum:   09:00-9: 30  Mæting í Kaplakrika 9:30-11:30 Æfing í greinum/tækni 11:30-13:00 Sturta og í kjölfarið matur í Setbergsskóla 13:00-15:00 Fyrirlestrar í Setbergsskóla (ISI fjallar um lyfjapróf […]

meira...

Kolbeinn Höður með Íslandsmet

Kolbeinn Höður Gunnarsson hljóp í gær 200m á nýju Íslandsmeti karla og í aldursflokki 22 ára og yngri. Hann hljóp á tímanum 20,96 sek með 1,1 m/s löglegan vind í bakið. Metið átti fyrir Jón Arnar Magnússon er hann 27 ára gamall hljóp á 21,17 sek árið 1996, eða fyrir tæpu 21 ári síðan þegar […]

meira...

Vigdís Jónsdóttir bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti um tæpa þrjá metra!

Vigdís Jónsdóttir fylgdi á eftir góðum árangri sínum af Vetrarkastmóti Evrópu með stórbætingu á Íslandsmeti sínu í sleggjukasti á Góu móti FH í Kaplakrika. Vigdís kastaði 61,77m í öðru kasti og bætti þannig Íslandsmet sitt um tæpa þrjá metra. Fyrra met Vigdísar var 58,82m, sett í október á liðnu ári. Fyrstu fjögur köst Vigdísar voru […]

meira...

Ari Bragi og Jón Arnar eiga nú gullskó Vilmundar

Á RIG nú í vetur fór fram nokkuð merkileg afhending, Ari Bragi Kárason fékk þá afhentan gullskó íslenskra spretthlaupara. Það var viðurkenning á því að hann ætti nú annað af tveimur helstu spretthlaupsmetum Íslands, Íslandsmet í 100m hlaupi. Nú er að sjá hvort Ari Bragi nær að fullkomna parið í sumar með því að slá met Jóns Arnars Magnússonar […]

meira...

Tveir Norðurlandameistaratitlar í Huddinge

Þrír íslenskir keppendur tóku þátt í Norðurlandamóti eldri iðkenda innanhúss sem fram fór í Huddinge í Svíþjóð um helgina. Helgi Hólm sigraði í hástökki í flokki 75-79 ára. Hann stökk yfir 1,34 m, og bætti með því eigið Íslandsmet í aldursflokknum um 9 cm. Helgi keppti einnig í kúluvarpi og varð fjórði er hann kastaði […]

meira...

Vigdís Jónsdóttir raðar köstum að Íslandsmetslínunni

Vigdís Jónsdóttir úr FH stóð sig vel í sleggjukastkeppni Vetrarkastmóts Evrópu í morgun. Vigdís kastaði lengst 58,69m, aðeins 13cm frá Íslandsmeti sínu í sleggjukasti kvenna. Kastið tryggði Vigdísi fjórða sæti í B hópi keppni morgunsins og tólfta sætið alls í keppni í sleggjukasti kvenna 22ja ára og yngri. Athygli vakti jöfn og góð kastsería Vigdísar en […]

meira...

Ásdís önnur á Vetrarkastmóti Evrópu

Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni gerði vel á Vetrarkastmóti Evrópu á Kanarýeyjum í dag. Hún náði öðru sæti með kasti upp á 59,20m. Sigurvegarinn Martina Matej frá Slóveníu sigraði með 60,66m. Ásdís á pallinum með Martinu Ratej, Slóveníu og Christinu Husson, Þýskalandi Heildar úrslit keppninnar fylgja hér að neðan:   Nafn – Land 1 2 3 […]

meira...

HSK/Selfoss A lið sigraði í Bikarkeppni 15 ára og yngri með yfirburðum

Sunnlendingarnir úr A liði HSK/Selfoss sýndu mikla yfirburði í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri sem fram fór í Laugardalshöll í dag. Þeir náðu 116 stigum en lið ÍR varð næst með 77 stig, tveimur fleiri en sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar. HSK/Selfoss sigraði bæði í karla og kvennakeppninni í dag. Heildar úrslit í stigakeppninni má sjá hér. Alls voru […]

meira...

Lið ÍR fagnaði afmæli með sigri í Bikarkeppni FRÍ

Bikarkeppni FRÍ fór fram laugardaginn 11. mars, á stofndegi Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR. ÍR-ingar nýttu daginn vel því A-lið þeirra sigraði í stigakeppni félaga auk þess að sigra bæði liðakeppni karla og kvenna. Alls tóku 7 lið þátt en í Bikarkeppni má aðeins einn keppandi keppa í hverri grein fyrir hvert lið. Liðin safna svo stigum […]

meira...
1 2 3 4 198
X