María Rún efst á danska meistaramótinu í sjöþraut

Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir keppti sem gestur á danska meistaramótinu í fjölþrautum sem fram fór í Kaupmannahöfn um helgina. María Rún varð efst keppenda með 5285 stig en sú sem varð á eftir henni og danskur meistari hlaut 5151 stig. María sigraði í hástökki og 200 metra hlaupi. Í hástökkinu stökk hún yfir 1,70 metra […]

meira...

BeActive dagurinn

BeActive dagurinn fer fram í Laugardalnum laugardaginn 7. september milli 10-16. Opin frjálsíþróttaæfing verður í Laugardalshöllinni milli 13-15. Hér er hlekkur á Facebook viðburð BeActive dagsins. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða […]

meira...

Ásdís með gull á sænska meistaramótinu

Ásdís Hjálmsdóttir sigraði í spjótkasti á sænska meistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer um helgina. Ásdís kastaði 57,49 metra en sú sem varð önnur kastaði 52,99 metra. Sigur á þessu móti gefur Ásdísi hundrað auka stig á heimslistanum í spjótkasti. Fyrir Ólympíuleikana 2020 verður farið eftir heimslistanum til þess að ákvarða hverjir fá þátttökurétt. Þannig […]

meira...

Arnar og Hólmfríður Íslandsmeistarar í maraþoni

Íslandsmótið í maraþoni fór fram á laugardaginn samhliða Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Í karlaflokki varð Arnar Pétursson Íslandsmeistari fjórða árið í röð tímanum 2:23:07 sem er hans besti tími. Í öðru sæti varð Sigurjón Ernir Sturluson á tímanum 2:45:38 og í því þriðja varð Kristján Svanur Eymundsson á 2:49:48 Í kvennaflokki sigraði Hólmfríður J. Aðalsteinsdóttir á 3:04:38. Í […]

meira...

Íslandsmótið í maraþoni

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 er Íslandsmeistaramótið í maraþoni. Hlaupið fer fram á morgun, þann 24. ágúst og verður þetta í þrítugasta og sjötta sinn sem það verður haldið. Allir Íslendingar sem skrá sig til þátttöku í maraþon eru sjálfkrafa skráðir þátttakendur í Íslandsmeistaramótið í maraþoni. Frjálsíþróttasamband Íslands veitir fyrstu Íslendingum í maraþoni sérstök verðlaun og krýna […]

meira...

Móttaka til heiðurs Sigurði Haraldssyni

Í vor varð Sigurður Haraldsson fjórfaldur heimsmeistari þegar hann sigraði í lóðkasti, spjótkasti, sleggjukasti og kringlukasti á heimsmeistaramóti öldunga sem fram fór í Póllandi. Sigurður hefur sannað sig og sýnt sem einn allra fremsti frjálsíþróttamaðurinn í sínum aldursflokki. Stjórn FRÍ hélt í tilefni af þessum einstaka árangri móttöku til heiðurs þessum margfalda heimsmeistara. Við móttökuna veitti […]

meira...

Benjamín og Fjóla Íslandsmeistarar í fjölþrautum

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum. Íslandsmeistari í tugþraut varð Benjamín Jóhann Johnsen og sjöþraut varð Fjóla Signý Hannesdóttir Íslandsmeistari. Í tugþrautinni var spennandi keppni milli Ísaks Óla Traustasonar, UMSS, og Benjamíns Jóhanns Johnsen, ÍR þar sem einungis fimm stig skildu þá að. Ísak Óli hlaut 7007 stig og var að bæta sig […]

meira...

Tvö gull á seinni degi NM U20

Norðurlandameistaramót 19 ára og yngri sem fram fór í Kristiansand í Noregi lauk í gær. Ísland og Danmörk skipuðu sameiginlegt lið gegn Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Í stigakeppninni sigraði Noregur í kvennaflokki og Finnland í karlaflokki. Lið Danmerkur og Íslands varð í fjórða sæti í báðum flokkum. Á þessum seinni degi hlaut íslenska liðið tvö […]

meira...

Kristján Viggó Norðurlandameistari U20

Fyrri dagur á Norðurlandamóti 19 ára og yngri fór fram í dag. Ísland og Danmörk skipa sameiginlegt lið gegn Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Í einstaklingskeppninni sigraði Kristján Viggó Sigfinnsson í hástökki og því Norðurlandameistari 19 ára og yngri. Hann stökk yfir 2,13 metra sem er 10 sentimetra bæting. Hann var einnig að jafna piltamet 16-17 […]

meira...

MÍ í fjölþrautum

Um helgina fer fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum. Mótið fer fram á Þórsvelli á Akureyri og hefst klukkan eitt á laugardeginum og stendur yfir til sex á sunnudeginum. 25 keppandi er skráður til keppni frá ellefu félögum í sjö flokkum. Í tugþraut karla eru sex keppendur og þar má helst nefna Benjamín Jóhann Johnsen, ÍR […]

meira...
1 2 3 4 251
X
X