Góður árangur á Coca Cola móti FH

Vigdís Jónsdóttir FH kastaði sleggjunni yfir 60 metra í öllum köstum og lengst 61,71m og  vantaði aðeins 6 sm uppá til að bæta eigið Íslandsmet. Í sleggjukasti stúlkna 16-17 ára setti Guðný Sigurðardóttir FH aldursflokkamet og bætti fjögurra ára gamalt aldursflokkamet Vigdísar Jónsdóttur FH um rúma 3 metra með kasti uppá 54,78 m, Rut Tryggvadóttir ÍR […]

meira...

Hlynur rýfur 9 mínútna múrinn í 3000 metra hindrunarhlaupi!

Hlynur Andrésson varð í gærkvöldið eða 27 apríl í 6. sæti í 3000m hindrunarhlaupi á Penn Relays í Bandaríkjunum. Hlynur hljóp á tímanum 8:59,83 mín og bætti sig um heilar 12 sekúndur. Þessi tími Hlyns er 5. besti tími Íslendings frá upphafi og besti tími Íslendings síðan árið 2003 en þá hljóp Sveinn Margeirsson UMSS […]

meira...

Úrslit á MÍ í 5km götuhlaupi og Víðavangshlaupi ÍR

Á sumardaginn fyrsta fór Víðvangshlaup ÍR fram í 102. sinn. en hlaupið var jafnframt Íslandsmeistaramót í 5 kílómetra götuhlaupi. 501 voru skráðir til leiks og er hlaupið orðið órjúfanlegur þáttur í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar á sumardaginn fyrsta ár hvert. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni og Arnar Pétursson, ÍR sigruðu í flokki kvenna og karla í þessu 102. […]

meira...

Jón S. Ólafsson með bronsverðlaun á HM Öldunga í Suður Kóreu!

Jón S. Ólafsson vann til bronsverðlauna í stangarstökki í flokki karla 60–64 ára á heimsmeistaramóti öldunga innanhúss, sem haldið var í Daegu í Suður-Kóreu nýverið. Jón stökk yfir 3,00 metra. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem Jón vinnur til verðlauna á heimsmeistaramóti því á heimsmeistaramóti öldunga utanhúss sem haldið var í […]

meira...

Sumarstarf á skrifstofu FRÍ

Umsóknarfrestur um sumarstarf á skrifstofu FRÍ rennur út á miðnætti á morgun sunnudaginn 23 apríl og því enn möguleiki að sækja um spennandi og krefjandi starf. Hér er texti úr auglýsingunni sem birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu: Verkefnastjóri hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands, sumarstarf Frjálsíþróttasamband Íslands óskar eftir að ráða sjálfstæðan og drífandi verkefnastjóra á skrifstofu FRÍ […]

meira...

Hefur þú áhuga á að gerast mælingamaður eða mælingakona fyrir keppnishlaup?

Í júní verður haldið námskeið á vegum AIMS (Association of International Marathons and Distance Races) í að mæla vegalengdir og taka út framkvæmd keppnishlaupa. Kennari á námskeiðinu er Hugh Jones starfsmaður AIMS. Námskeiðskostnaður er ca. 25.000, fer eftir fjölda þátttakenda. Að vera mælingamaður er skemmtileg aukavinna fyrir áhugamenn/konur um hlaup á Íslandi. Er þetta ekki […]

meira...

Sindri Hrafn heldur áfram að bæta sig og sigrar á háskólamóti í USA

Sindri Hrafn Guðmundsson var bæði útnefndur frjálsíþróttamaður vikunnar hjá First Credit Union og hjá Mountain West þegar hann sigraði í spjótkasti á Rafer Johnson/Jackie Joyner-Kersee Invitational sem haldið var í Los Angeles í Kaliforníu helgina 8. og 9. apríl. Sindri bætti eigið skólamet með því að kasta spjótinu 73.06m. Nánari umfjöllun má sá hér sem […]

meira...

Glæsilegur árangur hjá Sindra Hrafni Guðmundssyni spjótkastara

Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðabliki keppti um daginn á bandarísku háskólamóti og gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið með því að kasta 72.24 m. Jafnframt var um að ræða skólamet í háskólanum hans Utah State University. Með kastinu náði hann einnig lágmörkum fyrir EM U23 sem haldið verður í Póllandi í sumar. Mótið er fyrsta […]

meira...

Hlynur Andrésson frjálsíþróttamaður vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna

Hlynur var útnefndur frjálsíþróttamaður vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna eftir frábæran árangur þann 1. apríl síðastliðinn. Útnefningin er mikill heiður en tíminn hans var sá sjöundi besti í sögu skólans. Hlynur er nú í 19. sæti á NCAA háskólalistanum en þeir bestu í hverri grein keppa á Bandaríska háskólamestaramótinu í vor. Sjá umfjöllun hér: http://emueagles.com/news/2017/4/4/mens-track-andresson-named-mac-track-athlete-of-the-week.aspx

meira...

Hlynur Andrésson setur Íslandsmet í frábæru 5000m hlaupi, 1. apríl.

Hlynur Andrésson ÍR keppti í 5000m hlaupi á Stanford Invitational í Kaliforníu laugardaginn 1. apríl. Hlaupið var frábærlega útfært hjá honum og lauk með gríðarlegum endaspretti þar sem þrír hlauparar börðust um sigurinn og komu í mark með 27/100sek millibili. Hlynur bætti sinn besta tíma um heilar 10 sekúndur og setti um leið nýtt Íslandsmet […]

meira...
1 2 3 4 200
X