Íris Anna Skúladóttir setti Íslandsmet í 3000m hindrunarhlaupi á Vormóti Fjölnis, 11:14,73 mín

Íris Anna Skúladóttir Fjölni bætti í kvöld Íslandsmet Guðrúnar Báru Skúladóttur HSK í 3000m hindrunarhlaupi á Vormóti Fjölnis, sem fram fór á Laugardalsvelli í kvöld. Íris Anna hljóp á 11:14,73 mín en met Guðrúnar Báru var 11:23,14 mín sett í Tallinn árið 2002. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Íris Anna keppir í þessari grein, en hún hljóp vegalengdina í fyrsta skipti á Vormóti Breiðabliks fyrir skömmu og var þá aðeins örfá sekúndubrot frá metinu.
Búast má við að Íris eigi eftir að bæta metið enn frekar á næstu vikum, en þetta er keppnisgrein í Evrópubikarkeppni landsliða í Tallinn seinna í þessum mánuði.
Glæsilegur árangur hjá Írisi sem verður 19 ára á þessu ári – til hamingu!
meira...

NM unglinga í fjölþrautum um helgina og sex keppa í Regensburg

Um helgina fer fram Norðurlandameistaramót unglinga í fjölþrautum í Jyväskylä í Finnlandi.
Fjórir íslenskir unglingar taka þátt í mótinu, þeir Einar Daði Lárusson ÍR og Sveinn Elías Elíasson Fjölni keppa í tugþraut í flokki 18-19 ára og Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni og Guðrúna María Pétursdóttir Breiðabliki keppa í sjöþraut í flokki 17 ára og yngri.
meira...

Óðinn Björn með 19,14 metra í kúluvarpi í kvöld

Óðinn Björn Þorsteinsson FH varpaði kúlunni 19,14 metra á 4. Coca Cola móti FH í Kaplakrika í kvöld.
Þetta er besti árangur Óðins á þessu ári, en hann á best 19,24 metra frá sl. ári, en hann var búinn að kasta engst 18,67 metra í vor. B-lágmarkið fyrir Ólympíuleikana er 19,80 metrar.
 
Þá kastaði Örn Davíðsson FH spjótinu 62,96 metra á kvöld, sem er aðeins 3 sm frá drengjametinu, sem hann setti fyrir tveimur vikum. Annar í spjótkastinu varð Guðjón Ólafsson Breiðabliki með 59,15 metra sem er persónulegt met hjá honum.
 
meira...

Bergur Ingi í 3.sæti í Fränkisch Crumbach með 73,59 metra

Bergur Ingi Pétursson Íslandsmethafi í sleggjukasti úr FH varð í 3. sæti á sterku sleggjukastmóti í Fränkisch Crumbach í Þýskalandi í dag.
Bergur kastaði lengst 73,59 metra sem er aðeins 89 sm frá Íslandsmetinu sem hann setti fyrir viku síðan í Kaplakrika.
Kastsería Bergs var mjög góð í dag: 70,62-óg-73,59-73,32-71,20-óg.
Markus Esser Þýskalandi sigraði á mótinu í dag með 77,22 metra og Jens Rautenkranz Þýslalandi varð í öðru sæti með 76,19 metra.
Í fjórða sæti varð Markus Kalmaier Þýskalandi með 72,83m og Benjamin Boruschewski Þýskalandi var fimmti með 72,50m.
Bergur Ingi er sem stendur í 35. sæti heimslistans í sleggjukasti með Íslandsmet sitt 74,48 metra, Markus Esser er í 14. sæti listans og Jens Rautenkranz er í 19. sæti.
Á myndinni takast þeir Bergur Ingi og Markus Esser hraustlega í hendur á verðlaunapallinum.
meira...

Fyrsta Gullmótið í dag – Bein útsending á RUV frá kl. 13.00-15:00

Fyrsta Gullmót IAAF fer fram í Berlín í dag. Bein útsending frá mótinu verður á RUV frá kl. 13:00-15:00.
Þetta er fyrsta Gullmótið af sex á þessu ári, en keppt verður um gullpottinn sem er 1 milljón dollara eða um 75 milljónir króna.
Sá/sú sem sem sigrar á öllum Gullmótum sumarsins í sinni grein getur unnið gullpottinn.
 
Gullmótin í ár fara fam á eftirfarandi dögum/stöðum:
1. júní – Berlín.
6. júní – Osló.
11. júlí – Róm.
18. júlí – París.
18. júlí – París.
29. ágúst – Zurich.
5.septemper – Brussel.
 
meira...

Úrslit í Skólaþríþraut FRÍ og Iceland Express

Lokamótið í Skólaþríþraut FRÍ og Iceland Express fór fram í Laugardalshöllinni í dag.
16 efstu úr forkeppni skólanna var boðið að taka þátt í lokamótinu og mættu 43 krakkar úr 6. og 7. bekk frá öllum landshlutum á lokamótið í dag, en keppt í hástökki, kúluvarpi og 400m hlaupi.
Gefin voru stig fyrir árangur í öllum greinum sem myndaði samanlagðan heildarárangur.
Íþróttafólk úr landsliðshópi FRÍ aðstoði við framkvæmd mótsins, en þau komu saman um helgina til æfinga.
meira...

Þórey Edda stökk 4,20m í Saulheim – mótinu hætt vegna úrhellis

Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari úr FH stökk yfir byrjunarhæð sína 4,20 metra á sterku stangarstökksmóti í Saulheim í Þýskalandi í gær.
Keppninni var aflýst vegna úrhellis og þrumuveðurs þegar keppendur voru að stökkva á næstu hæð 4,30m.
 
Bergur Ingi Pétursson íslandsmethafi í sleggjukasti keppir á morgun á sterku sleggjukastmóti í Þýskalandi. Bergur Ingi fór fór utan í gær ásamt Eggerti Bogasyni þjálfara sínum og tveimur fyrrverandi íslandsmethöfum í sleggjukasti, þeim Guðmundi Karlssyni og Jóni Auðunni Sigurjónssyni.
Eftir mótið á morgun heldur Bergur Ingi til Kuortane í Finnlandi í æfingabúðir í þrjár vikur á vegum Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins.
meira...

Aðalheiður María kastaði 48,06 í sleggjukasti

Aðalheiður María Vigfúsdóttir íslandsmethafi í sleggjukasti kastaði 48,06 metra á sínu fyrsta móti í sumar á Vormóti Kville í Gautaborg í gær. Íslandsmet hennar er 49,69 metrar frá sl. ári, svo þessi byrjun lofar góðu fyrir framhaldið í sumar. Aðalheiður keppir á sunnudaginn á Lyngby Games í Danmörku.
 
Þá keppti Sandra Pétursdóttir ÍR einnig á móti í Löten í Noregi og kastaði sleggjunni 45,64 metra og bætti sinni fyrri árangur um rúmlega tvo metra. Sandra er 19 ára á þessu ári og er íslandsmetið í flokki unglinga 19-20 ára 46,10 metrar, svo Sandra var mjög nálægt því að slá það í dag.
meira...

Lokamót Skólaþríþrautar FRÍ og Iceland Express á laugardaginn

Á laugardaginn fer fram lokamótið í Skólaþríþraut FRÍ og Iceland Express í Laugardalshöllinni og hefst mótið kl. 13:00. Alls fengu 64 nemendur í 6. og 7. bekk boð um að keppa á lokamótinu eða 16 efstu í hvorum aldursflokki af báðum kynjum. Samtals 47 skólar skiluðu inn úrslitum úr forkeppni í skólunum í vor og eiga 30 skólar víðsvegar af landinu fulltrúa í lokamótinu á laugardaginn. Smáraskóli í Kópavogi er með flesta keppendur í lokamótinu eða 9, Seljaskóli er með 7 og Hafnarskóli á Höfn er með 5.

meira...

Fjórir valdir til þátttöku á NM í fjölþrautum um aðra helgi

Fjórir keppendur hafa verið valdir til að taka þátt í Norðurlandameistaramóti unglinga í fjölþrautum, en mótið fer fram í Jyväskylä í Finnlandi 7.-8. júní nk.
Eftirfarandi keppendur voru valdir:
* Einar Daði Lárusson ÍR, keppir í tugþraut í flokki 18-19 ára.
* Sveinn Elías Elíasson Fjölni, keppir í tugþraut í flokki 18-19 ára.
* Guðrún María Pétursdóttir Ármanni, keppir í sjöþraut í flokki 17 ára og yngri.
* Helga Margrét Þorsteinsdóttir Breiðabliki, keppir í sjöþraut í flokki 17 ára og yngri.
 
meira...
1 197 198 199 200 201 211
X