Helstu úrslit NM U23 í dag. Stefán Guðmundsson í 3. sæti í 3000 m. hindrunarhlaupi og Arndís Ýr Hafþórsdóttir í 4. sæti í 5000 m. hlaupi á nýju Ungkvennameti 19-20 ára

Stefán Guðmundsson varð í 3. sæti í 3000 m. hindrunarhlaupi og bætti sinn besta árangur þegar hann hljóp á tímanum 9:08,21 en hann átti fyrir 9:11,11 síðan í júní.
 
Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð í 4. sæti í 5000 m. hlaupi á tímanum 17:36,53 og setti met í flokki ungkvenna 19-20 ára um 7 sek. Arndís átti ekki tíma í 5000 m. hlaupi á braut og þetta er 5. besti tími ísl. konu skv. afrekaskrá FRÍ. Íris Anna Skúladóttir átti metið fyrir, en það var 17:43,53 sett á Smáþjóðaleikunum í Monaco 2007.
 
Þorsteinn Ingvarsson varð í 7. sæti í langstökki, stökk 6,98 m. og í 12. sæti í 200 m. hlaupi á 23,17.
 
Bjarni Malmquist varð í 9. sæti í langstökki, stökk 6,92 m.
 
Óli Tómas Freysson, keppti í 200 m. hlaupi í dag og varð í 11. sæti á 22.60.
 
Hafdís Sigurðardóttir varð í 11. sæti í 200 m. hlaupi á tímanum 25,93.
meira...

Martha og Valur íslandsmeistarar í hálfmaraþoni

Meistaramót Íslands í hálfmaraþoni fór fram í Brúarhlaupi Selfoss í gær og urðu þau Martha Ernstsdóttir og Valur Þórsson íslandsmeistarar í kvenna og karlaflokki. Valur hljóp á 1:12,23 klst og Martha hljóp á 1:21,29 klst.
 
Valur kom í mark rúmlega 6 mín á undan Birki Martinssyni sem varð í öðru sæti á 1:18,38 klst. Þriðji varð svo Bergþór Ólafsson á 1:20,17 klst.
 
Martha varð tæplega 9 mín á undan Sigurbjörgu Eðvaldsdóttur í mark, en Sigurbjörg hljóp á 1:30,10 klst. Heimakonan Borghildur Valgeirsdóttir varð í þriðja sæti á 1:34,13 klst.
71 hlaupari lauk keppni í hálfmaraþoninu í gær, en keppt var í nokkrum öðrum vegalengdum í Brúarhlaupinu.
Heildarúrslit eru að finna á hlaup.is
meira...

Síðasta Gullmót IAAF í kvöld í Brüssel – Sýnt á morgun kl. 11:30 á RUV

Síðasta Gullmót IAAF á þessu sumri fer fram í Brüssel í kvöld og verður mótið sýnt á RUV á morgun kl. 11:30.
Keppendalistinn í Brüssel er mjög áhugaverður og nokkur spennandi einvígi á mótinu í kvöld.
Það einvígi sem flestir bíða eftir er í 100m hlaupi karla, en þar mætast Jamaíkubúarnir Usain Bolt heimsmethafi (9,69s) og Asafa Powell, en Powell gerði sér lítið fyrir og vann Bolt í vikunni í Lausanne og hljóp á næstbesta tíma í 100m hlaupi frá upphafi, 9,72 sek. Þar gæti heimsmetið fallið ef aðstæður verða hagstæðar.
 
Þær Blanka Vlasic frá Króatíu (hástökk) og Palima Jelimo (800m) eru einu íþróttmennirnir sem ennþá eiga möguleika á Gullpottinum, en þær hafa sigrað sínar greinar á öllum fimm Gullmótum sumarsins og þurfa að sigra í kvöld og á Worls Athletics Final, sem fram fer í Stuttgart um næstu helgi til að tryggja hlutdeild í milljón dala pottinum.
 
Sjá nánar heimasíðu IAAF
 
meira...

Hafdís fjórða í langstökki á NM 22 ára og yngri í Tampere

Nú stendur yfir keppni á Norðurlandameistaramóti ungmenna 22 ára og yngri í Tampere í Finnlandi.
Hafdís Sigurðardóttir varð áðan í fjórða sæti í langstökki, stökk 5,93 metra, sem er aðeins 1 sm frá
hennar besta árangri. Hafdís gerði öll stökk sín gild og var styrsta stökkið 5,63 metrar. Til þess að
komast á pall hefði hún þurft að stökkva yfir 6,01 metra.
Óli Tómas Freysson hljóp 100m á 11,08 sek. og varð í 9. sæti og Þorsteinn Ingvarsson hljóp sömu
vegalengd á 11,31 sek. og varð í 10. sæti. Hann keppir í langstökki á morgun, en það er aðalgreinin hans.
 
Arndís Ýr Hafþórsdóttir var í 7. sæti í 1500m hlaupi á 4:40,70 ( á best 4:38,79). Arndís keppir í 5000 m. hlaupi á morgun. Bjarni Malmquist Jónsson varð í 7. sæti í þrístökki,með stökki uppá 13,23 m. Nokkuð frá sínu besta, en hann keppir í langstökki á morgun sem er aðalgreinin hans.
 
Nánari upplýsingar eru að finna á www.varaslahto.net/nordicbaltic
meira...

Góður árangur á EM Master Games í Malmö

Góður árangur hefur náðst hjá okkar mönnum á European Masters Games sem fram fer í Malmö í Svíþjóð um þessar mundir.
 
Stefán Hallgrímsson, ÍR, sem keppir í flokki 60 til 64 ára vann tugþrautina með 7734 stig. Árangur hans í einstökum greinum var sem þessi:
100m hlaup: 14,22/ 0,7,
langstökk: 4,33/-0,7
kúluvarp: 12,28
hástökk: 1,49
400m hlaup: 64,32
100m grind: 17,57/-1,3
kringlukast: 42,59
stangarstökk: 3,20
spjótkast: 45,04
1500m hlaup: 5:30,36
 
Jón H. Magnússon, ÍR, sem keppir í flokkir 70 til 74 ára sigraði í lóðkasti. Hann kastaði 15,50m. Jón varð annar í sleggjukasti með 40,48m og varð fimmti í spjótkasti með 29,41 metra.
 
Jón Bjarni Bragason, Breiðabliki, sem keppir í flokki 35 til 39 ára, sigraði með nokkrum yfirburðum í kringlukasti með 42,25 metrum. Næsti maður kastaði 35,98 metra. Jón Bjarni varð annar í lóðkastinu með 14,34 metra.
 
Sigurður Haraldsson, Leikni Fáskrúðsfirði, sem keppir í flokki 75 til 79 ára, varð annar í kúluvarpi með 9,54 metra, þriðji í lóðkasti með 13,42 metra, þriðji í kringlukasti með 30,20 metra og fimmti í sleggjukasti með 26,55 metra kasti.
 
Sjá nánar á bloggsíðu eldri frjálsíþróttamanna.
meira...

Stefán Guðmundsson með bætingu í 3000m hlaupi í Árósum

Stefán Guðmundsson millivegalengda- og langhlaupari úr Breiðablik bætti sinn besta árangur í 3000m hlaupi á Aarhus Games í gærkvöldi. Stefán hljóp vegalengdina á 8:35,32 mín og bætti sinn besta tíma um 13,5 sek.
Þetta er annar besti árangur íslensks hlaupara í 3000m hlaupi á þessu ári, en Kári Steinn Karlsson á besta árangur ársins, 8:16,09 mín frá því í Evrópubikarkeppni landsliða í Tallinn, en það er jafnframt Íslandsmet 21-22 ára, en hann og Stefán eru jafnaldar. Þetta er 17. besti árangur íslensks hlaupara í 3000m hlaupi frá upphafi.
Stefán heldur í dag til Tampere í Finnlandi, þar sem hann keppir ásamt fimm öðrum íslenskum ungmennum á Norðurlandameistaramóti 22 ára og yngri um helgina, en Stefán þar í 3000m hindrunarhlaupi á sunnudaginn.
 
Trausti Stefánsson FH keppti ekki á mótinu vegna stífleika í læri, en hann ætlaði að hlaupa 400m.
meira...

MÍ í hálfmaraþoni í Brúarhlaupi Selfoss á laugardaginn

Meistaramót Íslands í hálfmaraþonhlaupi karla og kvenna fer fram í Brúarhlaupinu á Selfossi nk. laugardag.
Hlaupið hefst kl. 11:30 og stendur skráning yfir á hlaup.is, en einnig er hægt að skrá sig í Landsbankanum á Selfossi frá kl. 09:00 á laugardaginn og þar til 60 mín fyrir hlaup.
 
Aðrar vegalengdir sem keppt verður í eru: 2,5 km, 5 km og 10 km (allar vegalengdir eru með tímatöku).
Nánari upplýsingar um Brúarhlaupið eru að finna á heimasíðu Árborgar.
meira...

Bikarkeppni FRÍ 16 ára og yngri – Átta lið keppa á Sauðárkróki

Bikarkeppni FRÍ fyrir 16 ára og yngri fer fram á Sauðárkróki nk. laugardag í umsjón UMSS.
Átta lið taka þátt í keppninni að þessu sinni; FH, HSK, ÍR (A B C lið), UMSE/UFA (A B lið) og UMSS.
 
Keppnin hefst kl. 14:00 og eru áætluð mótslok kl. 16:40. Keppt er um Bikarmeistaratitil í meyja og sveinaflokki og samanlagt í báðum flokkum. Lið FH sigraði í bæði sveina og meyjaflokki á sl. ári.
 
Hægt verður að skoða leikskrá fyrir keppnina í mótaforritinu hér á síðunni á morgun.
meira...

Breiðablik leitar að þjálfara fyrir 9-11 ára

Frjálsíþróttadeild Breiðabliks vantar þjálfara fyrir 9 – 11 ára aldurshóp deildarinnar.
Æfingar í þessum aldurshópi fara fram sem hér segir.
Fífan/smárinn.
Mánudagar kl: 16.00-17.30
Þriðjudagar kl: 16.00-17.30
Fimmtudagar kl: 16.00-17.30
 
Kórinn.
Mánudagar kl: 16.00-17.30
Þriðjudagar kl: 16.00-17.30
Fimmtudagar kl: 16.00-17.30
 
Áhugasamir vinsamlega hafið samband við Arnþór Sigurðsson í síma 864-6598
 
meira...

Trausti Stefánsson með bætingu í 200m

Trausti Stefánsson spretthlaupari úr FH bætti sinn besta árangur í 200m hlaupi á frjálsíþróttamóti í Árósum í gærkvöldi og náði jafnframt besta tíma ársins í greininni, hljóp á 22,06 sek. og sigraði örugglega (-1,7m/s).
 
Hans besti tími fyrir þetta hlaup var 22,12 sek. frá því á Gautaborgarleikunum á þessu ári. Þessi árangur Trausta er jafnframt besti tími ársins í 200m, en hann komst upp fyrir Svein Elías á afrekaskrá ársins, en hann hefur best hlaupið á 22,08 sek. í sumar.
Trausti hljóp einnig 100m á mótinu í gærkvöldi á 11,07 sek.(-0,8m/s), sem er 1/100 úr sek. frá hans besta, en hann á þriðja besta tíma Íslendings í 100m hlaupi á þessu ári, 11,06 sek.. Aðeins Sveinn Elías Elíasson Fjölni (10,79 sek.) og Óli Tómas Freysson FH (10,82 sek.) hafa hlaupið hraðar en Trausti á þessu ári.
 
Trausti keppir aftur annað kvöld á Kaupmannahafnarleikunum, en þá hleypur hann 400m.
Þá keppir Stefán Guðmundsson Breiðabliki einnig á Kaupmannahafnarleikunum í 1500m hlaupi.
 
meira...
1 197 198 199 200 201 220
X