Reykjavik International Games – Sterkir erlendir keppendur mæta

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir Reykjavik International Games, sem fram fer helgina 17.-18. janúar nk.
Alþjóðlegt boðsmót í frjálsum fer fram sunnudaginn 18. janúar frá 16:00-18:00.
 
Nú er verið að vinna í keppendalista mótins, bæði er varðar innlenda keppendur og erlenda. Nokkrir sterkir erlendir keppendur hafa staðfest þátttöku sína í mótinu m.a. keppa þrjár af fljótustu konum Evrópu, en þetta eru þær Emma Ania frá Bretlandi (7.24s/11.21s – Næstbest í Bretlandi 2008), Lena Berntsson Svíþjóð (7.26s – Besti tími í Svíþjóð 2008) og Norski methafinn í 60 og 100m og ein efnilegasta spretthlaupskona í Evrópu um þessar mundir, Ezinne Okparaebo (7.33s/11.32s).
Þá kemur sexfaldur meistari í langstökki kvenna, Margrete Renström (6.33m) og einn fremsti millivegalengdahlaupari Noregs keppir í 1500m, Kjetil Måskestad (3:45,26 mín). Rubin Tabaras frá Bretlandi sem keppti hér fyrir tveimur árum mætir aftur núna (6.88s í 60m) og Bandarískur stangarstökkvari sem á best 5,45 metra keppir einnig.
 
Í gær kom staðfesting um að 10 manna hópur frjálsíþróttamanna frá Bretlandi kæmi á mótið, en nánari upplýsingar um þá keppendur liggja ekki fyrir fyrr en eftir helgi, þar sem þeir keppendur verða ekki valdir fyrr en eftir mót sem þeir taka þátt í um helgina. Stefnt er að því að endanlegur keppendalisti liggi fyrir strax eftir helgina.
 
meira...

Fleiri met féllu á 3. Jólamóti ÍR í gærkvöldi

Þrír einstaklingar bættu alls fimm aldursflokkamet á 3. Jólamóti ÍR í Laugardalshöll í gærkvöldi.
 
Bjarki Gíslason UFA bætti eigin met í þremur aldursflokkum í stangarstökki, þegar hann stökk 4,65 metra.
Þetta er nýtt met í drengja, unglinga og ungkarlaflokki, en gamla metið var aðeins rúmlega sólarhrings gamalt og var 4,61 metrar.
Þá bætti Gísli Brynjarsson Breiðabliki sveinametið um 4 sm, þegar hann stökk yfir 4,05 metra. Gamla metið átti
hann sjálfur ásamt Stefáni Árna Hafsteinssyni ÍR.
Að lokum bætti Birna Varðardóttir FH meyjamet í 3000m hlaupi um rúmlega 12 sek. þegar hún hljóp á 11:17,93 mín, en gamla metið átti Selmdís Þráinsdóttir HSÞ.
 
Heildarúrslit frá mótinu eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
meira...

94 keppendur og nokkur met féllu á Áramóti Fjölnis í gær

94 keppendur tóku þátt í Áramóti Fjölnis í Laugardalshöll í gær, en mótið var jafnframt 20 ára afmælismót.
 
Snorri Sigurðsson ÍR bætti drengjametið í 800m hlaupi, þegar hann stórbætti árangur sinn í greininni og hljóp á 1:56,45 mín. Gamla metið átti Ólafur Konráð Albertsson ÍR, sett á árinu 2007.
Bjarki Gíslason UFA bætti eigið met í þremur aldursflokkum í stangarstökki um 1 sentimetra þegar hann vippaði
sér yfir 4,61 metra. Þetta er nýtt met í drengja (17-18 ára), unglinga (19-20 ára) og ungkarlaflokki (21-22 ára).
Gamla metið setti hann á móti í Boganum fyrir rúmlega hálfum mánuði.
Þá bætti strákasveit ÍR met í 4x200m boðhlaupi í gær, en sveitin hljóp á 1:59,05 mín. Sveitina skipuðu þeir Skúli Gunnarsson, Hans Holm Aðalsteinsson, Brynjólfur Haukur Ingólfsson og Gunnar Ingi Harðarsson.
 
Ágætur árangur náðist í nokkrum greinum og má þar m.a. nefna að Bjartmar Örnuson UFA hljóp 800m á 1:56,26 mín. Fjölþrautarkonan, Helga Margrét Þorsteinsdóttir hljóp 800m á 2:16,78 mín.
Magnús Valgeir Gíslason Breiðabliki hljóp 60m hlaup á 7,10 sek. og Kristinn Torfason FH hljóp 200m á 22,93 sek.
 
Heildarúrslit eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
meira...

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Stjórn og framkvæmdastjóri Frjálsíþróttsambands Íslands óskar öllum gleðilegra jólahátíðar og farsæls komandi árs með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
 
Skrifstofa FRÍ verður lokuð milli jóla- og nýárs, opnar aftur föstudaginn 2. janúar 2009.
Meira
 
meira...

Fjölmörg met í yngri aldursflokkum bætt

Nokkur mót hafa farið fram undanfarna daga í Laugardalshöllinni og víðar.
Ágætur árangur hefur náðst og fjöldi Íslandsmeta í yngri aldursflokkum hafa fallið.
 
Á 1. Jólamóti ÍR 15. des. sl. bætti Aníta Hinriksdóttir ÍR met í flokkum 12 ára og yngri og 13-14 ára í 1500m hlaupi, þegar hún hljóp á 4:58,48 mín. Gömlu metin voru 5:29,6 mín (Linda Björk Loftsdóttir, FH, 1980) og 5:09,5 mín (Sigrún Halla Gísladóttir UMSB, 1994).
Þá bætti Gunnar Ingi Harðarsson ÍR metið í 600m hlaupi 12 ára og yngri, þegar hann hljóp á
1:42,81 mín, en gamla metið var 1:43,7 mín (Finnbogi Gylfason FH, 1982).
 
Á innanfélagsmóti ÍR 17. des. sl. féllu einnig nokkur met.
Snorri Sigurðsson hljóp þá 1000m hlaup á 2:33,49 mín og bætti met í tveimur í drengja-og unglingaflokki.
Gömlu metin voru 2:37,3 mín í drengjaflokki (Sveinn Margeirsson UMSS, 1995) og 2:37,23 mín í
unglingaflokki (Bjartmar Örnuson UFA, 2007).
Gunnar Ingi Harðarson ÍR bætti metið í 60m grindahlaupi(76,2sm) í flokki 12 ára og yngri,
þegar hann hljóp á 10,11 sek. Gamla metið var 10,41 sek.(Heimir Þórisson ÍR, 2002).
Kristján Þór Sigurðsson ÍR bætti metið í 400m í flokki 12 ára og yngri, hljóp á 60,42 sek.
Gamla metið var 63,09 sek. (Gunnar Ingi Harðarson ÍR, 2008).
Aníta Hinriksdóttir ÍR bætti metið í 1000m hlaupi í flokki 12 ára og yngri, hljóp á 3:13,68 mín.
Gamla metið var 3:19,2 mín (Linda Björk Loftsdóttir FH, 1980).
Þá bættu stráka og piltasveitir ÍR metin í 4x200m boðhlaupi á sama móti, strákasveitin (12 ára og yngri)
hljóp á 2:00,17 mín og bætti met sem sveit ÍR átti frá sl. ári og var 2:05,47 mín.
Sveitina skipuðu þeir Freyr Egilsson, Hans Holm Aðalsteinsson, Benedikt Óli Sævarsson og Kristján Þór Sigurðsson.
Piltasveit ÍR (13-14 ára) hljóp á 1:48,51 mín og bætti met sem sveit Breiðabliks átti frá sl. ári og var 1:51,50 mín. Sveitina skipuðu þeir Gunnar Guðmundsson, Sæmundur Ólafsson, Magnús Reynir Rúnarsson og Sigurður Kristinsson.
 
Á innanfélagsmóti Breiðabliks 18. des. sl. hljóp Óli Tómar Freysson FH á 7,07 sek. í 60m og Stefán Guðmundsson Breiðabliki hljóp 5000m á 15:17,82 mín, Þorbergur Ingi Jónsson Breiðablik hljóp á 15:21,11 mín og Károly Varga FH hljóp á 15:30,48 mín.
 
Heildarúrslit frá þessum mótum og öðrum eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
 
meira...

Bjarki bætti metið í þremur aldursflokkum í stangarstökki

Bjarki Gíslason UFA bætti Íslandsmetið í stangarstökki í þremur aldurflokkum unglinga á 2. Bætingarmóti UFA/UMSE í Boganum sl. föstudag. Bjarki stökk yfir 4,60 metra og bætti eigið met í drengjaflokki, en það var 4,40 metrar frá því fyrr á þessu ári. Bjarki bætti einnig gildandi met í flokkum 19-20 ára og 21-22 ára, en það var 4,52 metrar í báðum flokkum í eigu Sveins Elíasar Elíasarsonar Fjölni, einnig sett fyrr á þessu ári.
Bjarki bætti innanhússárangur sinn um 20 sm, en hann á best 4,68 metra utanhúss frá sl. sumri. Þessi árangur Bjarka lofar góðu fyrir framhaldið í vetur, en ekki er ólíklegt að hann hafi sett stefnuna á 5 metra múrinn í vetur.
 
Bjarki er fjölhæfur frjálsíþróttamaður, á myndinn varpar hann kúlunni á Meistaramóti unglinga í sl. ári.
meira...

Fyrsti Ólympíuhópur FRÍ 2012 skipaður

Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ hefur valið Ólympíuhóp FRÍ 2012. Eftirtaldir 13 íþróttamenn skipa fyrsta hópinn fyrir Ólympíuleikana í London árið 2012:
 
* Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni – spjótkast – 59,80m
* Chelsea Kristina Birgisdóttir Sveinsson, ÍR – 800m hlaup 2:08,46sek
* Hafdís Sigurðardóttir, HSÞ – langstökk – 5,93m
* Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni – sjöþraut 5524stig og hástökk 1,72m
* Jóhanna Ingadóttir, ÍR – langstökk 5,99m (innanhúss)
* Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR – sjöþraut 5342stig, 100m grindahlaup 14,01sek og 400m grindahlaup 58,82s
* Sigrún Fjeldsted Sveinsdóttir, FH – spjótkast 51,92m
* Bergur Ingi Pétursson, FH – sleggjukast 74,48m
* Björgvin Víkingsson, FH – 400m grindahlaup 51,17sek
* Kári Steinn Karlsson, Breiðablik – 1500m hlaup 3:51,15mín , 5000m hlaup 14:07,13mín og 10000m hlaup 29:28,05mín
* Magnús Aron Hallgrímsson, Breiðablik – kringlukast 54,01m
* Óðinn Björn Þorsteinsson, FH – kúluvarp 19,20m og kringlukast 60,29m
* Sigurbjörn Árni Arngrímsson, HSÞ – 800m hlaup 1:51,53mín
 
Þá náðu þær Silja Úlfarsdóttir, FH – 400m grindahlaup 58,90sek og Þórey Edda Elísdóttir, FH
– stangarstökk 4,30m einnig viðmiði ársins, en þær óskuðu eftir að taka ekki þátt í þessu verkefni.
Þær hafa um árabil verið í hópi okkar sterkustu afrekskvenna, en eru nú að draga sig í hlé.
Eins og sjá má á þessum lista eru þarna í bland við gamalreynda afreksmenn nokkrir bráðungir
íþróttamenn að ná glæsilegum árangri. Það verður spennandi að fylgjast með hverjir af þess
um íþróttamönnum ná alla leið á Ol 2012 í London.
Ol 2012 viðmiðin má sjá hér á síðunni undir landsliðsmál. Þau virka þannig að ná þarf viðmiði ársins til að
komast inn í hópinn. Þau sem hér að ofan eru nefnd hafa aðeins tryggt sér sæti í hópnum á næsta ári.
Að ári sjáum við svo hverjir ná að halda sér inni með afrekum sínum og eins hverjir nýjir koma inn í hópinn.
Því hópurinn er opinn fyrir alla sem viðmiði ársins ná, ekki er nauðsynlegt að komast inn í hópinn á fyrsta ári (2008).
Það er von okkar að þetta verkefni skili okkur árangri og sem flestir afreksmenn nái lágmarki fyrir Ólympíuleikana í London árið 2012.
 
Fh. Íþrótta- og afreksnefndar FRÍ
Gunnar Sigurðsson
meira...

Hádegisfundur ÍSÍ nk. föstudag kl. 12:00

Næsti hádegisfundur ÍSÍ verður í boði föstudaginn 12. desember nk. í E-sal Íþróttamiðstövarinnar í Laugardal.
Fyrirlesturinn þennan hádegisfund ber yfirskriftina „Íþróttaiðkun barna og unglinga í krepputíð“.
Haukur Haraldsson sálfræðingur hjá félagsþjónustunni í Hafnarfirði mun fjalla um hvaða áhrif
ástandið í þjóðfélaginu getur haft á börn og unglinga.
Haukur mun m.a. leita svara við eftirtöldum spurningum:
Hvernig kemur þetta fram í íþróttaiðkuninni og félagsstarfinu?
Hvernig getum við stutt betur við iðkendur og fjölskyldurnar?
Hverju þurfa íþróttafélögin að huga að?
Hvað með utanumhald starfsfólks íþróttafélaga?
Að loknum fyrirlestrinum verða leyfðar fyrirspurnir eins og á fyrri hádegisfudum ÍSÍ.
 
Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.
meira...

Ásdís og Bergur Ingi frjálsíþróttafólk ársins 2008

Stjórn FRÍ hefur valið frjálsíþróttafólk ársins 2008. Fyrir valinu urðu þau Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni og Bergur Ingi Pétursson sleggjukastari úr FH.
 
Helstu afrek þeirra á árinu 2008:
 
Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni (23 ára):
• Ásdís tvíbætti Íslandsmetið á árinu, fyrst í Evrópubikakeppni landsliða í Tallinn, kastaði þá 57,49m. Hún bætti metið síðan aftur á Savo Games í Finnlandi 20. júlí, þegar hún kastaði 59,80m og sigraði. Ásdís bætti Íslandsmetið því um 2,70m á þessu ári.
• Ásdís er í 36. sæti á heimslista ársins með þann árangur, en þetta er jafnframt annar besti árangur á Norðurlöndum á árinu.
• Ásdís sigraði í Evrópubikarkeppni landsliða í Tallinn í júní, kastaði 57,49m.
• Ásdís keppti á Ólympíuleikunum í Peking en náði sér ekki á strik þar.
• Ásdís náði á árinu lágmarki fyrir Heimsmeistaramótið í Berlín á næsta ári.
 
Bergur Ingi Pétursson, FH (23 ára):
• Bergur Ingi þríbætti Íslandsmetið á árinu, fyrst á Vetrarkastmóti í Finnlandi í lok febrúar úr 70,30m í 70,52m, síðan á Vetrarkastmóti Evrópu í mars úr 70,52m í 73,00m. Í þriðja sinn á móti í Hafnarfirði 25. maí í 74,48m. Bergur Ingi bætti því Íslandsmetið alls um 4,18 metra á árinu.
• Bergur Ingi er í 61. sæti á heimslista ársins með þann árangur, en það er jafnframt þriðji besti árangur á Norðurlöndum á árinu.
• Bergur Ingi keppti á Vetrarkastmóti Evrópu í Split 15. mars og varð í 9. Sæti af 20 keppendum, kastaði 73,00m og bætti Íslandsmetið á mótinu um 2,70m.
• Bergur Ingi sigraði í Evrópubikarkeppni landsliða í Tallinn í júní, kastaði 71,44m.
• Bergur Ingi keppti á Ólympíuleikunum í Peking, þar sem hann kastaði 71,63m og varð í 25.sæti af 33 keppendum.
• Bergur Ingi náði á árinu lágmarki fyrir Heimsmeistaramótið í Berlín á næsta ári.
 
Myndina af Ásdísi og Berg Inga tók Unnur Sigurðardóttir í Peking.
meira...

Gísli jafnaði sveinametið í stangarstökki, stökk 4,01 metra

Gísli Brynjarsson, 16 ára sveinn úr Breiðabliki jafnaði sveinamet Stefáns Árna Hafsteinssonar ÍR í stangarstökki sl. laugardag þegar hann stökk yfir 4,01 metra á móti í Falun í Svíþjóð.
Gísli átti best fyrir 3,90m innanhúss og 3,92m utanhúss, en sá árangur hans er gildandi sveinamet utanhúss.
Gísli hefur dvalið við nám og æfingar við íþróttmenntaskólann í Falun í vetur ásamt tveimur öðrum unglingum frá frjálsíþróttadeild Breiðabliks, en þau Guðrún María Pétursdóttir landsliðskona í hástökki og Jón Kristófer Sturluson hafa einnig dvalið í Falun í vetur. Guðrún María keppti í hástökki á sama móti og stökk 1,65 metra og Jón Kristófer hljóp 60m á 7,60 sek.
 
Heimild: www.frjalsar.net
meira...
1 197 198 199 200 201 223
X
X