Meistaramót 11-14 ára á Laugum

Meistaramót Íslands 11-14 ára verður haldið á Laugum í Þingeyjarsýslu 16. og 17. ágúst nk.
 
Frestur til skráninga er til miðnættis þriðjudagsins 12. ágúst nk. á Mótaforriti FRÍ. Eftir þann tíma er hægt að skrá þátttakendur, gegn þreföldu skránaingargjaldi "hallibo@hive.is"
 
Breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi keppni í 60 m og 100 m hlaupum. Keppt verður í A og B úrslitum, þ.e. keppendur með sex bestu tímana eftir undanrásir fara í A úrslit og þeir sem ná 7. til 12. besta árangri þar á eftir, fara í B úrslit.
 
Nánari upplýsingar um MÍ 11-14 ára eru að finna undir mótaskrá hér á síðunni.
meira...

Meistaramót öldunga

MÍ öldunga verður haldið um helgina í Þorlákshöfn. Skv. tímaseðli hefst keppni á laugardag kl. 13 og á sama tíma á sunnudegi. Sleggjukast fer fram á Kastvellinum í Laugardal kl. 10 á sunnudagsmorgni.
 
Skráning fer fram á mótsstað. Þátttökugjöld er kr. 650 pr. grein, en greitt er mest fyrir þátttöku í þremur greinum.
 
Nánari upplýsingar á Mótaforriti FRÍ.
meira...

Góður árangur á EM öldunga í Slóveníu

Hafsteinn Óskarsson náði að tví bæta metið í 45 ára aldursflokki í 1.500 m hlaupi, á nýafstöðnu Evrópumeistaramóti öldunga í Slóveníu. Fyrst hljóp hann á 4:25,99 í undanrásum og síðan í 4:25,45 í mjög taktísku úrslitahlaupi. Aftur bætti hann met í undanúrsltum 800 m hlaupsins 2:05,48 mín., en náði ekki að bæta sig í úrslitahlaupinu.
 
Natalia Jonsson keppti í langstökki í 40 ára flokkum á náði 7 sæti með 4,58 m, sem hún náði í fyrsta stökki. Hún varð reyndar að hætta eftir tvær umferðir vegna meiðsla í hæl. Stefán Hallgrímsson sigraði í fimmtarþraut í 60 ára flokknum og varð 3. í tugþraut í sama aldursflokk. Hann keppir einnig í fleiri greinum, s.s. 300 m grindarhlaupi og stangarstökki.
 
Halldór Matthíasson varð í 3. sæti í fimmtarþraut með 2.958 stig. Hann keppti einnig í tugþraut og lenti þar í 7. sæti 5.302 stig.
 
Úrslit mótsins má sjá á: www.evacs2008.si
meira...

Unglingamót HSK 15 – 22 ára

Unglingamót HSK 15 – 22 ára utanhúss í frjálsíþróttum verður haldið í Þorlákshöfn 12. -13. ágúst og hefst keppni stundvíslega kl. 19:00 báða dagana. Upphitun hefst kl. 18:00 og nafnakall í fyrstu greinar 18:45. Búningsaðstaða er í íþróttahúsinu frá 18.00 – 22.30. Keppt er samkvæmt reglugerð um mótið í flokkum 19 – 22 ára, 17 – 18 ára og 15 – 16 ára. Reglugerð um héraðsmót í frjálsíþróttum er á www.hsk.is
 
meira...

Sigurbjörn með nýtt persónulegt met í 800 m

Hinn sí-ungi Sigurbjörn Árni Arngrímsson úr HSÞ var að bæta sinn persónlulega árangur í 800 m hlaupi í Leverkusen í dag, 30. júlí. Hann kom í mark á tímanum 1:51,53 mín. og varð í 5. sæti í sínum riðli, aðeins 3/100 frá fyrsta sæti, eftir hörkubaráttu. Sigurbjörn er 35 ára á þessu ári.
meira...

Breytingar á keppnisgreinum og mótaskrá

Ath. Tímasetningu á Coca Cola móti 1. ágúst hefur verið breytt. Ný tímsetning er kl. 18:00.
 
400 m grindarhlaupi hefur verið bætt við keppnisgreinar á innanfélagsmóti Breiðabliks á morgun, 31. júlí.
 
Ný dags. er á 2. hluta Akureyrarmóti UFA. Fyrri dags. var 19. en mótið verður 30. ágúst. Sjá nánari upplýsingar á ufa.is
 
Keppt verður í sleggjukasti kvenna á innanfélagsmóti ÍR 7. ágúst, til viðbótar við aðrar greinar sem áður hafa verið tilkynntar.
meira...

Norðurlandsleikar á Sauðárkróki 16. og 17. ágúst nk.

Frjálsíþróttaráð UMSS og Frjálsíþróttadeild Tindastóls bjóða til Norðurlandsleika dagana 16. og 17. ágúst nk.
 
Keppt verður í aldursflokkum 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 ára og 15 ára og eldri.
 
Keppni hefst kl. 14:00 á laugardegi og stendur til kl. 18:30. Á sunnudegi hefst keppni kl. 11:00 og lýkur um kl. 13:30. Keppni fyrir 12 ára og yngri lýkur á laugardegi, nema að þau vilji keppa "upp fyrir sig" á sunnudegi í grindarhlaupi og 200 m hlaupi.
 
Þátttökugjöld eru kr. 2.000 á keppanda 10 ára og yngri, en kr. 3.000 fyrir 11 ára og eldri.
 
Tímaseðil mótsins má sjá á Mótarforriti FRÍ, en margar greinar eru í boði.
 
Rúmlega klukkustundarhlé verður gert á keppni á laugardegi milli kl. 16:15 og 17:30, en keppni 10 ára og yngri verður þá lokið. Þetta hlé geta keppendur og aðrir notfært sér til að skoða Landbúnaðarsýninguna í Reiðhöllinni, eða taka sér hvíld.
 
Allir 10 ára og yngri þátttakendur fá þátttökupening. Verðlaunapeningur er í boði fyrir 1. – 3. sæti fyrir 11 ára og eldri keppendur.
 
Frítt verður í sund fyrir alla þátttakendur á laugardagskvöldinu frá kl. 19:00.
 
Þessa helgi verður Landbúnaðarsýning í Reiðhöllinni Svaðastöðum og eru allir hvattir til að fara þangað og skoða. Aðgangur alla helgina er kr. 1.000 fyrir 12 ára og eldri.
 
Góð tjaldstæði eru á Sauðárkróki og því tilvalið að tjalda með alla fjölskylduna. Einnig verður hægt að fá svefnpokapláss í skólum. Svefnpokaplássið kostar kr. 1.000 nóttin.
 
Skráningarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 14. ágúst nk.
 
Svo óheppilega vildi til á þingi FRÍ í vor, að Meistaramót Íslands 11-14 ára, var fært á þessa helgi, en var áður sett á helgina 31. ágúst til 1. sept. Þar sem ekki var hægt að færa þetta mót, vegna annarra viðburða, var ákveðið að halda þetta mót á áður ákveðnum dögum, en bjóða upp á keppni í öllum aldurshópum. Við hvetjum að sjálfsögðu alla keppendur 11 til 14 ára að fara á MÍ á Laugum. Þeir sem ekki treysta sér á það mót, er velkomið til okkar!
 
Verið velkomin í Skagafjörðinn
 
f.h. mótshaldara,
 
Gunnar Sigurðsson
 
meira...

Innanfélagsmót Breiðabliks 31. júlí

Breiðablik verður með innanfélagsmót fimmtudaginn 31. júlí nk.
 
Keppnisgreinar verða:
 
100 m hlaup karla og kvenna
 
100 m grindarhlaup kvenna
 
400 m hlaup karla og kvenna
 
Langstökk karla
 
Sleggjukast kvenna
 
Mótið hefst kl. 18:00 og verður haldið á Kópavogsvelli
 
Ábyrgðamaður mótsins er Arnþór Sigurðsson.
meira...

82. Meistaramót Íslands – úrslit seinni keppnisdags

82. Meistaramóti Íslands lauk á Laugardalsvelli nú síðdegis í dag.
Ágætur árangur náðist í mögrum greinum í dag, enda veður gott, um 18° hiti og vindur ekki eins mikill og í gær, þótt hann hafi á köflum verið allmikill og t.d. yfir 4 m/s á móti í 200m hlaupi.
Hlaupagreinar:
meira...

MÍ fyrri dagur, Kristbjörg Helga bætti íslandsmetið og Bergur Ingi setti meistaramótsmet 5

Íslandsmet féll strax í fyrstu keppnisgrein á 82. Meistaramóti Íslands í Laugardal í dag. Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir FH tvíbætti íslandsmetið í sleggjukasti kvenna, en hún kastaði fyrst 50,02m og bætti þar með met Söndru Pétursdóttur ÍR um 5 sm. Hún bætti síðan um betur og kastaði 51,86m og bætti þar með eigið met um 1,84 metra. Kristbjörg Helga jafnaði síðan metið í síðustu umferð. Frjálsíþróttasambandið óskar Kristbjörgu Helgu, félagi hennar FH og þjálfara, Eggerti Bogasyni til hamingju með þetta glæsilega íslandsmet í dag. Þetta voru 14. og 15. íslandsmetið sem bætt hafa verið utanhúss á þessu ári, en átta íþróttamenn standa á bakvið þessi met, eða þeir Bergur Ingi Pétursson FH(sleggjukast), Björgvin Víkingsson FH(400m grind), Kári Steinn Karlsson Breiðabliki (5000 og 10.000m) og þær Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni (spjótkast), Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni (sjöþraut), Íris Anna Skúladóttir Fjölni (3000m hindrun), Sandra Pétursdóttir ÍR (sleggjukast) og Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir FH (sleggjukast).
meira...
1 195 196 197 198 199 215
X