35 keppendur skráðir á MÍ í fjölþrautum um helgina

Alls eru 35 keppendur skráðir til keppni á Meistaramótið í fjölþrautum um næstu helgi í Laugardalshöll, frá 11 félögum og héraðssamböndum. Keppt er í sjöþraut karla í þremur aldursflokkum og í fimmtarþraut kvenna og meyja.
Fjöldi skráðra keppenda í hverjum flokki er eftirfarandi:
Karlar 19 ára og eldri: 6
Drengir 17-18 ára: 4
Sveinar 16 ára og yngri: 10
Konur 17 ára og eldri: 3
Meyjar 16 ára og yngri: 12
 
Mótið hefst kl. 13:00 á laugardaginn með keppni í sjöþraut karla, drengja og sveina.
Á sunnudaginn kl. 13:00 verður svo seinni sjöþrautarinnar og þá keppa konur/meyjar einnig í fimmtarþraut.
Nú verður mótið sett upp í mótaforritinu og birt í síðasta lagi á morgun fimmtudag.
Það er frjálsíþróttadeild ÍR sem sér um mótið að þessu sinni.
 
meira...

ULM ekki á Grundarfirði – ákvörðun um staðsetningu nk. mánudag

Á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands, sem haldinn var á Sauðárkróki um helgina, lá fyrir bréf frá Héraðssambandi Strandamanna, HSS, þar sem fram kemur að sambandið treysti sér ekki til að halda Unglingalandsmót UMFÍ 2010 á Hólmavík en mótinu hafði verið úthlutað til þeirra á síðasta ári.
 
Einnig lá fyrir bréf frá Héraðssambandi Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, HSH, þar sem óskað er eftir frestun á framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ sem fer fram um verslunarmannahelgina í sumar til ársins 2010. Þetta var samþykkt á stjórnarfundi UMFÍ í ljósi þess að HSS hafði fallið frá sinni umsókn.
 
Samþykkt var að leita til sambandsaðila UMFÍ og þeim gefinn kostur á að taka að sér framkvæmd Unglingalandsmótsins í sumar. Nú þegar hafa fjórir aðilar gefið sig fram og óskað eftir því að taka að sér framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ 2009.
 
Ákvörðun um mótsstað verður tekin af stjórn UMFÍ mánudaginn 16. febrúar nk.
 
Fréttin er af heimasíðu UMFÍ
 
meira...

Sjö lið keppa í 3. Bikarkeppni FRÍ innanhúss

Sjö lið skráðu þátttöku í Bikarkeppni FRÍ innanhúss, sem fram fer í Laugardalshöllinni laugardaginn 21. febrúar nk.
Liðin eru:  Breiðablik, FH, Fjölnir/Ármann, HSK, ÍR A-lið, ÍR B-lið, Norðurland (HSÞ, UFA, UMSE, UMSS).

Þetta er í þriðja sinn sem þessi keppni fer fram og er lið ÍR núverandi Bikarmeistari innanhúss, en þeir sigruðu í fyrra með aðeins eins stigs forskoti á lið FH.  FH vann karlakeppnina í fyrra og ÍR kvennakeppnina.
Í fyrsta sinn sem þessi keppni fór fram árið 2007 sigraði lið Breiðabliks. 

Upplýsingar um 3. Bikarkeppni FRÍ eru að finna undir mótaskrá hér á síðunni s.s. tímaseðil og upplýsingabréf.
meira...

Úthlutun til FRÍ úr sjóðum ÍSÍ vegna ársins 2009

Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt úthlutun styrkja úr Afrekssjóði, og styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna fyrir árið 2009.
 
FRÍ fékk úthlutað styrk að upphæð kr. 700.000 vegna landsliðsverkefna á árinu 2009.
 
Þá fékk eftirfarandi afreksfólk úthlutað styrk úr Afrekssjóði vegna ársins 2009:
* Ásdís Hjálmsdóttir, A-styrk að upphæð kr. 160.000 á mánuði.
* Bergur Ingi Pétursson, B-styrk að upphæð kr. 80.000 á mánuði.
* Óðinn Björn Þorsteinsson, C-styrk að upphæð kr. 40.000 á mánuði.
 
Úr sjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna fengu eftirfarandi styrk:
kr. 200.000
Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Sveinn Elías Elíasson.
kr. 100.000
Einar Daði Lárusson, Guðrún María Pétursdóttir, Íris Anna Skúladóttir, Valdís Anna Þrastardóttir og Örn Davíðsson.
 
Heildarstyrkur FRÍ við þessa úthlutun er því kr. 4.960.000
meira...

Viðurkenningar til frjálsíþróttafólks vegna ársins 2008

Stjórn FRÍ afhenti viðurkenningar til íþróttafólks fyrir árangur á árinu 2008 í lok fyrri keppnisdags á Meistaramóti Íslands um helgina. Bergur Ingi Pétursson FH var valinn frjálsíþróttamaður ársins 2008 og tók við farandbikar af því tilefni, en bikarinn var gjöf frá UMFÍ til FRÍ í tilefni af 50 ára afmæli FRÍ 1997.
 
Bergur Ingi þríbætti Íslandsmetið í sleggjukasti á árinu 2008. Fyrst bætti Bergur metið á Vetrarkastmóti í Finnlandi í lok febrúar úr 70,30m í 70,52m, síðan á Vetrarkastmóti Evrópu í mars úr 70,52m í 73,00m. Í þriðja sinn á móti í Hafnarfirði 25. maí í 74,48m. Bergur Ingi bætti því eigin Íslandsmet um 4,18 metra á árinu.
Hann keppti á Vetrarkastmóti Evrópu í Split 15. mars og varð í 9. Sæti af 20 keppendum, kastaði 73,00m og bætti eigið Íslandsmet um 2,70m. Bergur sigraði í Evrópubikarkeppni landsliða í Tallinn í júní, kastaði 71,44m. Hann keppti á Ólympíuleikunum í Peking, þar sem hann kastaði 71,63m og varð í 25.sæti af 33 keppendum.
 
Aðrar sem fengu viðurkenningar á laugardaginn voru:
 
Óvæntasta afrek ársins 2008:
Björgvin Víkingsson FH fyrir að bæta Íslandsmetið í 400m grindahlaupi (Björgvin hljóp á 51,17 sek. í Rehlingen 24. maí og bætti 25 ára gamalt met Þorvaldar Þórssonar ÍR).
 
Framfaraverðlaun – fyrir mestu framfarir á árinu 2008:
Kári Steinn Karlsson Breiðabliki fyrir 42 sek. bætingu á 32 ára gömlu íslandsmeti Sigfúsar Jónssonar í 10.000m hlaupi.
 
Jónsbikarinn, besta afrek í spretthlaupum (100 og 200m ) 2008:
Silja Úlfarsdóttir FH fyrir 24,52 sek. í 200m hlaupi.
 
Besta afrek/árangur 20 ára og yngri 2008:
Helga Margét Þorsteinsdóttir Ármanni fyrir 5.524 stig í sjöþraut (Íslandsmet kvenna).
 
Á myndinni eru Bergur Ingi Pétursson, Silja Úlfarsdóttir og Björgvin Víkingsson með viðurkenningar sínar.
Helga Margrét Þorsteindóttir og Kári Steinn Karlsson voru ekki viðstödd afhendinguna á laugardaginn.
meira...

Meistaramót Íslands – Kristinn Torfason bætti 30 ára met í þrístökki

Kristinn Torfason FH var maður fyrri dags á Meistaramóti Íslands í Laugardalshöllinni í dag.
Kristinn gerði sér lítið fyrir og bætti 30 ára gamalt Íslandsmet í þrístökki karla þegar hann stökk 15,05 metra og stórbætti sinn besta árangur í greininni og um leið Íslandsmet Friðriks Þór Óskarssonar ÍR um 13 sm, en það var 14,92 metrar frá árinu 1979. Kristinn átti fleiri löng stökk í keppninni í dag, en næstlengsta stökk hans var 14,87 metrar. Sannarlega glæsilegur og óvæntur árangur hjá Kristni, en hann hafi lengst stokkið áður 14,33 metra og bætti árangur sinn því um 72 sm í dag. Til hamingju með glæsilegt Íslandsmet Kristinn!
meira...

Meistaramót Íslands – ÍR varði titilinn eftir harða keppni við FH

ÍR ingar vörðu í dag íslandsmeistaratitil félagsliða innanhúss á Meistaramót Íslands sem lauk í Laugardalshöllinni núna síðdegis eftir harða keppni við FH. ÍR hlaut samtals 31.782 stig í samanlagt, en lið FH var með 30.216 stig eða 1566 stigum minna. Í þriðja sæti kom svo lið Fjölnis með 15.173 stig. ÍR vann stigakeppni kvenna (18.838 stig), FH varð í öðru sæti (9.366 stig) og Umf.Selfoss varð í þriðja sæti (6.696 stig). FH vann stigakeppni karla (20.850 stig), ÍR varð í öðru sæti (12.944 stig) og Fjölni í þriðja sæti með 8.955 stig.
meira...

Meistaramót Íslands um helgina – Leikskráin komin á netið

Leikskráin fyrir meistaramót Íslands um helgina er tilbúin og komin á netið undir www.mot.fri.is
Mótið byrjar kl. 13:00 á laugardaginn og er síðasta grein kl. 15:20.
Á sunnudaginn hefst keppni kl. 11:00 með undanrásum í 200m hlaupi karla, en aðrar greinar hefjast kl. 13:00.
 
Búas má við mjög góðri og spennandi keppni í flestum greinum og einnig um íslandsmeistaratitil félagsliða, en ÍR ingar eru núverandi handhafar þess titils, en þeir sigruðu í heildarstigakeppninni á síðasta ári og í stigakeppni kvenna, en FH vann stigakeppni karla. Þessi félög senda langflesta keppendur til leiks um helgina, ÍR er með 52 keppendur og FH er með alls 30 keppendur. Gaman er að sjá að Þórey Edda Elísdóttir er skráð í stangarstökki kvenna á mótinu, þrátt fyrir að hún sé hætt að keppa á alþjólegum vettvangi. Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni keppir ekki á mótinu, en hún tognaði á sin/liðbandi undir il á æfingu sl. þriðjudag, en á þessu stigi er ekki vitað hversu alvarleg meiðsl Helgu eru.
meira...

Góð þátttaka á Meistaramóti Íslands um næstu helgi

Forskráningu fyrir Meistaramót Íslands innanhúss sem fram fer um næstu helgi lauk á miðnætti.
Samtals eru 158 keppendur frá 14 félögum og héraðssamböndum skáðir í mótið.
Aðalhluti mótsins fer fram frá kl. 13:00-15:30 á laugardaginn og 13:00-16:00 á sunnudag.
 
Unnið er að uppsetningu mótins og ætti leikskrá að vera tilbúin á morgun.
Meistaramótið er bæði einstaklings og liðakeppni, en keppt er um Íslandsmeistaratitla í alls 26 greinum um helgina (13 greinum karla og 13 greinum kvenna), auk þess sem keppt er um Íslandsmeistaratitil félagsliða, bæði í kvenna- og karlakeppni og í samanlagðri stigakeppni beggja kynja. Stigakeppni á Meistaramótinu fer þannnig fram að efstu sex sæti í hverri grein reiknast til stiga skv. árangri viðkomandi (stigatafla IAAF). Árangur verður að vera yfir 600 stigum til að reiknast til stiga.
meira...

Viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu 2008

Í tengslum við Meistaramót Íslands um helgina í Laugardalshöllinni ætlar stjórn FRÍ að afhenda viðurkenningar til frjálsíþróttafólks fyrir góðan árangur á árinu 2008. Þessi athöfn fer fram í lok fyrri keppnisdags á laugardaginn.
Þær viðurkenningar sem veittar verða á laugardaginn eru:
* Fyrir "Óvæntasta afrekið"
* Fyrir mestu framfarir
* Jónsbikarinn (fyrir besta árangur í spretthlaupum 100/200m)
* Besta afrek/árangur 20 ára og yngri
* Frjálsíþróttamaður ársins
 
meira...
1 195 196 197 198 199 224
X
X