Góður árangrur, met og bætingar í Gautaborg um helgina

Gautaborgarleikarnir fór fram um helgina og kepptu fjölmargir íslenskir frjálsíþróttamenn á mótinu, bæði landsliðsfólk, auk barna- og unglinga frá ýmsum félögum, flestum frá ÍR.
 
Bjarki Gíslason UFA bætti á föstudaginn eigin árangur og íslandsmet drengja, unglinga og ungkarla
í stangarstökki þegar hann stökk 4,54 metra og varð í öðru sæti í flokki 19 ára og yngri.
Í gær gerði hann svo enn betur, en þá stökk hann yfir 4,64 metra og bætti því metin sín í öllum flokkum frá föstudeginum um 10 sm. Bjarki átti best áður 4,45 metra, frá því fyrr í þessum mánuði.
meira...

Ásdís kastaði aftur yfir ólympíulágmarki í gær, 56,50 metra

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni keppti í gær á Kaupmannahafnarleikunum og sigraði örugglega í spjótkastinu.
Ásdís kastaði lengst 56,50 metra, sem er aðeins 99 sm frá Íslandsmetinu, sem hún setti um sl. helgi í Tallinn.
Þetta er hálfum metra yfir B-lágmarki fyrir Ólympíuleikana, þannig að Ásdís hefur kastað yfir því á tveimur síðustu mótum. Ásdís sigraði með nokkrum yfirburðum í gær, en Elisabeth Pauer frá Austurríki varð í öðru sæti með 52,70 metra og Elisabeth Eberl einnig frá Austurríki varð í þriðja sæti með 50,65 metra.
Kastsería Ásdísar var eftirfarandi: 50,30-51,60-54,20-óg-55,61-56,50. Sjá nánar: www.dansk-atletik.dk
meira...

Nýr vefur um frjálsíþróttir – www.frjalsar.net

Fyrir skömmu var opnaður nýr og glæsilegur vefur tileinkaður frjálsum íþróttum; frjalsar.net.
 
Ætlunin með Frjalsar.net er að byggja upp samfélag fyrir frjálsíþróttafólk og áhugafólk um frjálsar íþróttir og sameina fréttir og upplýsingar á einn stað.
 
meira...

Sveinn J. Sveinsson keppir í 60. sinn í röð á sama móti

Sérstakt kringlukastmót verður haldið á Íþróttahátíð HSK á laugardag til heiðurs Sveini J. Sveinssyni frjálsíþróttamanni úr Umf. Selfoss. Mótið fer fram á Laugarvatni kl. 14:00. Sveinn nær þeim einstaka árangri í ár að hafa keppt á héraðsmótum HSK í frjálsíþróttum 60. sinnum í röð frá árinu 1949. Rétt er að geta þess að skráð verður í mótið á staðnum og eru félagar Sveins fyrr og nú hvattir til að mæta og samfagna þessum áfanga með honum og taka þátt í skemmtilegri keppni.
Sveinn var 16 ára gamall þegar hann keppti fyrst á héraðsmóti HSK, en hann er fæddur árið 1933.
 
Líklega er þetta Íslandsmet í samfelldri þátttöku einstaklings í sama móti, eða hefur einhver gert betur?
 
Nánari upplýsingar um Íþróttahátíð HSK eru að finna hér á síðunni undir mótaskrá.
meira...

Seinni keppnisdagur í Tallinn, Íslenska kvennaliðið í 6. sæti

Nú er lokið seinni keppnisdegi í Evrópubikarkeppni landsliða í Tallinn.
Engin Íslandsmet féllu í fullorðisflokki í dag og engir sigrar unnust, en íslenska kvennaliðið stóð sig vel í dag eins og í gær og voru flestar við sitt besta eða að bæta sig og vörðu sjötta sætið í stigakeppninni af mikilli hörku og sigruðu lið Danmerkur og Luxemborgar.
Kvennaliðið fékk alls 70 stig, fjórum stigum meira en lið Danmerkur sem varð í 7. sæti og 33 stigum meira en lið Luxemborgar. Noregur sigraði kvennakeppnina með 124 stig og lið Eistlands varð í öðru sæti með 119 stig.
meira...

Bikarkeppni FRÍ 1. deild, upplýsingar

Upplýsingar um 43. Bikarkeppni FRÍ eru komnar inn hér á síðunni undir mótaskrá m.a. tímaseðill og töfluröð liða.
Þau sex lið sem keppa í Bikarnum 4.-5. júlí nk. á Kópavogsvelli eru Breiðablik, Fjölnir/Ármann, FH, ÍR, HSÞ og UMSS. Skráningarfrestur er til mánudagsins 30. júní nk.
Aðeins eitt lið skráði lið til þátttöku í 2. deild, lið HSK og því fer engin keppni fram í 2. deild að þessu sinni og lið HSK fær sjálfkrafa keppnisrétt í 1. deild á næsta ári.
 
meira...

Tvö Íslandsmet í Evrópubikarkeppnini í Tallinn, Ásdís náði Ólympíulágmarki

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni bætti í dag Íslandsmet sitt í spjótkasti um 39 sm, þegar hún kastaði 57,49 metra í Evrópubikarkeppni landsliða í Tallinn og sigraði með tæplega tveimur metrum.
Ásdís náði með þessu kasti lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Peking, sem er 56,00 metrar. Gamla metið var 57,10 metrar frá 28. maí 2005. Kastsería Ásdísar var: 54,95-57,49-55,98-óg.
 
meira...

Helga Margrét með stefnu á Íslandsmet í sjöþraut í Prag

Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni hefur hlotið samtals 3308 stig í sjöþraut eftir fyrri dag á sterku
alþjóðlegu fjölþrautarmóti í Prag í Tékklandi. Helgu Margréti hefur gengið vel í dag og með sama áframhaldi á morgun er útlit fyrir að Íslandsmet Kristínar Birnu Ólafsdóttur ÍR, 5402 stig frá 2006 falli.
 
Árangur Helgu í dag:
100m gr.: 14,92 sek.
Hástökk: 1,71m (bæting um 5 sm)
Kúluvarp: 12,68 m.
200m: 25,18s (-0,5m/s).
 
Einar Daði Lárusson ÍR tók einnig þátt í mótinu í tugþraut karla, en þurfti að hætta keppni vegna meiðsla í
baki eftir þrjár greinar, en hann hljóp 100m á 11,30 sek., stökk 6,74m og varpaði kúlu 11,75m.
 
Slóð á heimasíðu mótsins:
http://online.atletika.cz/vysledky.aspx?idk=6922
meira...

Glæsilegt Íslandsmet hjá Helgu Margréti í sjöþraut í Prag.

Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni hlaut 5524 stig og bætti Íslandsmetið í sjöþraut kvenna um 122 stig. Gamla metið var 5402 stig en það setti Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR árið 2006. Úrslit greina í dag: Langstökk 5,57 m v 2,2 (720)Spjótkast 39,62 m.(660) og 800 m. 2:19,08 (836). Glæsilegur árangur hjá Helgu Margréti sem verður 17 ára seinna á árinu. Hún varð í 7. sæti af 13 keppendum sem luku keppninni, en mótið var feykisterkt. Frjálsíþróttasambandið óskar þeim Helgu og félögum hennar í Ármanni, þjálfara hennar í ferðinni Guðmundi Hólmari Jónssyni og þjálfara hennar Stefáni Jóhannssyni til hamingju með þennan glæsilega árangur.
meira...
1 195 196 197 198 199 211
X