Gott hlaup hjá Anítu í Stokkhólmi

Aníta Hinriksdóttir er stödd á demantamóti í Stokkhólmi en þar hljóp hún 800m í dag á 2:02,21 mínútum og var í 4. sæti. Fyrst í mark var Shume Regasa frá Eþíópiu á 2:01,16 og önnur var Halimah Naka­ayi frá Úganda á 2:01,37 mín­út­um. Þetta er besti árangur Anítu á þessu ári en hún hljóp á 2:02,68 […]

meira...

Úrslit af Smáþjóðameistaramótinu

Úrslit frá okkar fólki af Smáþjóðameistaramótinu um helgina. 100m: Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir 11,72s (0,0) í 4. sæti. 100m: Tiana Ósk Whitworth 11,87s (0,0) í 5. sæti. 100m grind: María Rún Gunnlaugsdóttir 14,38 í 4 sæti 200m: Guðbjörg Jóna með Íslandsmet kvenna, 18-19 ára og 16-17 ára á tímanum 23,61s (+0,9) í 2. sæti. 200m: Hrafnhild […]

meira...

Glæsilegur árangur hjá íslenska landsliðinu í Liechtenstein

Íslenska landsliðið stóð sig vel í Liechtenstein í dag. Thelma Lind Kristjánsdóttir setti Íslandsmet í flokki 20-22 ára í kringlukasti þegar hún kastaði kringlunni 52,80 m og hafnaði í 2. sæti á mótinu. Fyrra íslandsmet átti hún sjálf frá fyrr á árinu þegar hún kastaði 51,87m á móti í Hollandi. Kolbeinn Höður Gunnarsson hljóp rosalega […]

meira...

Guðbjörg Jóna bætti 21. árs gamalt Íslandsmet!

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir setti íslandsmet í 200 m í Liechtenstein í dag þegar hún hljóp á 23,61 sekúndum. Metið átti Guðrún Arnardóttir þegar hún hljóp á tímanum 23,81 í Odense 1997. Guðbjörg Jóna er því að bæta 21 árs gamalt met. Tíminn er besti tími Evrópu undir 18 ára á þessu ári. Þess má geta […]

meira...

Landslið Íslands á Smáþjóðameistaramóti

Landslið Íslands er nú í Liechtenstein þar sem Smáþjóðameistaramótið fer fram á morgun 9. júní. Mótið hefst kl. 12:30 eða kl. 10:30 á íslenskum tíma. Keppendur á mótinu eru eftirfarandi: Ari Bragi Kárason FH – 100m, 200m, boðhlaup Guðni Valur Guðnason ÍR – kringlukast Ívar Kristinn Jasonarson ÍR – 400m, boðhlaup Kolbeinn Höður Gunnarsson FH […]

meira...

Hallur Hallsson og Haukur Ingi Guðnason í fagteymi FRÍ

Hallur Hallsson og Haukur Ingi Guðnason bættust við fagteymi FRÍ í vikunni. Ráðgjafar Gallup, Hallur og Haukur Ingi, sem vinna með íþróttafólki FRÍ hafa sérfræðiþekkingu í íþróttasálfræði og margra ára reynslu af vinnu með efnilegu íþróttafólki og afreksíþróttafólki. Ráðgjöfin felst í því að kenna kerfisbundnar aðferðir til að bæta andlegan styrk afreksfólks FRÍ. Þetta eru […]

meira...

Sindri Hrafn sigraði í Texas

Sindri Hrafn Guðmundsson sem keppir fyrir Utah State háskólann sigraði í gær í spjótkasti á Texas Relays í Austin með kasti uppá 78,04 metra. Kastið kom í 2.umferð og er næstlengsta kast Sindra frá upphafi en stutt er síðan kappinn náði lágmarki fyrir EM í Berlín með kasti uppá 80,49 metra. Til gamans má geta […]

meira...

Sindri Hrafn Guðmundsson nær EM lágmark í spjótkasti

Spjótkastarinn knái úr Breiðabliki, Sindri Hrafn Guðmundsson, stórbætti í gær sinn besta árangur í spjótkasti þegar hann kastaði 80,49m á fyrsta háskólamóti sumarsins hjá Utah State University. Sindri Hrafn bætti ekki aðeins sinn besta árangur, sem var 77,28m, heldur bætti um leið met skólans. Í þriðja lagi náði Sindri Hrafn um leið lágmarki til keppni […]

meira...

Vigdís Jónsdóttir raðar köstum að Íslandsmetslínunni

Vigdís Jónsdóttir úr FH stóð sig vel í sleggjukastkeppni Vetrarkastmóts Evrópu í morgun. Vigdís kastaði lengst 58,69m, aðeins 13cm frá Íslandsmeti sínu í sleggjukasti kvenna. Kastið tryggði Vigdísi fjórða sæti í B hópi keppni morgunsins og tólfta sætið alls í keppni í sleggjukasti kvenna 22ja ára og yngri. Athygli vakti jöfn og góð kastsería Vigdísar en […]

meira...

Ásdís önnur á Vetrarkastmóti Evrópu

Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni gerði vel á Vetrarkastmóti Evrópu á Kanarýeyjum í dag. Hún náði öðru sæti með kasti upp á 59,20m. Sigurvegarinn Martina Matej frá Slóveníu sigraði með 60,66m. Ásdís á pallinum með Martinu Ratej, Slóveníu og Christinu Husson, Þýskalandi Heildar úrslit keppninnar fylgja hér að neðan:   Nafn – Land 1 2 3 […]

meira...
1 2
X
X