Búist við hörku keppni á RIG leikunum í dag

Tveir sterkir riðlar verða í 60m hlaupi karla þar sem mönnum er skipt niður í riðla eftir tíma. Tveir ungir menn koma alla leið frá Trinidad og Tobago og Barbados. Þetta eru þeir Fabian Collymore og Levi Reid, báðir munu keppa í 60m, enda hlaupa þeir vegalengdina vel undir 7sec. Óli
Tómas úr FH og Arnór Jónsson úr Breiðabliki eru meðal keppenda í sterkari riðlinum, en þeir munu vafalaust veita þeim sterka keppni. 
 
Mikil eftirvænting er eftir 400m hlaupi kvenna þar sem hlaupið verður í 2 riðlum. Stefanía Hákonardóttir úr Fjölni 57,35sec,  og Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðabliki 57,68sec, ásamt Örnu Stefaníu úr ÍR 57,81sec, hlaupa í sterkari riðlinum á móti Hafdísi Sigurðardóttir frá HSÞ 57,28sec,
 
Einnig má búast við mjög spennandi keppni í 1500m hlaupi kvenna, þar sem Fríða Rún Þórðardóttir, reynslubolti úr ÍR, mun  meðal annars etja kappi við þær stöllur úr Fjölni Írisi Önnu og Arndísi Ýr.
 
Mótið verður í beinni útsendingu á RÚV og hefst það  kl. 13:00 í Laugardalshöllinni og stendur til kl. 15:00
 
Miðasala verður við innganginn og er miðaverð 1.000- kr. fyrir 16 ára og eldri

FRÍ Author