Bronsleikar ÍR . Met þátttaka á leikunum sem hefjast í Laugardalshöll í dag kl. 9:30

 Á heimasíðu ÍR má sjá þessa frétt:
 
Bronsleikum ÍR lauk um hádegi í dag. Metþátttaka var á leikunum þar sem ríflega 370 krakkar mættu til leiks. Yngstu þátttakendurnir voru aðeins 3ja ára og þeir elstu 11 ára.  7ára og yngir og 8 – 9 ára börn tóku þátt í fjölþraut barna en 10 -11 ára börnin kepptu í fjórþraut. Sú nýbreytni að hafa fjórþraut fyrir elstu börnin féll í góðan jarðveg og allir skemmtu sér konunglega í sameiginlegri upphitum undir stjórn Einars Daða Lárussonar og bróður hans.
 
Allir fóru svo sælir og glaðir heim með bronsmedalíu um hálsinn. Til að halda mót sem þetta þarf vaksa sveit sjálfboðaliða sem komu úr röðum iðkenda ÍR og foreldra þeirra. Þökkum starfsmönnum kærlega fyrir þeirra framlag.Óskum öllum þátttakendum til hamingju með árangurinn og þökkum þeim komuna á mótið.
 
Úrslitin í fjórþrautinni má finn á Þór, mótaforriti Frjálsíþróttasambands Íslans – Hér
 
Sjá nánar um Bronsleikana  – Hér
 
 

FRÍ Author