Breytt staðsetning á æfingabúðum

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfum við að breyta staðsetningu morgunæfingarinnar í Æfingabúðum Úrvalshóps. Morgunæfingin verður í Kaplakrika, mæting þangað sunnudaginn 7.apríl klukkan 09:45.

Fyrir utan þetta þá helst dagskráin eins, hún er þá svona:

Mæting kl. 9:45
Æfing 1 í Kaplakrika kl. 10-12
Hádegismatur á Café Easy kl. 12-13
Fyrirlestrar í Laugardalshöll kl. 13-15
Æfing 2 í Laugardalshöll kl. 15-17

Þátttakendur og þjálfarar eru vinsamlegast beðnir um að skoða tölvupóstinn sinn, nánari upplýsingar eru í honum.

Annars geta þeir sem eru í Úrvalshóp ennþá skráð sig hér.

Nánari upplýsinga veitir Íris Berg, iris@fri.is