Breiðholtsmótið í frjálsum

Í gær mættu fimmtu bekkingar úr Breiðholtinu í Laugardalinn og reyndu með sér í frjálsum. Stelpurnar úr Breiðholtsskóla báru sigur úr býtum í stigakeppninni með 349,5 stig en strákarnir í Seljaskóla urðu hlutskarpastir með 461 stig. Heildarstigakeppnina í gær unnu krakkarnir í Seljaskóla sem höluðu inn 802,5 stig fyrir sinn skóla
.
Eftir tvo daga var það Seljaskóli sem enn leiddi í heildarstigakeppni skólanna með 1658 stig og í öðru sæti var Breiðholtsskóli með 1434,5 stig.
 
Á Breiðholtsmóti taka allir þátt. Flestir keppa í öllum greinum en svo eru líka þeir sem hala inn stig fyrir sinn skóla með því að aðstoða við framkvæmd á mótinu. Allir stóðu sig með stakri prýði og frábært var að sjá í lok móts bæði í gær og á mánudaginn hversu vel allir gengu um Laugardalshöllina. Það var varla að finna eitt einasta rusl á gólfinu og framkoma keppenda var til fyrirmyndar.
 
Skipuleggjendur og starfsmenn mótsins eiga heiður skilið fyrir vel framkvæmt og gott mót. Þetta er nauðsynlegt framtak til kynningar á okkar frábæru íþrótt.
 
 
Önnur úrslit mótsins má sjá í mótaforriti FRÍ.
 

FRÍ Author