Breiðablik sigraði þrefalt

A-lið FH og Breiðabliks hlutu 80,5 stig í stúlknaflokki, en Breiðablik átti fleiri sigurvegara og hlaut því sigurinn í stúlknaflokknum. A-lið íR varð síðan í þriðja sæti með 76 stig.

 
Í piltaflokki hlaut HSK 87 stig var aðeins einu stigi á eftir Breiðablik sem hlaut 88 stig og því var keppni þar ekki síður jöfn og spennandi fram i síðustu grein. A-ÍR var einnig í þriðja sæti í piltaflokki með 73 stig.
 

Í samanlagðri keppni stúlkna og pilta varð lið HSK í 4 sæti með 144 stig, sameiginlegt lið UMSS og USAH í því fimmta með 123 stig. Sameiginlegt lið Eyfirðinga (UMSE/UFA) var í 6. sæti skammt á eftir með 119 stig og Fjölnismenn í því sjöunda með 84 stig. Í áttunda sæti var B-lið FH með 65 stig, sameiginlegt lið UMSB, HSH og UDN í því níunda með 48 stig og B-lið ÍR í tíunda sæti með 40 stig.

 
Alls voru tíu lið með í keppninni að þessu sinni og mikil keppni í mörgum greinum á mótinu og skein áhugi og metnaður úr andliti flestra keppenda, enda áhugi og stemning mikil.
 
Heildarúrslit mótsins, bæði í stigakeppni og í einstökum greinum, er hægt að sjá á heimasíðu FRÍ, mótaforrtinu hér.

FRÍ Author