Brautarmet og metþátttaka í Gamlárshlaupi ÍR

Kári er greinilegt í feiki góðu formi en fyrir aðeins örfáum dögum síðan setti hann nýtt Íslandsmet í 5000m hlaupi innanhúss. Stefán Guðmundsson félagi Kára úr Breiðablik varð í 2. sæti á 32:39 mín, bætti sig úr 34:26 frá 2009 og Ragnar Guðmundsson úr Ægi varð í 3. sæti á 34:05 mín.

 

Íris Anna Skúladóttir úr Fjölni varð 2. í kvennaflokki á 38:08 mín og 26. allra í mark en hún hljóp á 39:42 mín í fyrra og Birna Varðardóttir 3. á 39:45 mín.

Fjöldi þeirra hlaupara sem þátt tók var mikilll en 1169 manns tók þátt sem er aukning út 892 frá árinu 2009. Það tók hópinn heilar 3 mínútur að fara framhjá húsi Hjálpræðishersins í byrjun hlaups.

FRÍ Author