Bolt og Richards íþróttafólk ársins

Það kemur víst fæstum á óvart að hinn 23 ára gamli Bolt, sem bætti heimsmet sitt í 100 og 200m hlaupum, hafi hlotið viðurkenninguna. Í viðtali við vefsíðu IAAF,  talaði Bolt um að þetta keppnistímabil hefði verið honum mjög gott og einkar krefjandi. Að vera nefndur frjálsíþróttamaður ársins er mikill heiður og sýnir að öll þessi vinna hefur sannarlega skilað sér.
 
Richards, sem hefur varð 24 ára á árinu, hefur sigrað hvert mótið á eftir öðru þetta árið og vann sinn fyrsta heimsmeistara titil í ár. Hún segir það jafn mikinn heiður að veita viðurkenningunni viðtöku og að hafa sigrað í Berlín.
 
   

FRÍ Author