Björn Margeirsson og Rannvegi Oddsdóttir Íslandsmeistarar í maraþoni

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1984 sem íslenskur karl kemur fyrstur í mark í maraþoni. Árið 1984, í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu, sigraði Sigurður Pétur Sigmundsson en síðan þá og þar til í dag hafa sigurvegararnir verið erlendir.. Þau Björn og Rannveig eru ásamt því að vera sigurvegarar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2010, Íslandsmeistarar í maraþoni 2010.

Þjóðverjinn Oliver Steininger sigraði í hálfmaraþoni karla og Íris Anna Skúladóttir í hálfmaraþoni kvenna. Steininger var á tímanum 1:16:11 og Íris Anna á 1:26:55. Í 10 km hlaupinu sigruðu þau Jósep Magnússon á tímanum 34:50 og Arndís Ýr Hafþórsdóttir á tímanum 39:01.

Óstaðfest úrslit eru birt á vefnum á 5 mínútna fresti. Sjá hér: http://www.marathon.is/urslit/millitimar

Staðfest úrslit og úrslit í aldursflokkum og sveitakeppni verða birt á marathon.is. Sjá hér:
http://www.marathon.is/urslit/urslit2010-rm

Alls voru 7.319 hlauparar skráðir til þátttöku í hlaupunum sem ræst voru í Lækjargötu. Flestir voru skráðir í 10 km hlaupið eða 3.680 sem er þátttökumet í vegalengdinni. Latabæjarhlaupið fó nú fram í Hljómskálagarðinum og var búist við því að um 3.000 börn tækju þátt í því hlaupi.

FRÍ Author