Björgvin Víkingsson með met í 300m grindahlaupi, 37,68 sek.

Björgvin Víkingsson FH bætti í gær Íslandsmetið í 300m grindahlaupi á frjálsíþróttamóti í Langenthal í nágrenni Bern í Sviss. Björgvin hljóp á 37,68 sek. og varð í öðru sæti í hlaupinu. Björgvin bætti met sem Sveinn Þórarinsson FH átti og var 37,81 sek., sett á árinu 2001. Þetta er fyrsta mót Björgvins á þessu sumri og lofar þetta góðu fyrir framhaldið, en Björgvin bætti fyrir ári síðan Íslandsmetið í 400m grindahlaupi, þegar hann hljóp á 51,17 sek.
 
Björgvin keppir með landsliði Íslands á Smáþjóðaleikunum á Kýpur í byrjun næsta mánaðar í 400m grindahlaupi og 110m grindahlaupi, auk þess sem hann er í boðhlaupssveitum liðsins.

FRÍ Author