Björgvin Víkingsson hljóp 400m grindahlaup á 52,15s í gær

Björgvin Víkingsson FH keppti í gær í Bern í Sviss og hljóp 400m grindahlaup á 52,15 sek., sem er besti tími hans á þessu ári, en íslandsmet hans frá sl. ári er 51,17 sek. Björgvin fékk litla keppni í hlaupinu, en næsti keppandi var á 54,00 sek. Þá keppti Björgvin einnig í 110m grindahlaupi á mótinu og bætti sinn besta árangur um 7/100 úr sek., hljóp á 15,17 sek. Björgvin átti best 15.24 sek. í þeirri grein frá sl. ári.
 
Næsta mót hjá Björgvini er Evrópukeppni landsliða í Sarajevo um helgina með landsliði Íslands, þar sem hann mun hlaupa 400m grindahlaup og 4x400m boðhlaup. Landslið Íslands fyrir Evrópukeppnina verður kynnt í fyrstu frétt á morgun, en liðið heldur utan á fimmtudaginn. Íslenska liðið keppir í 3. deild, ásamt 14 öðrum liðum.

FRÍ Author