Björgvin Víkingsson hljóp 400m grind á 52,39 sek. í Heusenstammer

Björgvin Víkingsson FH byrjaði keppnistímabilið með mjög góðum tíma í 400m grindahlaupi á móti í Heusenstammer í Þýskalandi í gærkvöldi. Björgvin hljóp á 52,39 sek. og sigraði í hlaupinu. Þessi árangur er sá besti í 400m grindahlaupi síðan árið 2002, þegar Björgvin hljóp á sínum besta tíma, 52,38 sek. á Meistaramóti Íslands í Kópavogi. Íslandsmetið er 51,38 sek. (Þorvaldur Þórsson ÍR, 1983). Miðað við þessa sterku byrjun á keppnistímabilinu hjá Björgvin er raunhæft markmið hjá honum að setja stefnuna Íslandsmetið í greininni í sumar.
 
Björgvin keppir aftur á morgun á sterku móti í Rehlingen.

FRÍ Author