Bikarkeppnum FRÍ, sem áttu að fara fram laugardaginn 15.ágúst á Selfossi, hefur verið frestað um tvær vikur. Ákvörðun stjórnar FRÍ er byggð á niðurstöðu fundar með formönnum félaga sem eru með lið skráð á Bikarkeppni fullorðinna og 15 ára og yngri.
Bikarkeppnir FRÍ verða því haldnar laugardaginn 29.ágúst, þó gæti mótinu verið aflýst eða frestað með stuttum fyrirvara.
Ákvörðun um Meistaramót Íslands í fjölþrautum og öldunga sem sett er 22. og 23. ágúst verður byggð á upplýsingum frá stjórnvöldum sem vænta má 13.ágúst.