Bikarkeppnin um helgina

Keppni var seinkað um einn dag frá upphaflegri ákætlun vegna krapprar lægðar sem á að ganga yfir síðdegis á föstudegi og fram eftir nóttu. Gefnar hafa verið út viðvaranir vegna veðursofsans.
 
Vegna veðursins verður keppni í stangarstökki og hástökki færð inn í Laugardalshöll og verður keppni í þessum greinum flýtt um 2 klst. m.v. útgefinn tímaseðil.
 
Meðal helstu keppenda má t.d. nefna að Aníta Hinriksdóttir ÍR er skráð til keppni í 800 m hlaupi kvenna, þar sem hún mætir hini bráðefnilegu og ungu stúlku Þórdísi Steinsdóttur FH. Þá munu æfingafélagarnir Örn Davíðsson úr FH og Guðmundur Sverrisson úr ÍR mætast í spjótkasti, ásamt Sindra Hrafni Guðmundssyni Breiðabliki, en þeir eiga allir yfir 70 metra í spjótkasti í ár.
 
Kári Steinn Karlsson er skráður til leiks í 5000 m hlaupi karla fyrir sitt félag Breiðablik.
 
Í spretthlaupum verður mikil keppni, en þar mæta þeir allir okkar fremstu hlauparar. Í karlaflokki mætast þeir Kolbeinn Höður Gunnarsson sem keppni fyrir Norðurland, Ívar Kristinn Jasonarson ÍR, Trausti Stefánsson FH, Óli Tómas Freysson FH en hann hleypur 100 m fyrir sitt félag. Í kvennaflokki mætast Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR og Hafdís Sigurðardóttir sem keppir fyrir Norðurland, en hún er skráð til keppni í langstökki
 
Alls eru 148 keppendur skráðir til leiks að þessu sinni. Nánari upplýsingar og úrslit er hægt að sjá á mótaforriti FRÍ hér.

FRÍ Author