Bikarkeppni FRÍ 2016 : Lið FH bikarmeistari í flokki kvenna, karla og samanlagt

 Lið Norðurlanda og Fjölnis/Aftureldingar skildu jöfn í heildarstigakeppninni bæði með 58 stig en lið Norðurlands hafnaði í þriðja sæti samanlagt þar sem liðsmenn Norðurlands unnu til fleiri silfurverðlauna. Lið Fjölnis/Aftureldingar hafnaði í þriðja sæti í kvennakeppninni og lið Norðurlands í karlakeppninni.
 
Í Bikarkeppni FRÍ um helgina voru persónulegar framfarir skráðar í hátt í 50 tilfellum – þar af tvær jafnanir á mótsmeti, fjögur mótsmet og eitt aldursflokkamet í þrístökki stúlkan 17 ára þegar Þórdís Eva Steinsdóttir stökk 11,64m í þrístökki. Bestu afrek mótsins m.v. fullorðna : Aníta Hinriksdóttir ÍR í 800m 2:04,57 (1106 stig IAAF) og Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH í 400m (1065 stig IAAF) og Óðinn Björn Þorsteinsson ÍR í kúluvarpi 18,59m (1037 stig IAAF).
 
 
 

FRÍ Author