Bikarkeppni FRÍ 16 ára og yngri að Laugum á sunnudaginn

Í fyrra sigraði ÍR meyjaflokkinn, en sameiginlegt lið Fjölnis og Ármanns varð í öðru sæti og lið HSK í þriðja sæti.
 
Breiðablik sigraði í sveinaflokki og sameiginlegt lið Ungmennafélags Akureyrar og UMSE varð í öðru sæti. Lið ÍR varð í 3. sæti í sveinaflokki, en liðið sigraði einnig sameiginlegu stigakeppnina með 1,5 stigi, en Breiðablik varð í öðru sæti, en Eyfirðingar í 3. sæti.
 
Því má búast við spennandi keppni að þessu sinni líka. Hægt verður að fylgjast með mótinu á mótaforriti FRÍ sem hér hér.

FRÍ Author