Bikarkeppni FRÍ 1. deild, upplýsingar

Upplýsingar um 43. Bikarkeppni FRÍ eru komnar inn hér á síðunni undir mótaskrá m.a. tímaseðill og töfluröð liða.
Þau sex lið sem keppa í Bikarnum 4.-5. júlí nk. á Kópavogsvelli eru Breiðablik, Fjölnir/Ármann, FH, ÍR, HSÞ og UMSS. Skráningarfrestur er til mánudagsins 30. júní nk.
Aðeins eitt lið skráði lið til þátttöku í 2. deild, lið HSK og því fer engin keppni fram í 2. deild að þessu sinni og lið HSK fær sjálfkrafa keppnisrétt í 1. deild á næsta ári.
 

FRÍ Author