Bikarkeppni 15 ára og yngri er nú lokið á Laugardalsvelli

Mikið var um persónulegar bætingar og fjögur mótsmet voru slegin. Í 100 m setti Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR mótsmet auk þess að bæta sinn besta árangur þegar hún hljóp á 12.33 sek í löglegum vindi. Í grindahlaupinu setti hún einnig mótsmet 12.54 sek einnig í löglegum vindi. Raguel Pino Alexandersson UFA setti mótsmet í 100m grindahlaupi þegar hann hljóp á 14.38 sek í löglegum vindi og langstökki þegar hann stökk 6.28m einnig í löglegum vindi.

Næst á dagskrá hjá þessum aldurshópi er meistaramót Íslands 15-22 ára sem haldið verður helgina 26. – 27. ágúst í Hafnarfirði, þangað munu ungmennaliðin mæta galvösk og ljúka keppnistímabilinu með glans. 

FRÍ Author