Bikarkeppni FRÍ innanhúss og Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri um helgina

Það verður fjörug helgi í Reykjavík í frjálsum íþróttum þar sem tvö mót fara fram í Laugardalshöll. Annars vegar er það Bikarkeppni FRÍ á morgun laugardag og hins vegar Bikarkeppni 15 ára og yngri á sunnudaginn. Á morgun eru 7 lið skráð til leiks en það er tvö lið frá ÍR, eitt frá FH, HSK/Selfossi, Fjölni/Aftureldingu, Ármanni og Breiðabliki. Á sunnudaginn eru liðin 8, þ.e. tvö lið frá HSK/Selfossi, FH, ÍR, Fjölni/Aftureldingu, Ármanni, Breiðabliki og SAMVEST. Nær FH að verja bikarmeistaratitilinn á morgun? Nær ÍR að verja titilinn á sunnudaginn? Keppni hefst kl. 13.00 báða dagana og hvetjum við alla sem hafa áhuga til að koma í Laugardalshöll til að hvetja sitt fólk og fylgjast með.