Bikarhelgi og uppskeruhátíð í vændum

Átta lið eru skráð til leiks í Bikarkeppni 15 ára og yngri á sunnudaginn. Keppni hefst kl. 13 og er áætlað að fyrstu Bikarmeistarar 15 ára og yngri verði krýndir laust fyrir kl. 17. Hægt verður að fylgjast með mótinu og sjá nánari upplýsingar hér.
 
Keppni í 9. Bikarkeppni FRÍ sem fram fer í Kaplakrika á laugardag hefst kl. 12:30 í stangarstökki kvenna, en hlaup og fleiri greinar hefjast kl. 13:00. Hægt er að fylgjast með mótinu hér, en Bikarmeistarar 2015 verða krýndir laust fyrir kl. 16:00.
 
Uppskerhátíðin hefst kl. 20:00 með borðhaldi, en húsið verður opnað kl. 19:30. Boðið verður upp á grillmat að hætti hússins, frábær skemmtiatriði, en afhentar verða viðurkenningar fyrir bestu afrek ársins 2014. Verði fyrir mat og drykk er stillt mjög í hóf, kr. 2.500, en óskað er eftir því að gestir tilkynni mætingu í matinn á fri@fri.is – því fyrr því betra og helst í dag.
 
 

FRÍ Author