Bergur Ingi tvíbætti Íslandsmetið og náði Ólympíulágmarki, kastaði 74,48 metra

Þetta er í þriðja sinn sem Bergur Ingi bætir metið á þessu ári, en hann bætti það fyrst á Vetrarkastmóti Finnlands í lok febrúar, þegar hann kastaði 70,52 metra, síðan í 73,00 metra í Split og nú í 74,48 metra, en hann bætti metið alls fimm sinnum á sl. ári, úr 66,28 metrum í 70,30 metra. Bergur Ingi komst með þessum árangri í 34. sæti heimslistans í sleggjukasti karla, en Bergur verður 23 ára á þessu ári. Aðeins tveir einstalingar sem eru jafngamlir og einn sem er yngri en Bergur eru fyrir ofan hann á listanum, sem sýnir hversu góður árangur hans er. Þjálfari Bergs Inga er Eggert Bogason.
 
FRÍ óskar Berg Inga, félagi hans og þjálfara til hamingu með þennan glæsilega árangur í dag.
Bergur er annar frjálsíþróttamaðurinn sem nær lágmarki fyrir Ólympíuleikana, en Þórey Edda Elísdóttir FH náði lágmarki fyrir leikana á sl. ári, þegar hún stökk 4,40 metra í stangarstökki.
 

FRÍ Author