Bergur Ingi byrjar vel, kastaði 68,72 metra í gær

Mótið í gær er liður í undirbúningi Bergs Inga fyrir tvö mót erlendis á næstu vikum, en hann fór í morgun til Finnlands, þar sem hann verður við æfingar í hálfan mánuð og keppir á Vetrarkastmóti Finnlands 23. febrúar nk.
 
Þá hefur stjórn FRÍ samþykkt að velja Berg Inga til að keppa
á 8. Vetrarkastmóti EAA í Split í Króatíu helgina 15.-16. mars nk.
 
Eftir Vetrarkastmót EAA fer Bergur svo ásamt félögum sínum í
frjálsíþróttadeild FH í æfingabúðir til Alfa Mar á Portúgal í 10 daga.
 
Bergur er einn af fimm einstaklingum í Ólympíuhópi FRÍ og hann
hefur sett stefnuna til Peking í ágúst, en til þess þarf hann að kasta sleggjunni yfir 74 metra fyrir lok júlí. Miðað við þessa byrjun við erfiðar aðstæður í Kaplakrika 12. febrúar, þá er ætti það takmark að nást ef allt gengur að óskum á næstu mánuðum.
 
Á meðfylgjandi slóð er hægt að skoða myndband af Bergi Inga við æfingar í Kaplakrika í sl. viku:
 
http://www.youtube.com/watch?v=3y1X1lnVE60

FRÍ Author