Bauhaus Junioren Gala um næstu helgi

Næstu helgi fer fram Bauhaus Junioren Gala í Þýskalandi þar sem við eigum fimm keppendur. Það eru þau Erna Sóley sem keppir í kúluvarpi, Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk sem keppa í 100 og 200 metra spretthlaupi, Þórdís Eva sem keppir í 400 metra hlaupi og Mímir í kringlukasti.

Hér verður hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu.

  • Guðbjörg og Tiana munu hefja keppni á laugardeginum klukkan 13:30.
  • Erna Sóley klukkan 14:10.
  • Þórdís Eva klukkan 14:30.
  • Mímir klukkan 15:30.
  • Á sunnudeginum klukkan 12:00 hlaupa Guðbjörg og Tiana 200 metra hlaup.

Heimasíða mótsins þar sem má finna nánari upplýsingar er að finna hér.

Við hlökkum til að fylgjast með þeim og óskum þeim góðs gengis.