Bandaríkjamenn með flest verðlaun á HM – heimsmet í 1500m kvenna

Svíar náðu í tvenn verðlaun á mótinu, en Stefan Holm sigraði í hástökki, stökk 2,36 metra og Johan Wissman varð annar í 400m hlaupi á 46,04 sek. Susanna Kallur náði besta tímanum í undanrásum í 60m grindahlaupi kvenna, en hún mætti ekki í undanúrslitahlaupið, líklega vegna meiðsla. Aðrar Norðurlandaþjóðir fengu ekki verðlaun á mótinu að þessu sinni.
 
Eitt heimsmet féll á HM, þegar Yelena Soboleva sigraði í 1500m hlaupi kvenna á 3:57,71 mín og bætti eigið heimsmet sem hún setti í Moskvu fyrir mánuði síðan, en það var 3:58,05 mín.
Heildarúrslit frá HM innanhúss eru að finna á heimasíðu IAAF; www.iaaf.org

FRÍ Author