Bætingar og met í Kaplakrika

Þórdís hefur sett alls um 40 aldursflokkamet á árinu.
 
Samhliða innanhússmótunum hafa verið haldin Coca Cola kastmót utanhúss og þar hefur náðst prýðilegur árangur. Guðmundur Karlsson fyrrum Íslandsmethafi í sleggjukasti setti nýtt aldursflokkamet í flokki karla 50-54 ára þegar hann kastaði sleggjunni 59,23m.
 
Mímir Sigurðsson kastaði kringlunni 55,37m á sama móti í flokki 15 ára pilta en hann hefur lengst kastað 58,00m sem er aðeins fjórum cm frá Íslandsmeti Vésteins Hafsteinssonar í aldursflokknum, segir ennfremur í fréttatilkynningunni.
 
Úrslit innanhúss mótsins í heild sinni má sjá hér og utanhúss mótsins hérna.

FRÍ Author