Bætingar og góður árangur á Vormóti ÍR í kvöld

Aníta Hinriksdóttir ÍR var öruggur siguvegari í 800 m hlaupi kvenna, en hún kom í mark á 2 mín. 3,63 sek. Hún fór fyrri hring á um 60 sek sem sýnilega aðeins og hratt m.v. að seinni hringur var á 63 sek. Hlynur Andrésson ÍR sigraði í 3000m  minningarhlaupi um Jón Kaldal, einn fyrsta afreksmann okkar Íslendinga. Hann kom í mark á 8 mín 44,66 sek. Þá sigraði Kristín Birna Ólafsdóttir ÍR sannfærandi í 100 m grindarhlaupi á 14,09 sek., sem er hennar besti árangur síðan 2010 og 8. besti árangur frá upphafi í þessari grein.
 
Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR sigraði tvöfalt, bæði í 100 m hlaupi á 12,07 sek og 200 m hlaupi á 24,99 sek. Kolbeinn Höður sigraði í 200 m hlaupi á 21,64 sek., eftir hörkukeppni við Ívar Kristinn Jasonarson ÍR sem kom í mark á 21,96 sek. Hilmar Örn Jónsson ÍR var við sinn besta árangur í sleggjukasti með 6 kg sleggju 75,19 m, en hann á best 75,27 frá því í síðasta mánuði.
 
Mikið var um bætingar og annan góðan árangur á mótinu og frálsíþróttafólkið sýnilega í fínu formi fyrir Evrópukeppni landsliða eftir 10 daga. Nokkrir íþróttamenn hvíldu eftir fjölþrautarkeppni síðustu helgi.
 
Úrslit kvöldins er hægt að sjá hér.

FRÍ Author