Bætingar hjá Agnesi og Kristni Þór

Agnes hljóp 400m á 56,79 sek og varð í þriðja sæti í A riðli mótsins. Hún bætti sig mikið en hún átti best 57,97 sek. Kristinn hljóp 800m á 1:52,06 sek sem er hans besti árangur utanhúss en Kristinn sigraði í B-riðli mótsins.
 
Þessi góði árangur, strax á fyrsta móti sumarsins, lofar góðu og verður spennandi að fylgjast með þeim Agnesi og Kristni í sumar.  

FRÍ Author