Bætingamót FRÍ : Af rúmlega 100 þátttakendum bættu 37 sinn persónulega árangur og 10 sinn ársbesta ársangur – glæsilegt.

 Ef við leikum okkur ögn með árangur á mótinu og reiknum heildarstigafjölda samkvæmt stigatöflu IAAF eftir kynjum kemur í ljós að heildarstig 5 bestu afreka kvenna skila 174 IAAF stigum meira en 5 bestu afrek karla og 10 bestu afrek kvenna skila 40 stigum meira en 10 bestu afrek karla. Karlarnir hafa vinninginn við skoðum á samanlögðum stigafjölda 15 og 20 bestu afreka en konurnar ná yfirhöndinni ef stigafjöldi 25 afrek er lagður saman. Karlarnir ná svo að skila fleiri IAAF stigum ef 30, 40, 50, 60 og 70 afrek eru skoðuð á þessu móti. Milli Bætingamóta mætti leika sér að því að skoða heildarstigafjölda samkvæmt stigatöflu IAAF fyrir x-fjölda af afrekum milli kynja. Og þess vegna milli X-fjölda afreka í hverri grein eða greinaflokki óháð félagi íþróttamanna. Gæti skapað skemmtilegan anda innan greinaflokka og aukið samstöðu milli íþróttamanna í sömu greinum óháð félagi. 
 
IAAF stigafjöldi afreka á mótinu – sjá hér 
 

FRÍ Author