Bætingamót FRÍ : Góð þátttaka og allt á fullri ferð á Laugardalsvelli í kvöld og á morgun á háu getustigi.

Kastararnir Óðinn Björn Þorstreinnson (ÍR) og Guðmundur Sverrisson (ÍR),  báðir í Ólympíuhópi FRÍ,  kasta í dag á Laugardalsvelli.
 
Spennandi keppnin verðu í kúluvarpi karla ( hefst kl. 17:00) og líklegt að ársbesti árangur líti dagsins ljós hjá mörgum ef ekki öllum keppendum.  Óðinn Björn Þorsteinnson (ÍR) hefur verði að kasta vel á æfingum og Stefán Velemir (FH) búinn að vera í miklum bætingaham í sumar – setti aldursflokkamet nýverið 18,00m eins og greint var frá í fréttaveitunni.  
 
Guðmundur Sverrisson, frjálsíþróttamaður ársins 2014, mun kasta spjóti í dag (hefst kl. 18:00) og stefnir á bætingu á ársbesta árangri. Guðmundur hefur átt mjög góðar æfingar upp á síðkastið og því líklegur til að sýna spjótkast á háu getustigi.  
 
Hörku keppni verður einnig  m.a. í spretthlaupum á mótinu þar sem 21 keppandi er skráður til leiks í 100m hlaupi kvenna og 26 keppendur í 100m hlaupi karla.  
 
Margt annað mætti nefna sem verður spennandi að fylgjast með og um að gera að mæta á völlinn og styðja okkar glæsilegu íþróttamenn – allir velkomnir 
 
 Keppandalisti mótsins – sjá hér
 
 

FRÍ Author