Bæting í hástökki hjá Sveinbjörgu

Sveinbjörg Zophaníasdóttir USÚ fór 1,70 m í hástökki á HM unglinga í anarrari grein sjöþrautarinnar á HM unglinga. Þetta er bæting á persónulegum árangri um 2 cm og er baráttuhugur í henni.
 
Eftir fyrstu tvær greinarnar er Sveinbjörg komin með 1.620 stig sem er 16 stigum betri árangur en á NM í Kópavogi í síðasta mánuði þegar hún setti nýtt persónulegt met. Keppninautur hennar frá Norðurlandameistaramótinu er aðeins 44 stigum á undan henni en aðeins eru um 120 stig milli Sveinbjargar og 5. sætis í þrautinni.

FRÍ Author