Norðurlandamótið í Víðavangshlaupi

Norðurlandameistaramótið í víðavangshlaupum fór fram í Laugardalnum í dag. Alls voru 92 keppendur skráðir til leiks frá Norðurlöndunum ásamt Færeyjum. Keppt var bæði í einstaklings- og liðakeppni í fjórum flokkum; karla- og kvennaflokki og flokki stúlkna og pilta 19 ára og yngri. Stúlkurnar hlupu 4,5 km, piltarnir 6 km, konurnar 7,5 km og karlarnir 9 […]

meira...

Mannvirkjanefnd FRÍ skoðar leikvanginn í Laugardal

Nú er hafin vinna mannvirkjanefndar FRÍ við skoðun frjálsíþróttavalla hér á landi. Skoðunin fer fram í samræmi við íslenskar- og alþjóðareglur. Til undirbúnings mætti nefndin á þjóðarleikvanginn í Laugardal og tók almenna forskoðun, en fljótlega fer fram heildarúttekt nefndarinnar á vellinum. Á myndinni eru fulltrúar mannvirkjanefndarinnar ásamt formanni og framkvæmda- og afreksstjóra FRÍ. Verkfræðingarnir Vilhjálmur […]

meira...

Stefnan sett á stórmót með nýrri boðhlaupssveit FRÍ

Nú í sumar tók Þorkell Stefánsson við sem umsjónarmaður boðhlaupsverkefnis FRÍ. Markmiðið er að setja saman sterka íslenska boðhlaupssveit þar sem reglulega verða haldnar skipulagðar æfingar. Ísland hefur aldrei átt jafn marga sterka spretthlaupara og nú og því er markið sett hátt og stefnan sett á stórmót. Með áframhaldandi bætingu okkar fólks og markvissum æfingum […]

meira...

Móttaka fyrir þáttakendur á Ólympíuleikum ungmenna

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóð í gær fyrir móttöku til heiðurs þátttakendum á Ólympíuleikum ungmenna sem fóru fram í Buenos Aires í Argentínu. Frjálsíþróttasamband Íslands átti þrjá keppendur á leikunum. Elísabetu Rut Rúnarsdóttur sem keppti í sleggjukasti, Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur sem keppti í 200 metra hlaupi og Valdimar Hjalta Erlendsson sem keppti í kringlukasti. Alls […]

meira...

Guðbjörg Jóna Ólympíumeistari ungmenna

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í kvöld Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Argentínu. Guðbjörg bætti í leiðinni sitt eigið Íslandsmet. Guðbjörg kom í mark á tímanum 23,47 sekúndum, meðvindur var 1,9 m/s. Keppnin í frjálsum er með nýstárlegu sniði því samanlagður árangur í tveim umferðum gildir til sigurs á mótinu. Guðbjörg […]

meira...

Elísabet með þriðja lengsta kastið

Elísabet Rut Rúnarsdóttir lauk keppni í sleggjukasti á Ólympíuleikum ungmenna í gær. Elísabet kastaði lengst 63,52 metra og var það þriðja lengsta kast seinni umferðar. Besti árangur hennar er 66,81 metri sem hún náði rétt fyrir mótið. Fyr­ir­komulag keppn­inn­ar er þannig að sam­an­lögð lengd tveggja lengstu kast­anna í tveim umferðum ráða úr­slit­um. Elísa­bet átti ekki gilt […]

meira...

Valdimar með bætingu í Argentínu

Valdimar Hjalti Erlendsson lauk keppni í kringlukasti á Ólympíuleikum ungmenna í gærkvöldi. Hans kastaði lengst 57,46 metra sem er persónuleg bæting hjá honum. Valdimar hafði áður kastað lengt 56,88 metra. Þetta kast var einnig annar besti árangur í flokki 16-17 ára pilta með 1,5 kg kringlu frá upphafi. Valdimar Hjalti varð í sjötta sæti í […]

meira...

Guðbjörg Jóna á nýju Íslandsmeti

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir setti fyrr í kvöld nýtt Íslandsmet í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna sem fer fram Argentínu. Guðbjörg hljóp á tímanum 23,55 sekúndum (1,1 m/s í meðvind) og skilaði það henni einnig fyrsta sætinu í fyrri umferð. Fyrra Íslandsmetið átti Guðbjörg sjálf þegar hún bætti 21 árs gamalt Íslandsmet Guðrúnar Arnadóttur í […]

meira...

Valdimar Hjalti sjötti eftir fyrri umferð

Í gær hófst keppni í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikum ungmenna í Argentínu. Fyrstur íslensku keppendanna var Valdimar Hjalti Erlendsson sem keppti í kringlukasti.  Hitastig á meðan keppni stóð var 12°C og það var úrhellisrigning. Valdimar Hjalti átti tvö löng köst í fyrstu tveimur umferðunum sem voru yfir persónulega meti sem er 56,88 metrar en voru því […]

meira...

Glódís Edda og Sindri Freyr í úrslitum á Ítalíu

Um helgina fór fram European Festival of Sprint Under 16 í Rieti á Ítalíu. Ítalska frjálsíþróttasambandið bauð stúlku og dreng frá hverju Evrópulandi á mótið til að taka þátt í sprettviðburði U16 til þess að vekja athygli á því að EM U18 mun fara fram í Rieti árið 2020. Sindri Freyr Seim Sigurðsson og Glódís […]

meira...
1 2 3 8
X
X