Thelma Lind bætti 36 ára gamalt Íslandsmet

Thelma Lind Kristjánsdóttir bætti í kvöld 36 ára gamalt Íslandsmet í kringlukasti kvenna. Fyrra metið var 53,86 metrar og setti Guðrún Ingólfsdóttir það árið 1982. Thelma Lind sem er nýkrýndur Íslandsmeistari í kringlukasti kastaði 54,69 metra í frábæru veðri í Borgarnesi og setti þar með nýtt Íslandsmet. Áður hafði Thelma lengst kastað 52,80 metra og […]

meira...

Helstu afrek 92. Meistaramóts Íslands

Það fór líklegast ekki fram hjá neinum þegar 92. Meistaramót Íslands fór fram um helgina í nafla alheimsins, Sauðárkróki. Samankomið var allt fremsta frjálsíþróttafólk landsins og tilbúið til að sýna hvað í þeim byggi. Völlurinn sem nýlega hefur fengið uppnefnið skagfirska töfrateppið var í toppstandi og allt til alls fyrir frábært mót. Ingó hefði reyndar […]

meira...

Seinni dagur Meistaramóts Íslands

Seinni degi á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum er nú lokið. Sveit ÍR varð Íslands­meist­ari í 4×400 metra hlaupi kvenna þegar þær komu í mark á tímanum 4:01,80 mín­út­ur. Sveit­ina skipuðu Ingi­björg Sig­urðardótt­ir, Iðunn Björg Arn­alds­dótt­ir, Hrafn­hild Eir R. Hermóðsdótt­ir og Guðbjörg Jóna Bjarna­dótt­ir. Katla Rut Roberts­dótt­ir Klu­vers, Sara Hlín Jó­hanns­dótt­ir, Agla María Kristjáns­dótt­ir og Kolfinna […]

meira...

Íslandsmet á fyrri degi Meistarmóts Íslands

Fyrri degi er lokið á Meistaramóti Íslands sem fer fram á Sauðárkróki um helgina þar sem eitt Íslandsmet og eitt aldursflokka met féllu. Sveit ÍR í 4×100 metra hlaupi kvenna bættu eigið Íslandsmet þegar þær komu í mark á 46,29 sek­únd­um. Sveit­ina skipuðu Íslands­meist­ar­inn í 100 metra spretthlaupi, Tiana Ósk Whitworth, Evr­ópu­meist­ar­inn í flokki stúlkna 16-17 […]

meira...

Norðurlandamót Öldunga

Norðurlandamót öldunga fór fram í Svíþjóð síðustu helgi þar sem þrír íslenskir keppendur tóku þátt. Það voru þeir Stefán Ragnar Jónsson sem keppir í flokki 40-44 ára, Jón Bjarni Bragason sem keppir í flokki 45-49 ára og Jón H Magnússon sem keppir í flokki 80-84 ára. Á fyrsta keppnisdegi keppti Jón H í þremur greinum. Hann […]

meira...

Meistaramót Íslands fer fram um helgina

Um helgina fer fram Meistaramót Íslands á Sauðárkróki. Þar mun fremsta frjálsíþróttafólk landsins koma saman og berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Mótið hefst á forkeppni í langstökki. Þar eru 30 keppendur í kvennaflokki og 24 keppendur í karlaflokki skráðir til leiks. Gaman verður að fylgjast með Hafdísi Sigurðardóttur sem er að koma til baka eftir barnsburð. Hafdís […]

meira...

Tiana Ósk og Erna Sóley hafa lokið keppni í Tampere

Erna Sóley Gunnarsdóttir varpaði kúlunni lengst 14,32 metra á HM U20 í Finnlandi. Hún endaði í 14. sæti af 28 keppendum en efstu 12 fóru áfram í úrslit. Varpa þurfti kúlunni 14,56 metra til að komast í úrslit og Erna Sóley því ekki langt frá því. Glæsilegur árangur engu að síður hjá Ernu sem var að […]

meira...

Andrea með nýtt Íslandsmet á HM

Andrea Kol­beins­dótt­ir hóf keppni í morgun fyrst Íslendinga á HM U20 í Finnlandi. Hún keppti í 3000 metra hindr­un­ar­hlaupi og kom í mark á tímanum 10:21,26 mínútum. Hún bætti þar með eigið Íslands­met sem hún setti í síðasta mánuði en þá hljóp hún á 10:31,69 mín­út­um. Andrea náði ekki að kom­ast í úr­slit­in sem fram fara […]

meira...

Guðni Valur með EM lágmark

Guðni Valur Guðnason náði í kvöld lágmarki fyrir EM í frjálsum íþróttum með næst lengsta kasti Íslandssögunnar. Guðni Valur kastaði 65,53 metra í Kaplakrika í Hafnarfirði í kvöld. Fyrir átti hann best 63,50 metra svo hann var því að bæta sig allverulega. Þetta kast setur Guðna Val í 12. sæti Evrópulistans á þessu ári. Íslandsmetið í […]

meira...

HM U20 í Finnlandi hefst á morgun

Á morgun, þriðjudaginn 10. júlí, hefst HM U20 í Finnlandi og stendur fram á sunnudag. Þrír Íslendingar verða meðal keppenda á mótinu en alls verða keppendur rúmlega 1400 talsins frá 150 löndum. Þetta er í 17. skiptið sem HM U20 er haldið og er einn af stærstu viðburðunum á vegum alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Andrea Kolbeinsdóttir hefur […]

meira...
1 2 3
X
X