Hlynur með nýtt Íslandsmet í 10 km

Fyrr í dag hljóp Hlynur Andrésson 10 km í Parrelloop hlaupinu í Hollandi. Hlynur hljóp á tímanum 29:49 mínútu og varð um leið fyrsti Íslendingurinn til þess að hlaupa 10 km í götuhlaupi undir 30 mínútum. Hlynur kom 27. í mark en Mande Buschendich frá Úganda sigraði hlaupið á 27:56 mínútum. Fyrra metið í 10 […]

meira...

María upp í annað sæti afrekalistans

Síðasta stóra mót innanhússtímabilsins var Bikarkeppnin sem fór fram um þar síðustu helgi. Síðustu viku nýttu þó margir til þess að keppa áður en undirbúningur fyrir sumarið fer á fullt. Á þriðjudaginn keppti FH-ingurinn og Íslandsmeistarinn í 400 metra hlaupi, Þórdís Eva Steinsdóttir, á innanfélagsmóti Fjölnis. Þar keppti hún í sinni aðalgrein sem er 400 […]

meira...

Lágmörk á Ólympíuleika 2020

Lágmörk hafa verið gefin út á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 þar sem frjálsíþróttamenn öðlast þátttöku á leikunum samkvæmt nýrri blöndu lágmarka og stöðu á heimslista. Tímabilið sem íþróttamenn hafa til þess að ná lágmörkum hefur lengst um tvo mánuði og er frá 1. maí 2019 til 29. júní 2020. Nema fyrir maraþon og 50 km […]

meira...

Dwight Phillips með námskeið á Íslandi

Helgina 15. – 17. mars verður Dwight Phillips með námskeið hér á Íslandi. Phillips var einn fremsti frjálsíþróttamaður heims fyrir nokkrum árum þar sem hans helsta keppnisgrein var langstökk, en var hann einnig frábær spretthlaupari. Hann varð fimm sinnum heimsmeistari í langstökki og fékk gull á Ólympíuleikunum 2004. Í spretthlaupi er hann á topp 20 […]

meira...

ÍR bikarmeistari

13. Bikarkeppni FRÍ innanhúss fór fram í dag þar sem ÍR stóð uppi bikarmeistari. ÍR endaði með 112 stig og sjö gullverðlaun, fjórum stigum meira en FH sem varð í öðru sæti með 108 stig og 6 gullverðlaun. Breiðablik varð svo í þriðja sæti með 95 stig og tvö gull. Kvennakeppnina sigraði FH með 57 […]

meira...

Hafdís í 16. sæti EM

Hafdís Sigurðardóttir hefur lokið keppni í langstökki á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í frjáls­íþróttum inn­an­húss sem fram fer í Glasgow í Skotlandi. Lengsta stökk Hafdísar kom í þriðju og síðustu tilraun og var 6,34 metrar. Hafdís varð í 16. sæti en átta efstu fóru í úrslit. Íslandsmet Hafdísar er 6,54 metrar og hefði sá árangur dugað inn í […]

meira...

Hlynur Andrésson hefur lokið keppni á EM

Hlyn­ur Andrés­son hefur lokið keppni í 3.000 metra hlaupi á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í frjáls­íþróttum inn­an­húss sem fram fer í Glasgow í Skotlandi. Hlyn­ur hafnaði í 13. sæti í sínum riðli og 23. sæti í heildina af þeim 33 keppendum sem luku keppni. Hlynur hljóp vel og hékk lengi í fremstu mönnum. Þeir hlupu hinsvegar of hratt […]

meira...

13. Bikarkeppni FRÍ innanhúss

Á morgun, laugardaginn 2. mars fer fram 13. bikarkeppni FRÍ innanhúss. Keppnin fer fram í Kaplakrika, fyrsta grein hefst 11:30 og sú seinasta fer af stað klukkan 13:50. Átta lið eru skráð til keppni í karlaflokki og níu lið í kvennaflokki. Félögin sem senda inn lið eru Breiðablik, FH, ÍR, HSK, Katla, Ármann, UMSS og […]

meira...

Hafdís á leiðinni á sitt fjórða EM

Hafdís Sigurðardóttir hefur verið ein fremsta frjálsíþróttakona Íslands síðustu ár og á Íslandsmetið í langstökki innanhúss og utanhúss. Hafdís fékk á dögunum keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fer fram um helgina og er því á leiðinni á sitt fjórða Evrópumeistaramót.  Íslandsmeistari sjö mánuðum eftir sitt fyrsta barn „Það gekk mjög vel á meðgöngunni. Ég […]

meira...

Tækifæri gegn sterkustu hlaupurum Evrópu

Hlynur Andrésson verður meðal keppenda í 3000 metra hlaupi á EM í frjálsíþróttum sem fram fer í Glasgow 1.-3. mars. Hlynur átti frábært ár í fyrra þar sem hann bætti fjögur Íslandsmet og keppti á EM í víðavangshlaupum. Hann hefur haldið uppteknum hætti í ár þar sem hann sigraði á Reykjavík International Games í 1500 […]

meira...
1 2 3 12
X
X