Kolbeinn Höður með Íslandsmet

Kolbeinn Höður Gunnarsson hljóp í gær 200m á nýju Íslandsmeti karla og í aldursflokki 22 ára og yngri. Hann hljóp á tímanum 20,96 sek með 1,1 m/s löglegan vind í bakið. Metið átti fyrir Jón Arnar Magnússon er hann 27 ára gamall hljóp á 21,17 sek árið 1996, eða fyrir tæpu 21 ári síðan þegar […]

meira...

Tveir Norðurlandameistaratitlar í Huddinge

Þrír íslenskir keppendur tóku þátt í Norðurlandamóti eldri iðkenda innanhúss sem fram fór í Huddinge í Svíþjóð um helgina. Helgi Hólm sigraði í hástökki í flokki 75-79 ára. Hann stökk yfir 1,34 m, og bætti með því eigið Íslandsmet í aldursflokknum um 9 cm. Helgi keppti einnig í kúluvarpi og varð fjórði er hann kastaði […]

meira...

Bikarkeppni FRÍ innanhúss og Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri um helgina

Það verður fjörug helgi í Reykjavík í frjálsum íþróttum þar sem tvö mót fara fram í Laugardalshöll. Annars vegar er það Bikarkeppni FRÍ á morgun laugardag og hins vegar Bikarkeppni 15 ára og yngri á sunnudaginn. Á morgun eru 7 lið skráð til leiks en það er tvö lið frá ÍR, eitt frá FH, HSK/Selfossi, […]

meira...

Ásdís, Guðni Valur og Vigdís á Vetrarkastmóti Evrópu

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni, Guðni Valur Guðnason ÍR og Vigdís Jónsdóttir FH verða fulltrúar Íslands á 17. Vetrarkastmóti Evrópu, sem fram fer á Las Palmas á Kanaríeyjum um helgina. Ásdís keppir í spjótkasti kvenna, Guðni Valur Guðnason í kringlukasti 23 ára og yngri og Vigdís Jónsdóttir í sleggjukasti 23 ára og yngri. Ásdís og Vigdís eiga […]

meira...

Tveir frjálsíþróttamenn á pall í Skotlandi

Fjórir Íslendingar luku um helgina keppni á skoska innanhússmeistaramótinu í fjölþrautum. María Rún Gunnlaugsdóttir FH, eina konan í hópnum bætti sinn fyrri árangur í fimmtarþraut og náði með því þriðja sæti í keppni kvenna. Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki var nokkuð frá sínu besta en árangur hans dugði samt til að ná þriðja sæti í sjöþraut […]

meira...

Aníta Hinriksdóttir vann bronsverðlaun á EM í Belgrad

Aníta Hinriksdóttir hlaupari úr ÍR hljóp frábærlega og náði bronsverðlaunum á EM í Belgrad í dag. Aníta hljóp á tím­an­um 2:01,25 í úr­slita­hlaup­inu. Sviss­lend­ing­ur­inn Selena Büchel varði titil sinn í grein­inni, en hún hljóp á tím­an­um 2:00,38 og Shelayna Osk­an-Cl­ar­ke frá Bretlandi varð síðan í öðru sæti á tím­an­um 2:00,39. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem […]

meira...

Aníta Hinriksdóttir með besta tímann í undanrásum

Aníta Hinriksdóttir lauk nú rétt í þessu undanrásum í 800m hlaupi á EM innanhúss. Hún var fyrst í sínum riðli og jafnframt með besta tímann úr riðlunum fjórum. Aníta hljóp þriðja fremst mestan hluta hlaupsins og var komin í fjórða sætið þegar nálgaðist 600m en þegar 200m voru eftir fór hún kröftuglega fram úr mótherjum […]

meira...

Evrópumeistaramótið Innanhúss í Belgrad

Eins og fram hefur komið á Ísland tvo keppendur á Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Belgrad 3. – 5. mars. Þetta eru Aníta Hinriksdóttir ÍR sem keppir í 800m, en hún æfir nú í Hollandi, og Hlynur Andrésson ÍR sem keppir í 3000m hlaupi, en hann stundar nám og æfingar í Bandaríkjunum. Fleiri Íslendingar […]

meira...

Aníta og Hlynur á EM í Belgrad

EM í frjálsíþróttum innanhúss fer að þessu sinni fram í Belgrad í Serbíu dagana 3.-5. mars 2017. Keppendur Íslands verða tveir, þau Aníta Hinriksdóttir ÍR sem keppir í 800m hlaupi og Hlynur Andrésson ÍR sem keppir í 3000m hlaupi. Aníta hleypur að morgni föstudagsins 3. mars og keppni í 3000m hlaupi fer fram um kvöldið, […]

meira...

Fimm íslendingar taka þátt í skoska innanhússmeistaramótinu í fjölþrautum um helgina

Um helgina taka fimm íslendingar þátt í skoska innanhússmeistaramótinu í fjölþrautum. Mótið fer fram í Glasgow á Emirates Arena. María Rún Gunnlaugsdóttir FH er eini kvenmaðurinn í hópnum. Hún keppir í fimmtarþraut, en hún varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut í janúar síðastliðnum. Fjórir karlmenn keppa í sjöþraut. Þeir eru Tristan Freyr Jónsson ÍR, Ingi Rúnar Kristinsson […]

meira...
X