Hefur þú áhuga á að gerast mælingamaður eða mælingakona fyrir keppnishlaup?

Í júní verður haldið námskeið á vegum AIMS (Association of International Marathons and Distance Races) í að mæla vegalengdir og taka út framkvæmd keppnishlaupa. Kennari á námskeiðinu er Hugh Jones starfsmaður AIMS. Námskeiðskostnaður er ca. 25.000, fer eftir fjölda þátttakenda. Að vera mælingamaður er skemmtileg aukavinna fyrir áhugamenn/konur um hlaup á Íslandi. Er þetta ekki […]

meira...

Sindri Hrafn heldur áfram að bæta sig og sigrar á háskólamóti í USA

Sindri Hrafn Guðmundsson var bæði útnefndur frjálsíþróttamaður vikunnar hjá First Credit Union og hjá Mountain West þegar hann sigraði í spjótkasti á Rafer Johnson/Jackie Joyner-Kersee Invitational sem haldið var í Los Angeles í Kaliforníu helgina 8. og 9. apríl. Sindri bætti eigið skólamet með því að kasta spjótinu 73.06m. Nánari umfjöllun má sá hér sem […]

meira...

Glæsilegur árangur hjá Sindra Hrafni Guðmundssyni spjótkastara

Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðabliki keppti um daginn á bandarísku háskólamóti og gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið með því að kasta 72.24 m. Jafnframt var um að ræða skólamet í háskólanum hans Utah State University. Með kastinu náði hann einnig lágmörkum fyrir EM U23 sem haldið verður í Póllandi í sumar. Mótið er fyrsta […]

meira...

Hlynur Andrésson frjálsíþróttamaður vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna

Hlynur var útnefndur frjálsíþróttamaður vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna eftir frábæran árangur þann 1. apríl síðastliðinn. Útnefningin er mikill heiður en tíminn hans var sá sjöundi besti í sögu skólans. Hlynur er nú í 19. sæti á NCAA háskólalistanum en þeir bestu í hverri grein keppa á Bandaríska háskólamestaramótinu í vor. Sjá umfjöllun hér: http://emueagles.com/news/2017/4/4/mens-track-andresson-named-mac-track-athlete-of-the-week.aspx

meira...

Hlynur Andrésson byrjar utanhúss keppnistímabilið með stæl

Hlynur Andrésson byrjaði utanhúss tímabilið með bætingu í 1500m á Releigh Relays í North Caroline í Bandaríkjunum um helgina. Hann hljóp á 3:49,19 mín og kom fyrstur í mark, nærri tveimur sekúndum á undan næsta manni. Hlynur átti best 3:50,34 mín síðan í maí 2015 sem kom honum í 8. – 9. sæti í íslenskri […]

meira...

Flottur árangur hjá Kolbeini Heði um helgina

Kolbeinn Höður Gunnarsson FH keppti á Joe Walker Invitational í Mississippi um helgina.  Á föstudeginum hljóp hann 200 m og var nálægt því að bæta Íslandsmetið, varð í 3. sæti á tímanum 20,99 sek. Kolbeinn var aðeins 2/100 frá Íslandsmetinu, sem hann setti um síðustu helgi. Á laugardaginn keppti hann í 100 m hlaupi og […]

meira...

Æfingabúðir Úrvalshóps – Skráningu lýkur 28.mars 2017

Laugardaginn 1.apríl verða haldnar æfingabúðir hjá Úrvalshópnum í Kaplakrika Hafnarfirði.  Síðasti dagur til að skrá sig er þriðjudagurinn 28.mars. Sráning fer fram hér https://docs.google.com/spreadsheets/d/10Do5HgkgBUtdmdM87WjxZ-cuu68ingzA2lFvJHPR1_U/edit#gid=1495497512 Dagskrá laugardagsins verður eftirfarandi í grófum dráttum:   09:00-9: 30  Mæting í Kaplakrika 9:30-11:30 Æfing í greinum/tækni 11:30-13:00 Sturta og í kjölfarið matur í Setbergsskóla 13:00-15:00 Fyrirlestrar í Setbergsskóla (ISI fjallar um lyfjapróf […]

meira...

Kolbeinn Höður með Íslandsmet

Kolbeinn Höður Gunnarsson hljóp í gær 200m á nýju Íslandsmeti karla og í aldursflokki 22 ára og yngri. Hann hljóp á tímanum 20,96 sek með 1,1 m/s löglegan vind í bakið. Metið átti fyrir Jón Arnar Magnússon er hann 27 ára gamall hljóp á 21,17 sek árið 1996, eða fyrir tæpu 21 ári síðan þegar […]

meira...

Tveir Norðurlandameistaratitlar í Huddinge

Þrír íslenskir keppendur tóku þátt í Norðurlandamóti eldri iðkenda innanhúss sem fram fór í Huddinge í Svíþjóð um liðna helgi, 11.-12. mars 2017. Helgi Hólm sigraði í hástökki í flokki 75-79 ára. Hann stökk yfir 1,34 m, og bætti með því eigið Íslandsmet í aldursflokknum um 9 cm. Helgi keppti einnig í kúluvarpi og varð […]

meira...

Bikarkeppni FRÍ innanhúss og Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri um helgina

Það verður fjörug helgi í Reykjavík í frjálsum íþróttum þar sem tvö mót fara fram í Laugardalshöll. Annars vegar er það Bikarkeppni FRÍ á morgun laugardag og hins vegar Bikarkeppni 15 ára og yngri á sunnudaginn. Á morgun eru 7 lið skráð til leiks en það er tvö lið frá ÍR, eitt frá FH, HSK/Selfossi, […]

meira...
1 2
X
X