Bikarkeppnum FRÍ frestað um tvær vikur

Bikarkeppnum FRÍ, sem áttu að fara fram laugardaginn 15.ágúst á Selfossi, hefur verið frestað um tvær vikur. Ákvörðun stjórnar FRÍ er byggð á niðurstöðu fundar með formönnum félaga sem eru með lið skráð á Bikarkeppni fullorðinna og 15 ára og yngri. Bikarkeppnir FRÍ verða því haldnar laugardaginn 29.ágúst, þó gæti mótinu verið aflýst eða frestað […]

meira...

Frestun á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum og öldunga

Meistaramót Íslands í fjölþrautum og öldunga sem átti að fara fram næstkomandi helgi, 8. og 9. ágúst, hefur verið frestað til 22. og 23. ágúst.  Eins og áður hefur komið fram þá er endurskoðuð mótaskrá 2020 til viðmiðunar í stað þess að aðildarfélög og iðkendur geti gengið að því vísu að mótahaldið gangi eftir s.s. […]

meira...

Yfirlýsing frá FRÍ

Þátttakandi á meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór í Kaplakrika 18.-19. júlí sl. greindist með Covid-19 í vikunni. Á þriðja tug einstaklinga eru komnir í sóttkví en þessir einstaklingar eru samkvæmt mati sóttvarnarlæknis og rakningarteymis í hááhættu. Aðrir þátttakendur og starfsmenn mótsins eru ekki taldir í hááhættu en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis biðja ykkur […]

meira...

Praktískar upplýsingar vegna Meistaramóts Íslands

Meistaramót Íslands fer fram á Þórsvelli komandi helgi. UFA hefur gefið úr skjal með praktískum upplýsingum, en skjalið er að finna hér. Goðamótið í fótbolta fer fram á sama svæði og vegna fjöldatakmarkana hefur okkur verið úthlutað bílastæðum, mynd er að finna hér.

meira...

Dómaranámskeið á Sauðárkróki

Héraðsdómaranámskeið fór fram á Sauðárkróki síðastliðna helgi og var kennari Sigurður Haraldsson. Alls sátu 13 manns námskeiðið og tóku skriflegt próf. Allir náðu prófinu og teljast þá með héraðsdómararéttindi út árið 2023. Þessir nýir héraðsdómarar í frjálsíþróttum eru: Kolbrún Þórðardóttir – UMSS Stefanía Hermannsdóttir – UMSS Hermann Einarsson- UMSS Andrea Maya Chirikadzi – UMSS Thelma […]

meira...

Upplýsingar um staðfestingu á Íslandsmeti

FRÍ hefur gefið út upplýsingablað með þeim kröfum sem þarf að uppfylla til að fá íslandsmet viðurkennd, ásamt tilkynningareyðublaði um staðfestingu á Íslandsmeti. Skjölin má finna hér, eða undir Afreksmál flipanum. Við biðjum íþróttamenn, þjálfara og umboðsmenn að kynna sér þessi skjöl.  

meira...

Ný dagsetning fyrir Meistaramót Íslands utanhúss

Meistaramót Íslands utanhúss mun fara fram helgina 25.-26. júlí á Kópavogsvelli. Mótið átti að fara fram 27.-28. júní og átti að vera síðasta mótið hér á landi til að vinna sér inn stig eða ná lágmarki í Ólympíuleikana í Tokyo, Japan. En þar sem Ólympíuleikunum var frestað vegna COVID-19 og íþróttamenn jafnvel ekki getað æft […]

meira...

Uppfærðar leiðbeiningar fyrir íþróttamannvirki

Embætti landlæknis hefur nú uppfært leiðbeiningar fyrir íþróttamannvirki en í þessari uppfærslu (5.júní 2020) hefur bæst við kafli um almenningshlaup. Leiðbeiningarnar má finna hér. Við biðjum hlaupahaldara sérstaklega að kynna sér þessar leiðbeiningar vel.

meira...
1 2 3 6
X
X