Námskeið í brautarvörslu

Fimmtudaginn 11.apríl frá klukkan 19:30-21:30 verður námskeið í brautarvörslu í götuhlaupum. Námskeiðið verður haldið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6, í E-sal á 3.hæð. Fyrirlesari verður Þorsteinn Þorsteinsson formaður dómaranefndar FRÍ. Skráningar skal senda á iris@fri.is. Frítt er á námskeiðið.

meira...

Breytt staðsetning á æfingabúðum

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfum við að breyta staðsetningu morgunæfingarinnar í Æfingabúðum Úrvalshóps. Morgunæfingin verður í Kaplakrika, mæting þangað sunnudaginn 7.apríl klukkan 09:45. Fyrir utan þetta þá helst dagskráin eins, hún er þá svona: Mæting kl. 9:45 Æfing 1 í Kaplakrika kl. 10-12 Hádegismatur á Café Easy kl. 12-13 Fyrirlestrar í Laugardalshöll kl. 13-15 Æfing 2 […]

meira...

Skráning í æfingabúðir Úrvalshóps FRÍ

Æfingabúðir Úrvalshóps FRÍ 15-19 ára munu fara fram í Laugardalshöllinni 7.apríl næstkomandi. Búið er að uppfæra hópinn eins og venja er að loknu innanhúss keppnistímabilinu en hægt er að sjá hópinn hér Dagskrá æfingabúðana: Mæting kl. 9:45 Æfing 1 í Laugardalshöll kl. 10-12 Hádegismatur á Café Easy kl. 12-13 Fyrirlestrar í Laugardalshöll kl. 13-15 Æfing […]

meira...

MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands 11-14 ára verður haldið í Laugardalshöllinni núna um helgina, 9. – 10. febrúar. Mótið hefst báða dagana klukkan 10:00 og eru yfir 400 keppendur skráðir. Tímaseðilinni er að finna í ÞÓR, mótaforriti FRÍ, og tekið er fram að ekki verði umstökk í hátökki. Boðsbréfið má finna hér

meira...

Leikskrá fyrir RIG 2019

Það verður sannkölluð frjálsíþróttaveisla í Laugardalshöllinni sunnudaginn 3.febrúar. Margar af skærustu stjörnum okkar Íslendinga og topp erlendir íþróttamenn munu etja kappi en leikskrána má finna hér Ekki gleyma að tryggja ykkur miða á https://tix.is/is/buyingflow/tickets/7381/ Fyllum höllina og styðjum okkar fólk!

meira...

Dómaranámskeið 23.-24. janúar 2019

Haldið var í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal í Reykjavík héraðsdómaranámskeið í frjálsíþróttum 23.-24. janúar sl. Boðið var upp á fullt tveggja kvölda námskeið, sem tíu einstaklingar sátu og tóku próf að því loknu. Að auki tóku héraðsdómarapróf tveir sem áður höfðu setið slíkt námskeið. Þá var einn sem tók hluta námskeiðs og fékk greinastjóraréttindi í […]

meira...

Dómaranámskeið

Samkvæmt nýlegum úrskurði dómaranefndar gilda héraðsdómararéttindi í fjögur ár eftir próf. Í ljósi þessa er búið að birta nýjan lista yfir dómara með gild réttindi, þann lista er að finna hér: http://fri.is/wp-content/uploads/2019/01/h%C3%A9ra%C3%B0sd%C3%B3marar2015_2021.pdf Til þess að gefa einstaklingum tækifæri á að endurnýja dómararéttindi fyrir innanhússtímabilið og einnig fyrir nýja dómara hefur Frjálsíþróttasamband Íslands boðað til námskeiðs í […]

meira...

MÍ 15-22 ára innanhúss

Meistaramót Íslands 15-22 ára innanhúss verður haldið í Kaplakrika 26. og 27. janúar næstkomandi. Skráning keppenda fer fram í Þór, mótaforriti FRÍ. Skráningum skal skilað eigi síðar en á miðnætti þriðjudaginn 22. janúar. Nánari upplýsingar má finna hér.  

meira...

Landsliðsval fyrir Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur gengið frá vali á hlaupurum sem munu keppa fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem fer fram laugardaginn 8. júní 2019 í Miranda do Corvo (Coimbra, Portúgal): KonurRannveig OddsdóttirElísabet MargeirsdóttirAnna Berglind PálmadóttirÞórdís Jóna HrafnkelsdóttirMelkorka Árný Kvaran KarlarÞorbergur Ingi JónssonGuðni Páll PálssonIngvar HjartarssonÖrvar SteingrímssonSigurjón Ernir Sturluson Með kveðju Langhlaupanefnd FRÍ

meira...
1 2
X
X