Úrvalshópur FRÍ

Úrvalshópur FRÍ hefur verið uppfærður með árangri frá innanhússtímabilinu en hátt í 15 íþróttamenn bættust við og eru yfir 80 íþróttamenn í hópnum, hægt er að sjá hópinn hér. Vegna hertra samkomutakmarkana þurfti að fresta æfingabúðunum en þess í stað verður boðið upp á fjarfyrirlestra fyrir íþróttamenn Úrvalshóps. Það er því mikilvægt að þeir sem eru […]

meira...

Bikarkeppnir FRÍ falla niður

Í ljósi hertra aðgerða stjórnvalda á fjöldatakmörkunum þá munu Bikarkeppnir FRÍ, sem áttu að fara fram næstkomandi laugardag, falla niður.  Nánari upplýsingar koma síðar.

meira...

Kynningarfundur á alþjóðlegum mótum ungmenna

Fimmtudaginn 4.mars kl. 20 verður Unglinganefnd, ásamt verkefnastjóra, með kynningarfund á alþjóðlega mótum ungmenna. Einnig verður farið yfir markmið og vinnuramma Úrvalshóps og Stórmótahóp.  Við hvetjum alla þjálfara, foreldra og iðkendur á aldrinum 15-22 ára að mæta á fundinn, allir eru þó velkomnir á fundinn. Fundarboðið er að finna hér.

meira...

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi 24.febrúar og fela þær í sér einhverjar tilslakanir þá aðalega þegar kemur að áhorfendum á íþróttaviðburðum. Reglur varðandi keppni og æfingar er að finna hér. Heimilt er að hafa að hámarki 200 áhorfendur á íþróttaviðburðum að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: Allir gestir eru sitjandi og ekki andspænis hver öðrum Allir gestir […]

meira...

Landsliðsval á HM í utanvegahlaupum

Frjálsíþróttasamband Íslands mun senda landslið, karla og kvenna, til keppni á Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem fram fer 11-13. nóvember 2021 í Chiang Mai (Tælandi ).   Mótið í ár er fyrsta mótið í utanvegahlaupum sem haldið er í samstarfi World Athletics, ITRA, WMRA og IAU.  Langhlaupanefnd FRÍ leggur til að eftirfarandi hlauparar skipi landslið Íslands í utanvegahlaupum […]

meira...

Þjóðarleikvangur í augsýn

Starfshópur til að gera tillögur um fyrirkomulag þjóðarleikvangs fyrir frjálsíþróttir hefur verið skipaður af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Þetta kemur fram í frétt á heimsíðu Stjórnarráðs Íslands Starfshópnum er til dæmis ætlað að greina mögulega nýtingu eldri mannvirkja og afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma. Lilja Alfreðsdóttir segir að það gleðji hana […]

meira...

Vetrarkastmóti frestað

Evrópska vetrarkastmótið sem átti að fara fram 13.-14. mars í Leiria, Portúgal, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þessi ákvörðun var tekin af skipulagsnefnd leikana en heilbrigðisráðuneyti Portúgals mældi með því að fresta vegna ástandsins í landinu vegna farsóttar. Evrópska frjálsíþróttasambandið mun fylgjast vel með gangi mála og meta síðar hvaða dagsetning kemur til greina […]

meira...

Nýr starfsmaður miðlunar

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur ráðið Mörtu Maríu B. Siljudóttir í starf verkefnastjóra miðlunar. Marta er virk í frjálsum og æfir spjótkast hjá ÍR og hefur einnig þjálfað í ein sjö ár við góðan orðstír. Marta sem er frá Þorlákshöfn ólst upp í Danmörku og stundar nú nám í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Ljósmyndun er hennar stóra áhugamál […]

meira...

Reykjavíkurleikarnir 2021

Frjálsíþróttahluti Reykjavíkurleikanna 2021 fer fram sunnudaginn 7.febrúar í frjálsíþróttahöll Laugardalshallar. Mótið verður með öðru sniði í ár vegna núgildandi fjöldatakmarkana en keppt verður í færri greinum með takmörkuðum fjölda keppenda og enga erlenda keppendur. Til að hægt sé að fylgja núgildandi fjöldatakmörkunum verður mótinu skipt upp í þrjá mótshluta og frjálsíþróttahöllinni skipt upp í sóttvarnarhólf. […]

meira...

Stórmótahópur FRÍ 2021

Stórmótahópur FRÍ 2021 hefur verið birtur og hann er að finna hér. Unglinganefnd ákvað að hafa sama hóp og á síðasta tímabili vegna COVID-19, en þeir sem ná lágmörkum á stórmót koma inn í hópinn jafn óðum. Lágmörkin inn á stórmótin, sem og önnur mót fyrir unglinga og ungmenni, er að finna hér. Nánari upplýsingar um viðmið […]

meira...
1 2 3 9
X
X