Valið á Norðurlandamótið í víðavangshlaupum

Valið hefur verið hvaða fjórir íslenskir keppendur munu keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu í víðavangshlaupum sem fer fram í Middelfart í Danmörku þann 11. nóvember nk. Keppt er í fjórum flokkum á mótinu: Í flokki U20 pilta, flokki U20 stúlkna og í karla-og kvennaflokki. Baldvin Þór Magnússon hefur verið að hlaupa gríðarlega vel að undanförnu. […]

meira...

Víðavangshlaup Íslands fór fram í blíðaskapaveðri

Víðavangshlaup Íslands, sem jafnframt er Meistaramót Íslands í víðavangshlaupum, fór fram í blíðskapaveðri í Laugardalnum í dag. Keppt var í 5 flokkum: 12 ára og yngri, 13-14 ára, 15-17 ára, 18-19 ára og fullorðinna. Í karlaflokki (7,8 km) bar Arnar Pétursson ÍR sigur úr býtum á tímanum 26:59 mín, í öðru sæti var Guðni Páll […]

meira...

Nýjar leiðbeiningar og viðmið varðandi val á landsliði Íslands í víðavangshlaupum

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt á heimasíðu sinni nýjar leiðbeiningar og viðmið varðandi val á Landsliði Íslands í víðavangshlaupum. Þær má sjá hér. Víðavangshlaup Íslands, sem jafnframt er Meistaramót Íslands í víðavangshlaupum, fer fram nú um helgina og mun það hlaup vega þungt við val á Landsliði Íslands í víðavangshlaupum sem mun keppa fyrir Íslands hönd […]

meira...

Gaflarinn 2017

Hið árlega barna-og unglingamót FH, Gaflarinn, fer fram laugardaginn 4. nóvember nk. í Kaplakrika í Hafnarfirði. Athugið að skráningarfrestur er til miðnættis, miðvikudaginn 1. nóvember og fer skráning fram á Mótaforritinu Þór. Hér má sjá boðsbréf mótsins. Hér má sjá tímaseðil mótsins.

meira...

Víðavangshlaup Íslands fer fram laugardaginn 28. október

Víðavangshlaup Íslands, sem jafnframt er Meistaramót Íslands í víðvangshlaupum, fer fram laugardaginn 28. október nk. kl. 10:30 á grassvæðinu fyrir ofan og í kringum Laugardalshöllina og á Þróttaravellinum, neðan Suðurlandsbrautar. Hér má sjá kort af brautinni. Hlaupið er öllum opið og eru hlauparar á öllum aldri og af öllum getustigum hvattir til að vera með. Yngsti aldursflokkurinn sem […]

meira...

Ný árangursviðmið fyrir Úrvalshóp FRÍ birt í dag

Í dag voru birt ný árangursviðmið til þess að komast í Úrvalshóp FRÍ 15-19 ára. Búið er að bæta við 60 m og 60 m grindahlaupi innanhúss. Sjá má listann í heild sinni hér. Úrvalshópur FRÍ 15-19 ára verður birtur fljótlega.

meira...

Íslenska frjálsíþróttaárið 2017

Íslenska frjálsíþróttaárið 2017 hefur verið einstakt. Aldrei hafa fleiri frjálsíþróttamenn keppt fyrir Íslands hönd á stórmótum og staðið sig jafn vel. 6 íslenskir íþróttamenn eru nú á topp 100 manna lista IAAF, 9 íþróttamenn á topp 75 manna lista EAA og 5 á topp 10 manna lista EAA U23 ára. Ísland átti 9 keppendur á […]

meira...

Vetter og Stefanidi valin frjálsíþróttafólk Evrópu 2017

Golden Tracks verðlaunaafhengdingin fór fram í Vilníus í Litháen á laugardaginn. Johannes Vetter frá Þýskalandi og Aikaterini Stefanidi frá Grikklandi voru útnefnd frjálsíþróttafólk Evrópu 2017. Spjótkastarinn Johannes Vetter er aðeins 24 ára en hefur háð frábærum árangri á sínum ferli. Hann náði næstbesta árangri sögunnar er hann kastaði spjótinu 94,44 m á Spitzenleichtathletik mótinu í Lucerne […]

meira...

Jónas Egilsson hlaut viðurkenningu frá IAAF

Jónas Egilsson fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands hlaut í sumar viðurkenningu frá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu (IAAF) sem kallast IAAF Veteran’s Pin Award. Jónas hefur gegnt ýmsum störfum fyrir frjálsar íþróttir í gegnum tíðina. Hann var framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands, 2010-2015. Formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, 1997-2006 og 2012-2014, þá var hann varaformaður sambandsins, 1996-1997, og í stjórn, 2014-2016. […]

meira...

Glæsilegur árangur á Coca cola móti FH í gær

Mímir Sigurðsson FH setti glæsilegt piltamet í flokki 18-19 ára í kringlukasti á Coca Cola móti FH í gær. Mímir kastaði 54,43 m og bætti hann piltamet Guðna Vals Guðnasonar um tæpan 1 og hálfan metra. Mímir er á yngra ári í þessum flokki og má búast við enn betri árangri hjá honum á næsta […]

meira...
1 2 3 4 5 15
X